Þetta reddast Þórlindur Kjartansson skrifar 12. júlí 2019 06:45 Þegar Íslendingar líta í eigin barm og gerast gagnrýnir á sjálfa sig (sem er ekki oft) verður okkur tíðrætt um þann þjóðarósið að undirbúa okkur ekki nægilega vel. Sú kenning er mjög ríkjandi að í útlöndum hafi fólk almennt miklu meiri fyrirhyggju, skipuleggi sig betur, séu betur „ferlaðir og faglegir“. Við sjáum okkur stundum eins og kæruleysingja sem yppir öxlum þegar allt fer í handaskol og segir af tómlæti: „Þetta reddast.“ En vandinn er auðvitað að þetta reddast ekki alltaf. Hvort sem ferðamannabransinn eða bankabransinn taka kolldýfur, eða framkvæmd við brú eða tónlistarhús fer fram úr kostnaðaráætlun, þá er okkur mjög tamt að líta í baksýnisspegilinn og kenna því um að „þetta reddast“ hugsunarhátturinn hafi enn einu sinni komið okkur Íslendingum í bobba. Af hverju getum við ekki verið meira eins og Þjóðverjar, Danir og Svíar sem láta aldrei neitt koma sér á óvart; og eru alltaf búnir að sjá fyrir öllu löngu áður en það gerist? Að hugsa sér hversu mikið mætti spara af veseni ef við byrgðum alla brunna löngu áður en börnin komast í hundrað metra færi við þá.Er það svo? Þegar farið er að hugsa örlítið dýpra út í málin, þá kemur samt í ljós að þjóðsagan um Íslendinga sem kærulaust og fyrirhyggjulítið fólk gengur ekki upp. Ef það væri raunverulegt þjóðareinkenni á Íslendingum að kunna ekki að undirbúa sig undir óvænta atburðarás, óvænt veðrabrigði og óvæntar hættur þá væri tómt mál að tala um blómlega búsetu á þessu landi. Við værum löngu orðin útdauð. Íslendingar hafa nefnilega þurft að fara í göngur eftir sauðfé, róðra eftir fiski, bjargsig eftir eggjum og leggja á sig langar ferðir um hrjóstrugt landið til þess að eiga samskipti sín á milli. Öll þessi lífsnauðsynlegu verkefni hafa einmitt krafist þess að fyrirhyggjan sé í hávegum. Í þeim veldur kæruleysi ekki aðeins óþægindum heldur raunverulegri lífshættu, bæði fyrir þann kærulausa og aðra sem þurfa að súpa seyðið af glannaskapnum.Reddast eða ekki En hvernig má það vera að okkur Íslendingum finnst það samt svo ríkjandi í þjóðarsálinni að segja kæruleysislega að hlutirnir reddist jafnvel þótt margar aðstæður hér kalli einmitt á vandvirkni og fyrirhyggju? Ef til vill má sjá jákvæðar og núvitundarlegar skýringar á þessu sterka þjóðareinkenni okkar. Hin hliðin á „þetta reddast“ er nefnilega sú að fólk sem þarf að eiga í höggi við óblíða náttúru og raunverulegar hættur, getur ekki leyft sér þann lúxus að fara á taugum yfir smáatriðum. Það vill stundum brenna mjög við hjá fólki sem lendir í ofreglu og skipulagsáráttu að orkan sem fer í að koma í veg fyrir alls kyns ólíkleg óþægindi verður smám saman til þess að flækja einfalda hluti úr hófi fram. Einhvers staðar liggur nefnilega skurðpunktur sem gefur til kynna hversu miklar áhyggjur eðlilegt er að hafa hinum og þessum hlutum. Sumt er auðvitað nauðsynlegt að skipuleggja út í hörgul, vanda sig í smáatriðunum, gleyma engu og spara hvergi til: „Eru nægilega mörg björgunarvesti um borð í bátnum?“ „Leyfðu mér að telja aftur áður en við leggjum úr höfn.“ En mjög margt af því sem fólk fjargviðrast yfir í daglega lífinu er raunverulega þess eðlis að það svarar ekki tilkostnaði að leggja mikið á sig til þess að leysa úr því. Annaðhvort eru málin smávægileg eða ólíkleg; í öllu falli er skaðlaust að setja sjálfan sig úr jafnvægi yfir þeim: „Ertu með aukaúlpu til að fara með í útileguna?“ „Veit það ekki. Þetta reddast. Drífum okkur af stað.“Reddingar Hinar jákvæðu hliðar „þetta reddast“ hugsunarháttarins byggjast auðvitað á því að honum sé beitt af vandvirkni. Við sumu má segja að það skipti ekki svo miklu máli hvort það klikki eða ekki, en við öðru má segja að það sé slæmt að það klikki en það taki því ekki að undirbúa sig. Í slíkan flokk falla vandamál sem ljóst er að einhvern tímann þarf að takast á við, en óþarft er að láta tefja að sinni. Þar kemur til mikilvæg forsenda þess að hægt sé að leyfa sér „þetta reddast“-hugsunarháttinn. Hún er sú að gera sér grein fyrir því að jafnvel þótt maður hafi fulla trú á eitthvað muni reddast, þá er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að hafa fyrir því að redda því. Það felst því í raun mikil ábyrgð og djúp hugsun í „þetta reddast“ hugsunarhættinum sem á yfirborðinu virkar svo kærulaus. Það krefst dómgreindar að vita hvenær hann á við og hvað hann þýðir. „Þetta reddast“ verður fyrst hættulegur hugsunarháttur þegar hann er látinn gilda um hluti sem raunverulega skipta máli og þegar í honum felst trú á því að reddingin á því sem slegið er á frest muni gerast sjálfkrafa og án fyrirhafnar. Í stað þess að skammast okkar fyrir „þetta reddast“ hugsunarháttinn ættum við að vera stolt af honum, beita honum af ábyrgð en njóta líka þess frelsis sem honum fylgir. Það er kannski ekki eins faglegt eins og að fylgja dæmum Dana, Þjóðverja og Svía—en er það ekki áreiðanlega umtalsvert skemmtilegra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Þegar Íslendingar líta í eigin barm og gerast gagnrýnir á sjálfa sig (sem er ekki oft) verður okkur tíðrætt um þann þjóðarósið að undirbúa okkur ekki nægilega vel. Sú kenning er mjög ríkjandi að í útlöndum hafi fólk almennt miklu meiri fyrirhyggju, skipuleggi sig betur, séu betur „ferlaðir og faglegir“. Við sjáum okkur stundum eins og kæruleysingja sem yppir öxlum þegar allt fer í handaskol og segir af tómlæti: „Þetta reddast.“ En vandinn er auðvitað að þetta reddast ekki alltaf. Hvort sem ferðamannabransinn eða bankabransinn taka kolldýfur, eða framkvæmd við brú eða tónlistarhús fer fram úr kostnaðaráætlun, þá er okkur mjög tamt að líta í baksýnisspegilinn og kenna því um að „þetta reddast“ hugsunarhátturinn hafi enn einu sinni komið okkur Íslendingum í bobba. Af hverju getum við ekki verið meira eins og Þjóðverjar, Danir og Svíar sem láta aldrei neitt koma sér á óvart; og eru alltaf búnir að sjá fyrir öllu löngu áður en það gerist? Að hugsa sér hversu mikið mætti spara af veseni ef við byrgðum alla brunna löngu áður en börnin komast í hundrað metra færi við þá.Er það svo? Þegar farið er að hugsa örlítið dýpra út í málin, þá kemur samt í ljós að þjóðsagan um Íslendinga sem kærulaust og fyrirhyggjulítið fólk gengur ekki upp. Ef það væri raunverulegt þjóðareinkenni á Íslendingum að kunna ekki að undirbúa sig undir óvænta atburðarás, óvænt veðrabrigði og óvæntar hættur þá væri tómt mál að tala um blómlega búsetu á þessu landi. Við værum löngu orðin útdauð. Íslendingar hafa nefnilega þurft að fara í göngur eftir sauðfé, róðra eftir fiski, bjargsig eftir eggjum og leggja á sig langar ferðir um hrjóstrugt landið til þess að eiga samskipti sín á milli. Öll þessi lífsnauðsynlegu verkefni hafa einmitt krafist þess að fyrirhyggjan sé í hávegum. Í þeim veldur kæruleysi ekki aðeins óþægindum heldur raunverulegri lífshættu, bæði fyrir þann kærulausa og aðra sem þurfa að súpa seyðið af glannaskapnum.Reddast eða ekki En hvernig má það vera að okkur Íslendingum finnst það samt svo ríkjandi í þjóðarsálinni að segja kæruleysislega að hlutirnir reddist jafnvel þótt margar aðstæður hér kalli einmitt á vandvirkni og fyrirhyggju? Ef til vill má sjá jákvæðar og núvitundarlegar skýringar á þessu sterka þjóðareinkenni okkar. Hin hliðin á „þetta reddast“ er nefnilega sú að fólk sem þarf að eiga í höggi við óblíða náttúru og raunverulegar hættur, getur ekki leyft sér þann lúxus að fara á taugum yfir smáatriðum. Það vill stundum brenna mjög við hjá fólki sem lendir í ofreglu og skipulagsáráttu að orkan sem fer í að koma í veg fyrir alls kyns ólíkleg óþægindi verður smám saman til þess að flækja einfalda hluti úr hófi fram. Einhvers staðar liggur nefnilega skurðpunktur sem gefur til kynna hversu miklar áhyggjur eðlilegt er að hafa hinum og þessum hlutum. Sumt er auðvitað nauðsynlegt að skipuleggja út í hörgul, vanda sig í smáatriðunum, gleyma engu og spara hvergi til: „Eru nægilega mörg björgunarvesti um borð í bátnum?“ „Leyfðu mér að telja aftur áður en við leggjum úr höfn.“ En mjög margt af því sem fólk fjargviðrast yfir í daglega lífinu er raunverulega þess eðlis að það svarar ekki tilkostnaði að leggja mikið á sig til þess að leysa úr því. Annaðhvort eru málin smávægileg eða ólíkleg; í öllu falli er skaðlaust að setja sjálfan sig úr jafnvægi yfir þeim: „Ertu með aukaúlpu til að fara með í útileguna?“ „Veit það ekki. Þetta reddast. Drífum okkur af stað.“Reddingar Hinar jákvæðu hliðar „þetta reddast“ hugsunarháttarins byggjast auðvitað á því að honum sé beitt af vandvirkni. Við sumu má segja að það skipti ekki svo miklu máli hvort það klikki eða ekki, en við öðru má segja að það sé slæmt að það klikki en það taki því ekki að undirbúa sig. Í slíkan flokk falla vandamál sem ljóst er að einhvern tímann þarf að takast á við, en óþarft er að láta tefja að sinni. Þar kemur til mikilvæg forsenda þess að hægt sé að leyfa sér „þetta reddast“-hugsunarháttinn. Hún er sú að gera sér grein fyrir því að jafnvel þótt maður hafi fulla trú á eitthvað muni reddast, þá er ekki þar með sagt að það þurfi ekki að hafa fyrir því að redda því. Það felst því í raun mikil ábyrgð og djúp hugsun í „þetta reddast“ hugsunarhættinum sem á yfirborðinu virkar svo kærulaus. Það krefst dómgreindar að vita hvenær hann á við og hvað hann þýðir. „Þetta reddast“ verður fyrst hættulegur hugsunarháttur þegar hann er látinn gilda um hluti sem raunverulega skipta máli og þegar í honum felst trú á því að reddingin á því sem slegið er á frest muni gerast sjálfkrafa og án fyrirhafnar. Í stað þess að skammast okkar fyrir „þetta reddast“ hugsunarháttinn ættum við að vera stolt af honum, beita honum af ábyrgð en njóta líka þess frelsis sem honum fylgir. Það er kannski ekki eins faglegt eins og að fylgja dæmum Dana, Þjóðverja og Svía—en er það ekki áreiðanlega umtalsvert skemmtilegra?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun