18 dagar í gíslingu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. júlí 2019 07:15 Azfar var haldið í 18 daga með vopnavaldi á stað sem hann þekkti ekki til. Fréttablaðið/Anton Brink Þú getur ekki farið heim.“ Þessi orð voru upphafið að því að Muhammad Azfar Karim, grunnskólakennari á Hellu, og félaga hans var haldið í gíslingu fyrir tuttugu árum í Pakistan. Félaganum var fljótlega sleppt en Azfar var haldið í átján daga, með vopnavaldi, á stað sem hann þekkti ekki. Hann hlýddi öllum fyrirmælum til þess að komast af. Á háskólaárum sínum kynntist Azfar íslenskri konu og fluttu þau til Íslands árið 2007. Azfar hefur hingað til lítið viljað tala um þennan atburð fyrir tuttugu árum. Hann hefur haft mikil áhrif á Azfar sjálfan og alla fjölskyldu hans í Pakistan. Við þessi tímamót finnst honum rétt að koma fram og segja sína sögu.Rólega systkinið Azfar er 44 ára gamall, frá smábænum Chichawatni í Punjab-héraði í Pakistan. Hann er kvæntur Valgerði Sigurðardóttur og eru þau bæði kennarar við grunnskólann á Hellu. Þau eiga tvö börn, dreng og stúlku. Blaðamaður hitti Azfar við skólann og við röltum niður að Rangá á sólbjörtum sumardegi. Æska Azfars var góð. Hann er kominn af ágætlega settu fólki og er yngstur af fimm systkinum. Faðir hans var náttúrufræðikennari og síðar skólastjóri. Móðir hans húsmóðir, eins og algengt er í Pakistan. Auk þess stundaði fjölskyldan búskap og ræktaði hveiti, bómull, appelsínur og mangó. „Ég var mjög rólegur sem barn. Bræður mínir voru alltaf með læti og það hafði áhrif á mig. Mig langaði ekki til að verða kennari, frekar uppfinningamaður. Ég hafði mikinn áhuga á vísindum,“ segir Azfar. Hann er bersýnilega enn þá rólegur og yfirvegaður maður. Einnig mjög skýr og talar góða íslensku. Hin erfiða reynsla sést ekki utan á honum. Grunlaus um það sem var í vændum Árið 1999 var Azfar á öðru ári í háskólanámi í höfuðborginni Islamabad. Hann var þá 24 ára gamall og bjó hjá frænda sínum, sem starfaði hjá utanríkisráðuneytinu. Þeir bjuggu þar tveir og Azfar fór að taka eftir manni á fimmtugsaldri, Haji, sem var vinur frændans. Azfar kynntist þessum manni lítillega. „Ég veit ekki alveg hvað var í gangi. En mig grunar að þeir hafi verið í einhverjum skuggalegum viðskiptum. Að þeir hafi verið að smygla bílum yfir landamærin frá Afganistan,“ segir Azfar. „En ég skipti mér ekki af þessu. Ég var í mínu námi og umgekkst mína vini úr háskólanum.“ Þetta sumar ákvað Azfar að verða eftir í borginni og taka nokkra áfanga í skólanum. „Þann 3. júlí bauð Haji mér og einum félaga mínum úr háskólanum að heimsækja sinn heimabæ, nálægt Peshawar í norðvesturhluta landsins,“ segir Azfar. „Það var helgarfrí og við ákváðum að slá til.“ Þeim fannst boðið ekki óeðlilegt og voru alveg grunlausir um hvað væri í vændum. Það var laugardagur þegar þeir keyrðu til Haji og gistu þar eina nótt. Ekki á heimili hans, heldur í múrsteinssmiðju í hans eigu. En þar gisti einnig bróðir Haji og viðskiptafélagi hans. Á sunnudeginum sögðu þeir Haji að þeir ætluðu að halda aftur heim. Þá kom áfallið. „Þú getur ekki farið heim,“ sagði Haji við Azfar. Hann sagði Azfar jafnframt að frændi hans skuldaði peninga, 16 þúsund dollara. „Ég spurði hvað það kæmi mér við en hann svaraði að þetta væri bara svona. Ég mátti ekki fara. Ekki fyrr en búið væri að borga.“ Tækifæri til flótta Azfar og félaga hans var haldið þá um nóttina og bróðir Haji vaktaði þá. Hann var vopnaður skammbyssu. Næsta morgun var félaga Azfars sleppt en farið var með Azfar á annan stað. Hann hafði engin tækifæri til að koma skilaboðum áleiðis með félaga sínum. „Þeir bundu fyrir augun á mér. Svo settu þeir mig í búrku til að fela mig,“ segir Azfar. „Ég var teymdur inn í bíl og það var keyrt af stað. Við keyrðum í um hálftíma og ég vissi ekki hvert þeir ætluðu með mig. En ég hélt að þeir væru að fara með mig fram hjá eftirlitsstöð lögreglu. Handan við þessa eftirlitsstöð er það sem við köllum ættbálkasvæði.“ Þessi ættbálkasvæði eru dreifbýl fjallasvæði. Þar eru gamlir siðir ráðandi og lög landsins eiga ekki við. Þar ríkir eiginleg sjálfstjórn. Azfar þekkti ekkert til á þessu svæði. Bifreiðin stoppaði og Azfar var teymdur út og inn í viðbyggingu á húsi. Þar var honum haldið í níu eða tíu daga. Bróðir Haji hélt áfram að vakta Azfar en Haji keyrði í burtu. „Þeir sögðu mér að ef ég myndi valda einhverjum vanda, þá myndu þeir fara með mig á annan stað. Ég gerði mér grein fyrir því að enginn vissi hvar ég væri nema þeir,“ segir Azfar. „Ég var því mjög varkár og reyndi ekki að gera nein vanhugsuð mistök. En tækifærin til að flýja komu upp. Til dæmis þegar ég fékk að kasta af mér vatni fyrir utan húsið. Ég hugsaði oft: Núna er tækifærið, nú hleyp ég í burtu!“ Aðstæðurnar sem Azfar mátti þola í gíslingunni voru bágbornar. Ekkert klósett var á staðnum og aðeins einu sinni voru föt hans þvegin. Hann fékk þó mat þrisvar sinnum á dag og einstaka sinnum fékk hann að lesa dagblöð, sem voru þá tveggja eða þriggja daga gömul. Hann átti mjög erfitt með svefn, sérstaklega fyrstu næturnar.Muhammad Azfar Karim lærði íslensku og aflaði sér kennsluréttinda. Hann fékk starf sem kennari á He aðeins ári eftir að hann flutti hingað. Fréttablaðið/Anton BrinkStöðugur ótti og óvissa „Þann 13. eða 14. júlí kom Haji aftur og var nú mjög reiður. Hann sagði að lögreglan hefði komið og gert leit á heimili hans og að það yrði að flytja mig á annan stað,“ segir Azfar. Fóru bræðurnir þá með Azfar fótgangandi um tveggja eða þriggja kílómetra leið í gegnum gil og upp á malarveg. Þar tóku þeir leigubíl að stað sem heitir Darra Adam Khem og er vægast sagt mjög skuggalegur staður. „Þessi staður er forn basar. Í seinni tíð er hann þekktur fyrir vopnasmíði og þar fara einnig fram umtalsverð viðskipti með hass og heróín. Lögreglan hafði enga stjórn á þessum stað og hann er algjörlega opinn,“ segir Azfar. „Á þessum tímapunkti hafði ég líka tækifæri til að flýja. En ég var ekki kunnugur þarna og vissi ekki til hvers væri öruggt að leita. Það er vel þekkt að á þessum stað eru margir vopnaðir.“ Þeir fóru að heimili vinar Haji og vildu fá að geyma Azfar þar en hann neitaði. Þá fóru þeir út fyrir bæinn og í lítið þorp þar sem þeir gátu geymt Azfar. „Þetta var stórt hús með háum veggjum. Þarna var ég í viku til viðbótar. Aðstæðurnar voru þær sömu og á hinum staðnum.“ Allan þennan tíma lifði Azfar í stöðugum ótta og óvissu. Hann vissi ekki hversu lengi honum yrði haldið eða hvort hann myndi lifa gíslinguna af. „Þegar ég frétti að lögreglan hefði komið og leitað þá vissi ég að tilraunir voru í gangi til að fá mig lausan og að þeir væru komnir á sporið. En það þýddi líka að eitthvað gæti komið fyrir mig. Að þeir myndu gera mér eitthvað til þess að hefna sín.“ Tími til að fara Azfar segir að þetta svæði sem honum var haldið á sé gjörbreytt í dag frá því sem það var þá. Tveimur árum síðar, eftir árásina á Tvíburaturnana og innrásina í Afganistan, hófst mikil gerjun í jihadisma á þessu svæði. „Stundum hugsa ég til þess með þakklæti að hafa ekki verið í gíslingu eftir að það byrjaði. Þá hefði verið auðveldara fyrir þá að gera mér mein án þess að það kæmist nokkurn tímann upp,“ segir Azfar. Azfar var aldrei pyndaður eða beittur líkamlegu ofbeldi á neinn hátt. Ástæðan var sú að hann var ávallt samvinnuþýður. „Ég fór í lifunarham og gerði allt sem þeir sögðu mér að gera,“ segir hann. Svo kom dagurinn, 21. júlí. Azfar var farinn að sofa en klukkan 22.30 kom fangari hans. Hann sagði að fjölskyldan hefði borgað lausnargjaldið og nú væri tími til kominn að fara. „Ég var ekki viss um að þetta væri rétt. Þá var ég búinn að vera í haldi í sautján daga. Það gat alveg eins verið að hann ætlaði að fara með mig á annan stað eða selja mig,“ segir Azfar. Þeir yfirgáfu húsið og gengu að þjóðveginum. Þar beið þeirra maður á jeppa. Haji sagði að þetta væri milliliður og Azfar ætti að fara með honum. Enn þá átti Azfar erfitt með að trúa að þetta væri að gerast. „Þetta var mjög vinalegur maður og hann keyrði mig um það bil tveggja kílómetra leið. Þá komum við að eftirlitsstöðinni. Þegar bifreiðin stoppaði sá ég bróður minn, frænda minn og fjölskylduvin,“ segir hann. Sektarkennd vegna lausnargjaldsins Azfar var heimtur úr helju, en þar með lauk ekki vandamálunum sem fylgdu mannráninu. Þegar hann er spurður út í þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hans við að sjá fjölskyldu sína, segist hann hafa verið gríðarlega feginn en jafnframt fyllst sektarkennd. „Það var stór biti fyrir mig að kyngja að vita að þau hefðu þurft að greiða háa upphæð til að fá mig lausan. Þó að fjölskylda mín hafi verið ágætlega sett þá voru þau ekki ríkt fólk. Ég fann strax fyrir þessari sektarkennd,“ segir hann. Keyrt var beint til borgarinnar Peshawar og á lögreglustöðina þar. Azfar var þá enn þá í sömu fötum og daginn sem hann var tekinn í gíslingu. Síðan komst hann heim í faðm fjölskyldunnar. „Mamma var mjög fegin að sjá mig. En henni var ekki sagt frá því að mér hefði verið rænt,“ segir Azfar. „Fjölskylda mín ákvað að segja henni það ekki fyrr en ég væri laus. Ég var yngsta barnið og þau höfðu áhyggjur af því hvernig hún tæki þessu. Hún fékk aftur á móti svolítið áfall þegar hún heyrði alla söguna og þetta hefur haft mikil áhrif á hana. Fyrir nokkrum árum sagði hún við mig: Einn bróðir þinn er í Þýskalandi og annar í Suður-Afríku. Það er erfitt fyrir mig að þið séuð svo langt í burtu, en ég er feginn að vita af ykkur á svo öruggum stöðum.“ Azfar segir að þetta hafi verið mun erfiðara fyrir hana en föður hans, sem sé harðjaxl.Mannráninu fylgdu varanlegir erfiðleikar og særindi í fjölskyldu Azfar. Mynd/Fréttablaðið/Anton Brink.Erfiðleikar í fjölskyldunni Eftir mannránið komu upp miklir erfiðleikar og særindi innan fjölskyldu Azfars. Erfiðleikar sem enn eru til staðar. Strax eftir að Azfar var laus úr haldi var reynt að hafa uppi á frændanum sem hann bjó með en hann var ekki heima. Azfar sjálfur hefur ekki séð þennan frænda sinn síðan en hann er enn þá í tengslum við fjölskylduna. „Fjölskylda mín varð mjög reið út í hann. Það var vegna þessara viðskipta hans við Haji sem ég varð fyrir ofbeldinu,“ segir Azfar. „Frændi minn lét eins og þetta hefði verið mér að kenna. Að hann hefði bannað mér að tala við Haji. En það var ekki satt, hann sagði þetta til að reyna að fría sig ábyrgð.“ Málið er enn þá flóknara í ljósi þess að einn bróðir Azfars er giftur systur þessa frænda. Hann tók afstöðu með frændanum og gegn Azfar. „Samband okkar bræðra er bærilegt í dag en þetta særir mig enn í dag,“ segir hann. „Sektarkenndin vegna lausnargjaldsins er líka enn þá til staðar.“ Móðir Azfars bannaði honum að klára sumaráfangana og hélt hann því náminu áfram í Islamabad um haustið. Lögreglan kom og ræddi við Azfar á skrifstofu eins kennarans og ræddi við hann um framhaldið. „Ég var ungur og undir mikilli pressu. Málið var mjög flókið innan fjölskyldunnar og þess vegna sagði ég þeim ekki allt sem hafði gerst. Þess vegna urðu engin eftirmál af þessu.“ Fékk engan stuðning Azfar segist hafa breyst mjög mikið eftir þessa upplifun en hann fékk enga hjálp, hvorki áfallahjálp né aðra sálræna meðferð. „Á námsárunum í Islamabad átti ég mjög erfitt með að ganga í skugga. Ég var alltaf að líta yfir öxlina á mér til að athuga hvort einhver væri að elta mig,“ segir Azfar. „Það eimir enn þá eftir af þessu.“ Síðan þá hefur hann lesið sér til um sálræn áhrif af reynslu sem þessari og tengir við margt sem hann hefur lesið. Til dæmis hið þekkta Stokkhólms-einkenni, þegar gíslar finna til með föngurum sínum. „Ég fór að finna sterkt fyrir þessu þegar á leið í gíslingunni. Þarna voru litlar stelpur sem heimsóttu okkur stundum og komu með matinn fyrir mig og bróður Haji. Ég las um þessar tilfinningar, kvíða og fleira löngu seinna. En ég fékk aldrei neinn stuðning. Ég þarf ábyggilega að gera það einhvern tímann en það hjálpar að tala um þetta eins og við gerum nú.“ Nýtt líf á Íslandi Árið 2003 fór Azfar til Danmerkur, í meistaranám í umhverfisstefnu við Hróarskelduháskóla. Þar kynntist hann Valgerði, verðandi eiginkonu sinni, sem var þá að læra danskar bókmenntir. Þau bjuggu saman um tíma í Danmörku en síðan flutti Valgerður heim til Íslands og byrjaði að kenna á Hellu. Eftir eitt ár í fjarbúð flutti Azfar loks hingað líka. Azfar var ekki viss um að þau myndu setjast að á Íslandi til langframa. „En svo kemur barn númer eitt og barn númer tvö,“ segir hann og brosir breitt. Börnin eru nú orðin níu og sex ára. Azfar ákvað strax að læra íslensku og taka kennsluréttindin. Hann fékk starf sem kennari á Hvolsvelli aðeins ári eftir að hann flutti hingað. Hann hefur fengist við ýmislegt annað, svo sem kennslu í leikskóla og að reka sjoppu á Seyðisfirði. Þá bjó fjölskyldan í eitt ár í Árósum í Danmörku þar sem Azfar var við háskólanám í viðskiptastjórnun. Azfar kennir nú við grunnskólann á Hellu líkt og Valgerður. Hann ræktar þó enn sambandið við upprunaland sitt. „Ég fer út til Pakistans á um tveggja ára fresti og árið 2016 fór öll fjölskyldan mín í fyrsta skiptið,“ segir Azfar og brosir. Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Pakistan Rangárþing ytra Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þú getur ekki farið heim.“ Þessi orð voru upphafið að því að Muhammad Azfar Karim, grunnskólakennari á Hellu, og félaga hans var haldið í gíslingu fyrir tuttugu árum í Pakistan. Félaganum var fljótlega sleppt en Azfar var haldið í átján daga, með vopnavaldi, á stað sem hann þekkti ekki. Hann hlýddi öllum fyrirmælum til þess að komast af. Á háskólaárum sínum kynntist Azfar íslenskri konu og fluttu þau til Íslands árið 2007. Azfar hefur hingað til lítið viljað tala um þennan atburð fyrir tuttugu árum. Hann hefur haft mikil áhrif á Azfar sjálfan og alla fjölskyldu hans í Pakistan. Við þessi tímamót finnst honum rétt að koma fram og segja sína sögu.Rólega systkinið Azfar er 44 ára gamall, frá smábænum Chichawatni í Punjab-héraði í Pakistan. Hann er kvæntur Valgerði Sigurðardóttur og eru þau bæði kennarar við grunnskólann á Hellu. Þau eiga tvö börn, dreng og stúlku. Blaðamaður hitti Azfar við skólann og við röltum niður að Rangá á sólbjörtum sumardegi. Æska Azfars var góð. Hann er kominn af ágætlega settu fólki og er yngstur af fimm systkinum. Faðir hans var náttúrufræðikennari og síðar skólastjóri. Móðir hans húsmóðir, eins og algengt er í Pakistan. Auk þess stundaði fjölskyldan búskap og ræktaði hveiti, bómull, appelsínur og mangó. „Ég var mjög rólegur sem barn. Bræður mínir voru alltaf með læti og það hafði áhrif á mig. Mig langaði ekki til að verða kennari, frekar uppfinningamaður. Ég hafði mikinn áhuga á vísindum,“ segir Azfar. Hann er bersýnilega enn þá rólegur og yfirvegaður maður. Einnig mjög skýr og talar góða íslensku. Hin erfiða reynsla sést ekki utan á honum. Grunlaus um það sem var í vændum Árið 1999 var Azfar á öðru ári í háskólanámi í höfuðborginni Islamabad. Hann var þá 24 ára gamall og bjó hjá frænda sínum, sem starfaði hjá utanríkisráðuneytinu. Þeir bjuggu þar tveir og Azfar fór að taka eftir manni á fimmtugsaldri, Haji, sem var vinur frændans. Azfar kynntist þessum manni lítillega. „Ég veit ekki alveg hvað var í gangi. En mig grunar að þeir hafi verið í einhverjum skuggalegum viðskiptum. Að þeir hafi verið að smygla bílum yfir landamærin frá Afganistan,“ segir Azfar. „En ég skipti mér ekki af þessu. Ég var í mínu námi og umgekkst mína vini úr háskólanum.“ Þetta sumar ákvað Azfar að verða eftir í borginni og taka nokkra áfanga í skólanum. „Þann 3. júlí bauð Haji mér og einum félaga mínum úr háskólanum að heimsækja sinn heimabæ, nálægt Peshawar í norðvesturhluta landsins,“ segir Azfar. „Það var helgarfrí og við ákváðum að slá til.“ Þeim fannst boðið ekki óeðlilegt og voru alveg grunlausir um hvað væri í vændum. Það var laugardagur þegar þeir keyrðu til Haji og gistu þar eina nótt. Ekki á heimili hans, heldur í múrsteinssmiðju í hans eigu. En þar gisti einnig bróðir Haji og viðskiptafélagi hans. Á sunnudeginum sögðu þeir Haji að þeir ætluðu að halda aftur heim. Þá kom áfallið. „Þú getur ekki farið heim,“ sagði Haji við Azfar. Hann sagði Azfar jafnframt að frændi hans skuldaði peninga, 16 þúsund dollara. „Ég spurði hvað það kæmi mér við en hann svaraði að þetta væri bara svona. Ég mátti ekki fara. Ekki fyrr en búið væri að borga.“ Tækifæri til flótta Azfar og félaga hans var haldið þá um nóttina og bróðir Haji vaktaði þá. Hann var vopnaður skammbyssu. Næsta morgun var félaga Azfars sleppt en farið var með Azfar á annan stað. Hann hafði engin tækifæri til að koma skilaboðum áleiðis með félaga sínum. „Þeir bundu fyrir augun á mér. Svo settu þeir mig í búrku til að fela mig,“ segir Azfar. „Ég var teymdur inn í bíl og það var keyrt af stað. Við keyrðum í um hálftíma og ég vissi ekki hvert þeir ætluðu með mig. En ég hélt að þeir væru að fara með mig fram hjá eftirlitsstöð lögreglu. Handan við þessa eftirlitsstöð er það sem við köllum ættbálkasvæði.“ Þessi ættbálkasvæði eru dreifbýl fjallasvæði. Þar eru gamlir siðir ráðandi og lög landsins eiga ekki við. Þar ríkir eiginleg sjálfstjórn. Azfar þekkti ekkert til á þessu svæði. Bifreiðin stoppaði og Azfar var teymdur út og inn í viðbyggingu á húsi. Þar var honum haldið í níu eða tíu daga. Bróðir Haji hélt áfram að vakta Azfar en Haji keyrði í burtu. „Þeir sögðu mér að ef ég myndi valda einhverjum vanda, þá myndu þeir fara með mig á annan stað. Ég gerði mér grein fyrir því að enginn vissi hvar ég væri nema þeir,“ segir Azfar. „Ég var því mjög varkár og reyndi ekki að gera nein vanhugsuð mistök. En tækifærin til að flýja komu upp. Til dæmis þegar ég fékk að kasta af mér vatni fyrir utan húsið. Ég hugsaði oft: Núna er tækifærið, nú hleyp ég í burtu!“ Aðstæðurnar sem Azfar mátti þola í gíslingunni voru bágbornar. Ekkert klósett var á staðnum og aðeins einu sinni voru föt hans þvegin. Hann fékk þó mat þrisvar sinnum á dag og einstaka sinnum fékk hann að lesa dagblöð, sem voru þá tveggja eða þriggja daga gömul. Hann átti mjög erfitt með svefn, sérstaklega fyrstu næturnar.Muhammad Azfar Karim lærði íslensku og aflaði sér kennsluréttinda. Hann fékk starf sem kennari á He aðeins ári eftir að hann flutti hingað. Fréttablaðið/Anton BrinkStöðugur ótti og óvissa „Þann 13. eða 14. júlí kom Haji aftur og var nú mjög reiður. Hann sagði að lögreglan hefði komið og gert leit á heimili hans og að það yrði að flytja mig á annan stað,“ segir Azfar. Fóru bræðurnir þá með Azfar fótgangandi um tveggja eða þriggja kílómetra leið í gegnum gil og upp á malarveg. Þar tóku þeir leigubíl að stað sem heitir Darra Adam Khem og er vægast sagt mjög skuggalegur staður. „Þessi staður er forn basar. Í seinni tíð er hann þekktur fyrir vopnasmíði og þar fara einnig fram umtalsverð viðskipti með hass og heróín. Lögreglan hafði enga stjórn á þessum stað og hann er algjörlega opinn,“ segir Azfar. „Á þessum tímapunkti hafði ég líka tækifæri til að flýja. En ég var ekki kunnugur þarna og vissi ekki til hvers væri öruggt að leita. Það er vel þekkt að á þessum stað eru margir vopnaðir.“ Þeir fóru að heimili vinar Haji og vildu fá að geyma Azfar þar en hann neitaði. Þá fóru þeir út fyrir bæinn og í lítið þorp þar sem þeir gátu geymt Azfar. „Þetta var stórt hús með háum veggjum. Þarna var ég í viku til viðbótar. Aðstæðurnar voru þær sömu og á hinum staðnum.“ Allan þennan tíma lifði Azfar í stöðugum ótta og óvissu. Hann vissi ekki hversu lengi honum yrði haldið eða hvort hann myndi lifa gíslinguna af. „Þegar ég frétti að lögreglan hefði komið og leitað þá vissi ég að tilraunir voru í gangi til að fá mig lausan og að þeir væru komnir á sporið. En það þýddi líka að eitthvað gæti komið fyrir mig. Að þeir myndu gera mér eitthvað til þess að hefna sín.“ Tími til að fara Azfar segir að þetta svæði sem honum var haldið á sé gjörbreytt í dag frá því sem það var þá. Tveimur árum síðar, eftir árásina á Tvíburaturnana og innrásina í Afganistan, hófst mikil gerjun í jihadisma á þessu svæði. „Stundum hugsa ég til þess með þakklæti að hafa ekki verið í gíslingu eftir að það byrjaði. Þá hefði verið auðveldara fyrir þá að gera mér mein án þess að það kæmist nokkurn tímann upp,“ segir Azfar. Azfar var aldrei pyndaður eða beittur líkamlegu ofbeldi á neinn hátt. Ástæðan var sú að hann var ávallt samvinnuþýður. „Ég fór í lifunarham og gerði allt sem þeir sögðu mér að gera,“ segir hann. Svo kom dagurinn, 21. júlí. Azfar var farinn að sofa en klukkan 22.30 kom fangari hans. Hann sagði að fjölskyldan hefði borgað lausnargjaldið og nú væri tími til kominn að fara. „Ég var ekki viss um að þetta væri rétt. Þá var ég búinn að vera í haldi í sautján daga. Það gat alveg eins verið að hann ætlaði að fara með mig á annan stað eða selja mig,“ segir Azfar. Þeir yfirgáfu húsið og gengu að þjóðveginum. Þar beið þeirra maður á jeppa. Haji sagði að þetta væri milliliður og Azfar ætti að fara með honum. Enn þá átti Azfar erfitt með að trúa að þetta væri að gerast. „Þetta var mjög vinalegur maður og hann keyrði mig um það bil tveggja kílómetra leið. Þá komum við að eftirlitsstöðinni. Þegar bifreiðin stoppaði sá ég bróður minn, frænda minn og fjölskylduvin,“ segir hann. Sektarkennd vegna lausnargjaldsins Azfar var heimtur úr helju, en þar með lauk ekki vandamálunum sem fylgdu mannráninu. Þegar hann er spurður út í þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hans við að sjá fjölskyldu sína, segist hann hafa verið gríðarlega feginn en jafnframt fyllst sektarkennd. „Það var stór biti fyrir mig að kyngja að vita að þau hefðu þurft að greiða háa upphæð til að fá mig lausan. Þó að fjölskylda mín hafi verið ágætlega sett þá voru þau ekki ríkt fólk. Ég fann strax fyrir þessari sektarkennd,“ segir hann. Keyrt var beint til borgarinnar Peshawar og á lögreglustöðina þar. Azfar var þá enn þá í sömu fötum og daginn sem hann var tekinn í gíslingu. Síðan komst hann heim í faðm fjölskyldunnar. „Mamma var mjög fegin að sjá mig. En henni var ekki sagt frá því að mér hefði verið rænt,“ segir Azfar. „Fjölskylda mín ákvað að segja henni það ekki fyrr en ég væri laus. Ég var yngsta barnið og þau höfðu áhyggjur af því hvernig hún tæki þessu. Hún fékk aftur á móti svolítið áfall þegar hún heyrði alla söguna og þetta hefur haft mikil áhrif á hana. Fyrir nokkrum árum sagði hún við mig: Einn bróðir þinn er í Þýskalandi og annar í Suður-Afríku. Það er erfitt fyrir mig að þið séuð svo langt í burtu, en ég er feginn að vita af ykkur á svo öruggum stöðum.“ Azfar segir að þetta hafi verið mun erfiðara fyrir hana en föður hans, sem sé harðjaxl.Mannráninu fylgdu varanlegir erfiðleikar og særindi í fjölskyldu Azfar. Mynd/Fréttablaðið/Anton Brink.Erfiðleikar í fjölskyldunni Eftir mannránið komu upp miklir erfiðleikar og særindi innan fjölskyldu Azfars. Erfiðleikar sem enn eru til staðar. Strax eftir að Azfar var laus úr haldi var reynt að hafa uppi á frændanum sem hann bjó með en hann var ekki heima. Azfar sjálfur hefur ekki séð þennan frænda sinn síðan en hann er enn þá í tengslum við fjölskylduna. „Fjölskylda mín varð mjög reið út í hann. Það var vegna þessara viðskipta hans við Haji sem ég varð fyrir ofbeldinu,“ segir Azfar. „Frændi minn lét eins og þetta hefði verið mér að kenna. Að hann hefði bannað mér að tala við Haji. En það var ekki satt, hann sagði þetta til að reyna að fría sig ábyrgð.“ Málið er enn þá flóknara í ljósi þess að einn bróðir Azfars er giftur systur þessa frænda. Hann tók afstöðu með frændanum og gegn Azfar. „Samband okkar bræðra er bærilegt í dag en þetta særir mig enn í dag,“ segir hann. „Sektarkenndin vegna lausnargjaldsins er líka enn þá til staðar.“ Móðir Azfars bannaði honum að klára sumaráfangana og hélt hann því náminu áfram í Islamabad um haustið. Lögreglan kom og ræddi við Azfar á skrifstofu eins kennarans og ræddi við hann um framhaldið. „Ég var ungur og undir mikilli pressu. Málið var mjög flókið innan fjölskyldunnar og þess vegna sagði ég þeim ekki allt sem hafði gerst. Þess vegna urðu engin eftirmál af þessu.“ Fékk engan stuðning Azfar segist hafa breyst mjög mikið eftir þessa upplifun en hann fékk enga hjálp, hvorki áfallahjálp né aðra sálræna meðferð. „Á námsárunum í Islamabad átti ég mjög erfitt með að ganga í skugga. Ég var alltaf að líta yfir öxlina á mér til að athuga hvort einhver væri að elta mig,“ segir Azfar. „Það eimir enn þá eftir af þessu.“ Síðan þá hefur hann lesið sér til um sálræn áhrif af reynslu sem þessari og tengir við margt sem hann hefur lesið. Til dæmis hið þekkta Stokkhólms-einkenni, þegar gíslar finna til með föngurum sínum. „Ég fór að finna sterkt fyrir þessu þegar á leið í gíslingunni. Þarna voru litlar stelpur sem heimsóttu okkur stundum og komu með matinn fyrir mig og bróður Haji. Ég las um þessar tilfinningar, kvíða og fleira löngu seinna. En ég fékk aldrei neinn stuðning. Ég þarf ábyggilega að gera það einhvern tímann en það hjálpar að tala um þetta eins og við gerum nú.“ Nýtt líf á Íslandi Árið 2003 fór Azfar til Danmerkur, í meistaranám í umhverfisstefnu við Hróarskelduháskóla. Þar kynntist hann Valgerði, verðandi eiginkonu sinni, sem var þá að læra danskar bókmenntir. Þau bjuggu saman um tíma í Danmörku en síðan flutti Valgerður heim til Íslands og byrjaði að kenna á Hellu. Eftir eitt ár í fjarbúð flutti Azfar loks hingað líka. Azfar var ekki viss um að þau myndu setjast að á Íslandi til langframa. „En svo kemur barn númer eitt og barn númer tvö,“ segir hann og brosir breitt. Börnin eru nú orðin níu og sex ára. Azfar ákvað strax að læra íslensku og taka kennsluréttindin. Hann fékk starf sem kennari á Hvolsvelli aðeins ári eftir að hann flutti hingað. Hann hefur fengist við ýmislegt annað, svo sem kennslu í leikskóla og að reka sjoppu á Seyðisfirði. Þá bjó fjölskyldan í eitt ár í Árósum í Danmörku þar sem Azfar var við háskólanám í viðskiptastjórnun. Azfar kennir nú við grunnskólann á Hellu líkt og Valgerður. Hann ræktar þó enn sambandið við upprunaland sitt. „Ég fer út til Pakistans á um tveggja ára fresti og árið 2016 fór öll fjölskyldan mín í fyrsta skiptið,“ segir Azfar og brosir.
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Pakistan Rangárþing ytra Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira