Uppgjör: Einn magnaðasti kappakstur sögunnar Bragi Þórðarson skrifar 29. júlí 2019 22:00 Max Verstappen vann sinn annan sigur á árinu og áttunda á ferlinum um helgina. Getty Ellefta umferðin í Formúlu 1 fór fram í Þýskalandi í gær. Þurrt var alla helgina á Hockenheim brautinni en á sunnudaginn opnuðust himinhvolfin. Í fyrsta skiptið á árinu var ræst á blautri braut. Allir ökumennirnir höfðu enga reynslu af því að aka þessum bílum í rigningu og sumir höfðu aldrei ekið Formúlu 1 bíl í bleytu. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, ræsti fyrstur á sínum Mercedes og hélt forustunni framan af á meðan aðrir gerðu mistök. Max Verstappen fór alls fimm sinnum inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti í kappakstrinum.GettyVerstappen byrjaði illaMax Verstappen var annar á ráspól en spólaði mikið í bleytunni og datt niður í fjórða sæti strax í fyrstu beygju. Hollendingnum tókst þó að keyra sig upp um sæti en snéri Red Bull bíl sínum á 26. hring þegar flestir voru komnir á þurrdekk, þá datt Max aftur niður í fjórða sætið. Charles Leclerc keyrði listavel framan af eftir að hafa byrjað tíundi því bilun kom upp í Ferrari bíl hans í tímatökum. Á 29. hring gerði Leclerc hinsvegar afdrifarík mistök er hann missti stjórn á bílnum í 15. beygju. Þar er ráskafli kvartmílubrautar við hlið Formúlu brautarinnar, í rigningunni virkaði kaflinn eins og svell. Heimamaðurinn Nico Hulkenberg var einn af mörgum sem datt úr leik eftir útafakstur.GettyÓtrúleg dramantíkÖryggisbíllinn var kallaður út og þá var komið að meistaranum sjálfum, Lewis Hamilton, að gera mistök. Á sama stað og Leclerc missti hann stjórn á Mercedes bíl sínum og braut framvænginn. Bretinn hafði vit á því að fara beint inná þjónustusvæðið í viðgerðir en liðið, sem fagnaði 125 ára afmæli um helgina, var ekki tilbúið fyrir hann. Stoppið tók því tæpa mínútu og Hamilton fór úr fyrsta sætinu niður í það fimmta. Framendi Mercedes bílsins var þó enn tjónaður eftir útafaksturinn og gekk ekkert hjá Hamilton það sem eftir lifði keppninnar. Ríkjandi heimsmeistarinn kom að lokum ellefti í mark og utan stiga. Þó fékk Hamilton tvö stig þar sem hann endaði níundi eftir að báðir Alfa Romeo bílarnir fengu refsingar að keppni lokinni.Hamilton fór utan í dekkjavegginn en náði þó að halda áfram.GettyBottas nýtti sér ekki mistök HamiltonHamfarir Hamilton þýddu að nú hafði Valtteri Bottas, liðsfélagi hans, gullið tækifæri á að minnka bilið verulega í heimsmeistaramótinu. Bottas, eins og aðrir, missti þá stjórn á bíl sínum í erfiðu aðstæðunum og varð frá að hverfa. Þannig að þrátt fyrir hræðilega helgi jók Hamilton forskot sitt á toppi mótsins. Eftir tæplega tveggja klukkustunda kappakstur, þar sem öryggisbíllinn var alls kallaður út fjórum sinnum, var það Max Verstappen sem kom fyrstur í mark. Þetta var annar sigur Hollendingsins á árinu og er hann nú þriðji í heimsmeistaramótinu, aðeins 22 stigum á eftir Bottas í öðru sætinu. Tveir bílar með Honda-vélar enduðu á verðlaunapalli í fyrsta skiptið síðan 1992.GettyÓvænt úrslitSebastian Vettel byrjaði síðastur á sunnudaginn eftir að kælikerfið fyrir forþjöppuna í Ferrari bíl hans bilaði í tímatökunum. Vettel nýtti sér ófarir annara og keyrði mistakalaust í rigningunni í gær. Frábær akstur hans skilaði Þjóðverjanum öðru sæti eftir að hafa byrjað tuttugasti. Juan Pablo Montoya náði þessum árangri síðast árið 2005, einmitt líka á Hockenheim brautinni. Helgin hefur verið viðburðamikil fyrir rússneska ökumanninn Daniil Kvyat. Á laugardaginn eignaðist hann sitt fyrsta barn og fagnaði því með því að klára kappaksturinn á verðlaunapalli. Þetta var í fyrsta skiptið síðan 2008 að ökumaður Toro Rosso liðsins endar á verðlaunapalli. Rétt eins og Red Bull ekur Toro Rosso liðið með Honda vélar. Síðast gerðist það árið 1992 að tveir bílar með Honda vélar enda á verðlaunapalli. Keppnin á Hockenheim brautinni var ein sú allra skemmtilegasta í sögu Formúlu 1. Tilhlökkunin fyrir næstu keppni er því gríðarleg. Hún fer fram í Ungverjalandi um verslunarmannahelgina. Formúla Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Ellefta umferðin í Formúlu 1 fór fram í Þýskalandi í gær. Þurrt var alla helgina á Hockenheim brautinni en á sunnudaginn opnuðust himinhvolfin. Í fyrsta skiptið á árinu var ræst á blautri braut. Allir ökumennirnir höfðu enga reynslu af því að aka þessum bílum í rigningu og sumir höfðu aldrei ekið Formúlu 1 bíl í bleytu. Fimmfaldi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, ræsti fyrstur á sínum Mercedes og hélt forustunni framan af á meðan aðrir gerðu mistök. Max Verstappen fór alls fimm sinnum inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti í kappakstrinum.GettyVerstappen byrjaði illaMax Verstappen var annar á ráspól en spólaði mikið í bleytunni og datt niður í fjórða sæti strax í fyrstu beygju. Hollendingnum tókst þó að keyra sig upp um sæti en snéri Red Bull bíl sínum á 26. hring þegar flestir voru komnir á þurrdekk, þá datt Max aftur niður í fjórða sætið. Charles Leclerc keyrði listavel framan af eftir að hafa byrjað tíundi því bilun kom upp í Ferrari bíl hans í tímatökum. Á 29. hring gerði Leclerc hinsvegar afdrifarík mistök er hann missti stjórn á bílnum í 15. beygju. Þar er ráskafli kvartmílubrautar við hlið Formúlu brautarinnar, í rigningunni virkaði kaflinn eins og svell. Heimamaðurinn Nico Hulkenberg var einn af mörgum sem datt úr leik eftir útafakstur.GettyÓtrúleg dramantíkÖryggisbíllinn var kallaður út og þá var komið að meistaranum sjálfum, Lewis Hamilton, að gera mistök. Á sama stað og Leclerc missti hann stjórn á Mercedes bíl sínum og braut framvænginn. Bretinn hafði vit á því að fara beint inná þjónustusvæðið í viðgerðir en liðið, sem fagnaði 125 ára afmæli um helgina, var ekki tilbúið fyrir hann. Stoppið tók því tæpa mínútu og Hamilton fór úr fyrsta sætinu niður í það fimmta. Framendi Mercedes bílsins var þó enn tjónaður eftir útafaksturinn og gekk ekkert hjá Hamilton það sem eftir lifði keppninnar. Ríkjandi heimsmeistarinn kom að lokum ellefti í mark og utan stiga. Þó fékk Hamilton tvö stig þar sem hann endaði níundi eftir að báðir Alfa Romeo bílarnir fengu refsingar að keppni lokinni.Hamilton fór utan í dekkjavegginn en náði þó að halda áfram.GettyBottas nýtti sér ekki mistök HamiltonHamfarir Hamilton þýddu að nú hafði Valtteri Bottas, liðsfélagi hans, gullið tækifæri á að minnka bilið verulega í heimsmeistaramótinu. Bottas, eins og aðrir, missti þá stjórn á bíl sínum í erfiðu aðstæðunum og varð frá að hverfa. Þannig að þrátt fyrir hræðilega helgi jók Hamilton forskot sitt á toppi mótsins. Eftir tæplega tveggja klukkustunda kappakstur, þar sem öryggisbíllinn var alls kallaður út fjórum sinnum, var það Max Verstappen sem kom fyrstur í mark. Þetta var annar sigur Hollendingsins á árinu og er hann nú þriðji í heimsmeistaramótinu, aðeins 22 stigum á eftir Bottas í öðru sætinu. Tveir bílar með Honda-vélar enduðu á verðlaunapalli í fyrsta skiptið síðan 1992.GettyÓvænt úrslitSebastian Vettel byrjaði síðastur á sunnudaginn eftir að kælikerfið fyrir forþjöppuna í Ferrari bíl hans bilaði í tímatökunum. Vettel nýtti sér ófarir annara og keyrði mistakalaust í rigningunni í gær. Frábær akstur hans skilaði Þjóðverjanum öðru sæti eftir að hafa byrjað tuttugasti. Juan Pablo Montoya náði þessum árangri síðast árið 2005, einmitt líka á Hockenheim brautinni. Helgin hefur verið viðburðamikil fyrir rússneska ökumanninn Daniil Kvyat. Á laugardaginn eignaðist hann sitt fyrsta barn og fagnaði því með því að klára kappaksturinn á verðlaunapalli. Þetta var í fyrsta skiptið síðan 2008 að ökumaður Toro Rosso liðsins endar á verðlaunapalli. Rétt eins og Red Bull ekur Toro Rosso liðið með Honda vélar. Síðast gerðist það árið 1992 að tveir bílar með Honda vélar enda á verðlaunapalli. Keppnin á Hockenheim brautinni var ein sú allra skemmtilegasta í sögu Formúlu 1. Tilhlökkunin fyrir næstu keppni er því gríðarleg. Hún fer fram í Ungverjalandi um verslunarmannahelgina.
Formúla Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira