Hverfult jökullón í Kverkfjöllum horfið aftur Kjartan Kjartansson skrifar 12. júlí 2019 13:45 Svona var umhorfs þar sem Galtárlón var áður 6. júlí. Botn lónsins og hverirnir sem áður voru undir vatni blöstu við. Tómas Guðbjartsson Hverir sem áður lágu undir vatni eru nú undir beru lofti eftir að Galtárlón í Efri-Hveradal í Kverkfjöllum tæmdist í vetur eða vor. Lónið var eitt þeirra vatna sem hæsta standa á Íslandi en það tæmdist einnig fyrir rúmum tuttugu árum. Galtárlón var ólíkt öðrum þekktum jökullónum eins og Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi og þeim sem hafa myndast undanfarin ár við sporð jökla sem hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Lón eins og Jökulsárlón hafa myndast úr bráðnunarvatni í djúpum geilum sem jöklar hafa sorfið í landslagið og skilið eftir sig þegar þeir hopuðu. Bráðnunarvatn af völdum jarðhita myndaði aftur á móti Galtárlón. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlifræðingur, fór um svæðið 8. júní og þá var lónið horfið. Eftir stóðu leir-, vatns- og gufuhverir á lónsbotninum. Fyrstu upplýsingar um Galtárlón eru frá um 1940 og segir Magnús Tumi misjafnt hversu hátt vatnið hafi staðið í því síðan. Þegar frá er talið vatn í sigkatli Bárðarbungu sé Galtárlón og önnur lón á svæðinu hæstu vötn á Íslandi, um 1.700 metrum yfir sjávarmáli. Ljóst sé að lónið hafi horfið áður. Þannig hafi það ekki verið til staðar frá 1998 til 2005. „Þannig að þessi hegðun að það tæmist er eitthvað sem við höfum séð áður,“ segir hann.Galtárlón ísilagt í byrjun júlí í fyrra.Hermann Þór SnorrasonEkki er vitað til þess að jökulhlaup verði úr Galtárlóni og segir Magnús Tumi að þó að svo væri sæjust varla þess merki í stórri jökulá eins og Jökulsá á Fjöllum. „Vatnið lekur með fram fjallshlíðinni og finnur sér þar útrás. Svo gerist það einstaka sinnum að þessi rás nær alveg niður á botn lónsins og þá tæmist það,“ segir hann. Allar líkur séu á því að lónið fyllist aftur á einhverjum tímapunkti. Rásin sem tæmir vatnið geti haldist opin í einhver ár en lokist síðan og vatn byrji þá aftur að safnast í lónið. Hvarf lónsins segir Magnús Tumi dæmi um þann síbreytileika sem hafi verið ástæða þess að Vatnajökulsþjóðgarður sé nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO. Tilkynnt var um skráninguna í síðustu viku. „Þetta er dæmi um þá lifandi náttúru sem þar er,“ segir hann.Galtárlón í fullum skrúða undir norðurrönd Vatnajökuls síðasta sumar.Hermann Þór Snorrason Fljótsdalshérað Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15 Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30 Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Hverir sem áður lágu undir vatni eru nú undir beru lofti eftir að Galtárlón í Efri-Hveradal í Kverkfjöllum tæmdist í vetur eða vor. Lónið var eitt þeirra vatna sem hæsta standa á Íslandi en það tæmdist einnig fyrir rúmum tuttugu árum. Galtárlón var ólíkt öðrum þekktum jökullónum eins og Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi og þeim sem hafa myndast undanfarin ár við sporð jökla sem hopa vegna hnattrænnar hlýnunar. Lón eins og Jökulsárlón hafa myndast úr bráðnunarvatni í djúpum geilum sem jöklar hafa sorfið í landslagið og skilið eftir sig þegar þeir hopuðu. Bráðnunarvatn af völdum jarðhita myndaði aftur á móti Galtárlón. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlifræðingur, fór um svæðið 8. júní og þá var lónið horfið. Eftir stóðu leir-, vatns- og gufuhverir á lónsbotninum. Fyrstu upplýsingar um Galtárlón eru frá um 1940 og segir Magnús Tumi misjafnt hversu hátt vatnið hafi staðið í því síðan. Þegar frá er talið vatn í sigkatli Bárðarbungu sé Galtárlón og önnur lón á svæðinu hæstu vötn á Íslandi, um 1.700 metrum yfir sjávarmáli. Ljóst sé að lónið hafi horfið áður. Þannig hafi það ekki verið til staðar frá 1998 til 2005. „Þannig að þessi hegðun að það tæmist er eitthvað sem við höfum séð áður,“ segir hann.Galtárlón ísilagt í byrjun júlí í fyrra.Hermann Þór SnorrasonEkki er vitað til þess að jökulhlaup verði úr Galtárlóni og segir Magnús Tumi að þó að svo væri sæjust varla þess merki í stórri jökulá eins og Jökulsá á Fjöllum. „Vatnið lekur með fram fjallshlíðinni og finnur sér þar útrás. Svo gerist það einstaka sinnum að þessi rás nær alveg niður á botn lónsins og þá tæmist það,“ segir hann. Allar líkur séu á því að lónið fyllist aftur á einhverjum tímapunkti. Rásin sem tæmir vatnið geti haldist opin í einhver ár en lokist síðan og vatn byrji þá aftur að safnast í lónið. Hvarf lónsins segir Magnús Tumi dæmi um þann síbreytileika sem hafi verið ástæða þess að Vatnajökulsþjóðgarður sé nú kominn á heimsminjaskrá UNESCO. Tilkynnt var um skráninguna í síðustu viku. „Þetta er dæmi um þá lifandi náttúru sem þar er,“ segir hann.Galtárlón í fullum skrúða undir norðurrönd Vatnajökuls síðasta sumar.Hermann Þór Snorrason
Fljótsdalshérað Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15 Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30 Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Drottning íslenskra fjalla nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, undirritaði í dag reglugerð sem stækkar Vatnajökulsþjóðgarð um 560 ferkílómetra. 29. júní 2019 13:15
Skráning Vatnajökulsþjóðgarðs sögð stórt skref í náttúruvernd Vatnajökulsþjóðgarður er þriðji staðurinn á Íslandi sem kemst á heimsminjaskrá UNESCO en þar eru fyrir Þingvellir og Surtsey. 5. júlí 2019 19:30
Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. 5. júlí 2019 12:00