Suður-kóreskir kylfingar í fjórum efstu sætunum eftir fyrstu þrjá hringina á Evian-meistaramótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 19:24 Hyo Joo Kim lék á sex höggum undir pari í dag. vísir/getty Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu er með eins höggs forskot á löndu sína, Sung Hyun Park, fyrir lokahringinn á Evian-meistaramótinu í Frakklandi, fjórða risamóti ársins. Kim hélt uppteknum hætti frá því í gær og lék á sex höggum undir pari í dag. Hún er samtals á 15 höggum undir pari. Kim vann Evian-mótið fyrir fimm árum. Park, efsta kona heimslistans, lék á fimm höggum undir pari í dag, líkt og í gær. Hún er samtals á 14 höggum undir pari. Jafnar í 3. sæti eru Jin Young Ko og Inbee Park frá Suður-Kóreu á ellefu höggum undir pari. Fjórir efstu kylfingar mótsins koma allir frá Suður-Kóreu og þær hafa allar unnið risamót á ferlinum. Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, er dottin niður í 5. sætið. Hún lék á pari í dag. Ariya Jutanugarn frá Taílandi lék best í dag, eða á sjö höggum undir pari. Hún er í 8. sæti. Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 Golf á morgun.Hyo Joo Kim takes a one-stroke lead into Sunday's final round @EvianChamp over @ROLEX Rankings No. 1, Sung Hyun Park. #NECLPGAStatspic.twitter.com/aC8evBZuBq— LPGA (@LPGA) July 27, 2019 Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu er með eins höggs forskot á löndu sína, Sung Hyun Park, fyrir lokahringinn á Evian-meistaramótinu í Frakklandi, fjórða risamóti ársins. Kim hélt uppteknum hætti frá því í gær og lék á sex höggum undir pari í dag. Hún er samtals á 15 höggum undir pari. Kim vann Evian-mótið fyrir fimm árum. Park, efsta kona heimslistans, lék á fimm höggum undir pari í dag, líkt og í gær. Hún er samtals á 14 höggum undir pari. Jafnar í 3. sæti eru Jin Young Ko og Inbee Park frá Suður-Kóreu á ellefu höggum undir pari. Fjórir efstu kylfingar mótsins koma allir frá Suður-Kóreu og þær hafa allar unnið risamót á ferlinum. Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, er dottin niður í 5. sætið. Hún lék á pari í dag. Ariya Jutanugarn frá Taílandi lék best í dag, eða á sjö höggum undir pari. Hún er í 8. sæti. Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 Golf á morgun.Hyo Joo Kim takes a one-stroke lead into Sunday's final round @EvianChamp over @ROLEX Rankings No. 1, Sung Hyun Park. #NECLPGAStatspic.twitter.com/aC8evBZuBq— LPGA (@LPGA) July 27, 2019
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira