Lögmaður slapp naumlega við réttarfarssekt fyrir gífuryrði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júlí 2019 07:00 Dómari við héraðsdóm átaldi lögmanninn Vísir/Hanna Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu. Ágreiningurinn sem varð tilefni málaferlanna varðar húsnæði sem Þingvallaleið og einn varnaraðila málsins eiga í óskiptri sameign og starfsemi leigjenda þeirrar sameignar, sem einnig eru ferðaþjónustufyrirtæki. Þingvallaleið krafðist lögbanns á starfsemi leigjendanna í sameigninni en kröfunni var synjað af sýslumanni og var sú synjun kærð til héraðsdóms. Í greinargerð sinni vísaði lögmaðurinn til leigjendanna sem hústökuaðila og gerði lögmaður umræddra fyrirtækja alvarlegar athugasemdir við „ósæmilega orðanotkun“ lögmannsins. Fram kemur í úrskurðinum að Benedikt hafi ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar eða draga orð sín til baka og sá dómarinn ástæðu til að átelja lögmanninn fyrir háttsemi hans. Vísað er til siðareglna lögmanna og áréttað að orðanotkunin uppfylli tæpast skyldur lögmanns til að sýna gagnaðilum sínum tilhlýðilega virðingu. „Þá verður að telja að slíkt orðfæri sé með öllu ónauðsynlegt til að koma málstað sóknaraðila sem best til skila og gífuryrði almennt fremur fallin til hins gagnstæða. Þá verður í ljósi framangreinds ekki séð hvers vegna lögmaður getur ekki sinnt afsökunarbeiðni ef sýnt er að gagnaðila eða lögmanni er greinilega misboðið,“ segir í úrskurðinum, en jafnframt tekið fram að orðanotkunin sé þó ekki svo ósæmileg að Þingvallaleið ehf. eða lögmaður félagsins verðskuldi réttarfarssekt vegna hennar. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þingvallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árnason, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lögbannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustufyrirtækja sem hústökuaðila í húsnæði sem þau hafa á leigu. Ágreiningurinn sem varð tilefni málaferlanna varðar húsnæði sem Þingvallaleið og einn varnaraðila málsins eiga í óskiptri sameign og starfsemi leigjenda þeirrar sameignar, sem einnig eru ferðaþjónustufyrirtæki. Þingvallaleið krafðist lögbanns á starfsemi leigjendanna í sameigninni en kröfunni var synjað af sýslumanni og var sú synjun kærð til héraðsdóms. Í greinargerð sinni vísaði lögmaðurinn til leigjendanna sem hústökuaðila og gerði lögmaður umræddra fyrirtækja alvarlegar athugasemdir við „ósæmilega orðanotkun“ lögmannsins. Fram kemur í úrskurðinum að Benedikt hafi ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar eða draga orð sín til baka og sá dómarinn ástæðu til að átelja lögmanninn fyrir háttsemi hans. Vísað er til siðareglna lögmanna og áréttað að orðanotkunin uppfylli tæpast skyldur lögmanns til að sýna gagnaðilum sínum tilhlýðilega virðingu. „Þá verður að telja að slíkt orðfæri sé með öllu ónauðsynlegt til að koma málstað sóknaraðila sem best til skila og gífuryrði almennt fremur fallin til hins gagnstæða. Þá verður í ljósi framangreinds ekki séð hvers vegna lögmaður getur ekki sinnt afsökunarbeiðni ef sýnt er að gagnaðila eða lögmanni er greinilega misboðið,“ segir í úrskurðinum, en jafnframt tekið fram að orðanotkunin sé þó ekki svo ósæmileg að Þingvallaleið ehf. eða lögmaður félagsins verðskuldi réttarfarssekt vegna hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira