Breskur öfgamaður þarf að afplána fangelsisdóm Kjartan Kjartansson skrifar 11. júlí 2019 14:22 Yaxley-Lennon er 36 ára gamall. Hann er betur þekktur undir dulnefninu Tommy Robinson. Vísir/EPA Dómstóll á Bretlandi dæmdi Stephen Yaxley-Lennon, stofnanda hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL), í níu mánaða fangelsi fyrir að trufla réttarhöld og sýna dómstólum óvirðingu. Yaxley-Lennon, sem er betur þekktur undir nafninu Tommy Robinson, þarf þó aðeins að afplána tíu vikur í fangelsi. Mál Yaxley-Lennon hefur vakið nokkra athygli á Bretlandi og á meðal hægriöfgamanna annars staðar í Evrópu. Hann var sakfelldur fyrir að trufla réttarhöld yfir hópi manna sem voru ákærðir fyrir að tæla og misnota ungar stúlkur í Leeds í maí í fyrra. Það gerði Yaxley-Lennon með því að senda út myndir af sakborningunum í beinu streymi á Facebook-síðu sinni, í trássi við lög. Þinghald var lokað í málinu í Leeds og lagði dómari bann við umfjöllun um gang málsins þar til öllum málum sem tengdust 29 sakborningum væri lokið. Réttað var yfir hópnum í þremur aðskildum réttarhöldum. Yaxley-Lennon virti bannið að vettugi á meðan kviðdómur í einu málanna sat enn á rökstólum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Yaxley-Lennon töldu að með því að mynda einn sakborninginn, áreita hann og elta hafi hann skapað hættu á að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Samkvæmt breskum lögum getur þurft að rétta aftur í máli eða sakborningur jafnvel sloppið undan ákæru trufli einhver réttarhöld. Lögin gilda jafnt um fréttamenn, kviðdómendur og almenning á samfélagsmiðlum.Lýsti sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar Yaxley-Lennon var upphaflega dæmdur í þrettán mánaða fangelsi daginn sem hann sendi út beint á Facebook en afplánaði aðeins tvo mánuði. Þá var honum sleppt eftir að hann vann áfrýjun á dómnum. Saksóknari ákvað að ástæða væri til að halda saksókn gegn honum til streitu. Stuðningsmenn Yaxley-Lennon mótmæltu dómnum í London í dag. Sumir þeirra grýttu flöskum og dósum í lögreglumenn. Þrír voru handteknir að sögn lögreglunnar í London.Sky-fréttastofan hefur eftir dómara í málinu að Yaxley-Lennon hafi orðið uppvís að því að ljúga um ýmsa anga þess. Hann hafi reynt að lýsa sjálfum sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar. Yaxley-Lennon hefur ítrekað látið að því liggja að hann sé fórnarlamb meintrar þöggunar á tælingarmálinu þar sem sakborningarnir hafi verið „asískir“ og „múslimar“. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Yaxley-Lennon afplánar fangelsisdóm. Hann sat inni í tólf mánuði fyrir að ráðast á lögreglumann sem reyndi að verja kærustu hans fyrir honum árið 2005. Árið 2011 var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og ári seinna var hann dæmdur fyrir að ferðast til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi. Bretland Tengdar fréttir Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29 Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Dómstóll á Bretlandi dæmdi Stephen Yaxley-Lennon, stofnanda hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL), í níu mánaða fangelsi fyrir að trufla réttarhöld og sýna dómstólum óvirðingu. Yaxley-Lennon, sem er betur þekktur undir nafninu Tommy Robinson, þarf þó aðeins að afplána tíu vikur í fangelsi. Mál Yaxley-Lennon hefur vakið nokkra athygli á Bretlandi og á meðal hægriöfgamanna annars staðar í Evrópu. Hann var sakfelldur fyrir að trufla réttarhöld yfir hópi manna sem voru ákærðir fyrir að tæla og misnota ungar stúlkur í Leeds í maí í fyrra. Það gerði Yaxley-Lennon með því að senda út myndir af sakborningunum í beinu streymi á Facebook-síðu sinni, í trássi við lög. Þinghald var lokað í málinu í Leeds og lagði dómari bann við umfjöllun um gang málsins þar til öllum málum sem tengdust 29 sakborningum væri lokið. Réttað var yfir hópnum í þremur aðskildum réttarhöldum. Yaxley-Lennon virti bannið að vettugi á meðan kviðdómur í einu málanna sat enn á rökstólum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Dómararnir í máli Yaxley-Lennon töldu að með því að mynda einn sakborninginn, áreita hann og elta hafi hann skapað hættu á að réttarhöldin yrðu stöðvuð. Samkvæmt breskum lögum getur þurft að rétta aftur í máli eða sakborningur jafnvel sloppið undan ákæru trufli einhver réttarhöld. Lögin gilda jafnt um fréttamenn, kviðdómendur og almenning á samfélagsmiðlum.Lýsti sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar Yaxley-Lennon var upphaflega dæmdur í þrettán mánaða fangelsi daginn sem hann sendi út beint á Facebook en afplánaði aðeins tvo mánuði. Þá var honum sleppt eftir að hann vann áfrýjun á dómnum. Saksóknari ákvað að ástæða væri til að halda saksókn gegn honum til streitu. Stuðningsmenn Yaxley-Lennon mótmæltu dómnum í London í dag. Sumir þeirra grýttu flöskum og dósum í lögreglumenn. Þrír voru handteknir að sögn lögreglunnar í London.Sky-fréttastofan hefur eftir dómara í málinu að Yaxley-Lennon hafi orðið uppvís að því að ljúga um ýmsa anga þess. Hann hafi reynt að lýsa sjálfum sér ranglega sem fórnarlambi óréttlætis og kúgunar. Yaxley-Lennon hefur ítrekað látið að því liggja að hann sé fórnarlamb meintrar þöggunar á tælingarmálinu þar sem sakborningarnir hafi verið „asískir“ og „múslimar“. Þetta verður ekki í fyrsta skipti sem Yaxley-Lennon afplánar fangelsisdóm. Hann sat inni í tólf mánuði fyrir að ráðast á lögreglumann sem reyndi að verja kærustu hans fyrir honum árið 2005. Árið 2011 var hann dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og ári seinna var hann dæmdur fyrir að ferðast til Bandaríkjanna á fölsuðu vegabréfi.
Bretland Tengdar fréttir Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29 Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Hægriöfgamenn sviptir staðfestingu á Twitter Sumir notendur töldu að bláa staðfestingarmerkið á Twitter væri einhvers konar stuðningur eða viðurkenning á mikilvægi þeirra sem fengu það. 16. nóvember 2017 12:29
Umdeild ráðstefna á Grand hótel blásin af Skipuleggjandi greip í tómt þegar hann renndu suður á Keflavíkurflugvöll í morgun þar sem hann átti von á að Robinson biði hans. 17. maí 2018 12:51