Óvissa ríkir um afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í haust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 20:00 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Nokkrir fjárfestar ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW Air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt íslenskt flugfélag.Vinnuheiti nýja félagsins er WAB Air en það stendur fyrir We Are Back, enda samanstendur fjárfestahópurinn af nokkrum lykilmönnum WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem heitir Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut íslenska hópsins. Markaður fréttablaðsins greindi frá þessu í dag. Áætlað er að flugfélagið hefji rekstur í haust. „Ferðaþjónusta áÍslandi byggir á flugsamgöngum fyrst og fremst og því er gott sætaframboð til landsins bæði að austan og vestan lykilatriði fyrir greinina. Það virðist ekki enn sjá til lands með Boeing Max vélarnar og við vitum ekki enn með framboð frá erlendum flugfélögum. Þannig aðþað er töluver óvissa í kortunum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samgöngustofa gefur ekki upp hvort hafi verið sótt um flugrekstraleyfi og enn ríkir óvissa um lánveitingar. Félagið á að vera byggt á grunni WOW Air. Í samtali við fréttastofu staðfestir Svein Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW, að hópurinn hafi sýnt eignum úr þrotabúinu áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag hafi náðst. „Haustið verður þungt fyrir mörg fyrirtæki. Menn eru á vertíðinni í sumar, sem virðist svona ganga þokkalega. Við erum samt að sjá svona tíu til tuttugu prósent samdrátt hjá mörgum heilt yfir. En í haust þá verða menn að treysta á það að fá þá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Nokkrir fjárfestar ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW Air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt íslenskt flugfélag.Vinnuheiti nýja félagsins er WAB Air en það stendur fyrir We Are Back, enda samanstendur fjárfestahópurinn af nokkrum lykilmönnum WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem heitir Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut íslenska hópsins. Markaður fréttablaðsins greindi frá þessu í dag. Áætlað er að flugfélagið hefji rekstur í haust. „Ferðaþjónusta áÍslandi byggir á flugsamgöngum fyrst og fremst og því er gott sætaframboð til landsins bæði að austan og vestan lykilatriði fyrir greinina. Það virðist ekki enn sjá til lands með Boeing Max vélarnar og við vitum ekki enn með framboð frá erlendum flugfélögum. Þannig aðþað er töluver óvissa í kortunum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samgöngustofa gefur ekki upp hvort hafi verið sótt um flugrekstraleyfi og enn ríkir óvissa um lánveitingar. Félagið á að vera byggt á grunni WOW Air. Í samtali við fréttastofu staðfestir Svein Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW, að hópurinn hafi sýnt eignum úr þrotabúinu áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag hafi náðst. „Haustið verður þungt fyrir mörg fyrirtæki. Menn eru á vertíðinni í sumar, sem virðist svona ganga þokkalega. Við erum samt að sjá svona tíu til tuttugu prósent samdrátt hjá mörgum heilt yfir. En í haust þá verða menn að treysta á það að fá þá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira