Bolsonaro vill gera son sinn að sendiherra í Bandaríkjunum Andri Eysteinsson skrifar 12. júlí 2019 07:38 Eduardo Bolsonaro, líklega næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Getty/Agencia Makro Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Hinn útvaldi er þingmaður og einn traustasti ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. Enn fremur er um að ræða son forsetans, hinn 35 ára gamla Eduardo Bolsonaro. BBC greinir frá. Bolsonaro eldri var hlaut kjör til forseta á síðasta ári og hefur stjórnarháttum hans verið líkt við stjórnarhætti kollega síns í norðri, Donald Trump en Bolsonaro hefur sagt að kosningabarátta hans hafi verið innblásin af kosningabaráttu Trump. Sendiherrastaðan sem um ræðir hefur verið laus frá í apríl síðastliðnum en ekki er útkljáð með öllu að Eduardo Bolsonaro taki við embætti en hann á enn eftir að samþykkja tillöguna. Komi til þess að þessi þriðji elsti sonur forsetans taki boði föður síns mun hana eiga engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku samkvæmt landslögum.Reuters hefur eftir forsetanum að hann vilji ekki neyða Eduardo til þess að þiggja tilboðið. „Ég vil ekki ákvarða framtíð hans, sér í lagi ef hann þarf lögum samkvæmt að segja af sér þingmennsku,“ sagði Bolsonaro eldri. Bolsonaro yngri hefur áður sagt í fjölmiðlum að ef honum byðist staðan myndi hann þiggja hana með þökkum. Meðlimir Bolsonaro fjölskyldunnar eru margir hverjir í stjórnmálum, auk Eduardo er elsti sonur forsetans Flavio, öldungadeildarþingmaður og Carlos Bolsonaro er borgarstjórnarmaður í Ríó de Janeiro. Bolsonaro leitar oft ráðgjafar til fjölskyldumeðlima en enginn er sagður hafa jafn mikil áhrif og Eduardo hefur haft á utanríkismál. Bolsonaro feðgarnir Jair og Eduardo deila jákvæðri afstöðu til Bandaríkjanna og Eduardo er harður stuðningsmaður Ísraelsríkis, afstaða sem er nokkuð fátíð í stjórnsýslu Brasilíu en þar hefur löngum verið gætt þess að halda góðum tengslum við arabaríkin. Í opinberri heimsókn Bolsonaro í Hvíta húsið í mars, var Eduardo Bolsonaro viðstaddur en utanríkisráðherra landsins og sendiherra voru hvergi sjáanlegir. Bandaríkjaforsetii jós þá lofi yfir utanríkismálaráðgjafa og son Jair Bolsonar, Brasilíuforseta. Brasilía Tengdar fréttir Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36 Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Forseti Brasilíu, hinn umdeildi Jair Bolsonaro, hefur ákveðið hvaða brasilíski stjórnmálamaður skuli verða næsti sendiherra Brasilíu í Bandaríkjunum. Hinn útvaldi er þingmaður og einn traustasti ráðgjafi forsetans í utanríkismálum. Enn fremur er um að ræða son forsetans, hinn 35 ára gamla Eduardo Bolsonaro. BBC greinir frá. Bolsonaro eldri var hlaut kjör til forseta á síðasta ári og hefur stjórnarháttum hans verið líkt við stjórnarhætti kollega síns í norðri, Donald Trump en Bolsonaro hefur sagt að kosningabarátta hans hafi verið innblásin af kosningabaráttu Trump. Sendiherrastaðan sem um ræðir hefur verið laus frá í apríl síðastliðnum en ekki er útkljáð með öllu að Eduardo Bolsonaro taki við embætti en hann á enn eftir að samþykkja tillöguna. Komi til þess að þessi þriðji elsti sonur forsetans taki boði föður síns mun hana eiga engra kosta völ en að segja af sér þingmennsku samkvæmt landslögum.Reuters hefur eftir forsetanum að hann vilji ekki neyða Eduardo til þess að þiggja tilboðið. „Ég vil ekki ákvarða framtíð hans, sér í lagi ef hann þarf lögum samkvæmt að segja af sér þingmennsku,“ sagði Bolsonaro eldri. Bolsonaro yngri hefur áður sagt í fjölmiðlum að ef honum byðist staðan myndi hann þiggja hana með þökkum. Meðlimir Bolsonaro fjölskyldunnar eru margir hverjir í stjórnmálum, auk Eduardo er elsti sonur forsetans Flavio, öldungadeildarþingmaður og Carlos Bolsonaro er borgarstjórnarmaður í Ríó de Janeiro. Bolsonaro leitar oft ráðgjafar til fjölskyldumeðlima en enginn er sagður hafa jafn mikil áhrif og Eduardo hefur haft á utanríkismál. Bolsonaro feðgarnir Jair og Eduardo deila jákvæðri afstöðu til Bandaríkjanna og Eduardo er harður stuðningsmaður Ísraelsríkis, afstaða sem er nokkuð fátíð í stjórnsýslu Brasilíu en þar hefur löngum verið gætt þess að halda góðum tengslum við arabaríkin. Í opinberri heimsókn Bolsonaro í Hvíta húsið í mars, var Eduardo Bolsonaro viðstaddur en utanríkisráðherra landsins og sendiherra voru hvergi sjáanlegir. Bandaríkjaforsetii jós þá lofi yfir utanríkismálaráðgjafa og son Jair Bolsonar, Brasilíuforseta.
Brasilía Tengdar fréttir Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36 Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Rýmri skotvopnalöggjöf og meðferð á frumbyggjum er á meðal þess sem Amnesty International finna að ríkisstjórn Jairs Bolsonaro í Brasilíu. 23. maí 2019 10:56
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30
Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kennir borgarstjóra New York og þrýstingi hagsmunahópa um að hann hafi ákveðið að aflýsa ferð sinni til Bandaríkjanna seinna í mánuðinum. 4. maí 2019 10:36
Fundu kókaín í flugvél forseta Brasilíu Flughermaður sem var um borð í flugvél sem flutti brasilíska embættismenn á G20-fundinn í Japan var með 39 kíló af kókaíni í tösku sinni. 27. júní 2019 10:47