Innlent

Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífs­hættu eftir tvo á­rekstra á Norð­vestur­landi

Agnar Már Másson skrifar
Löng bilaröð myndaðist á þjóðveginum á Norðurlandi vestra vegna slyssins í Miðfirði.
Löng bilaröð myndaðist á þjóðveginum á Norðurlandi vestra vegna slyssins í Miðfirði. Aðsend

Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir að tvö umferðarslys urðu á svipuðum tíma á Norðurlandi vestra síðdegis í dag, við Blönduós annars vegar og í Miðfirði hins vegar. Allir hinna slösuðu eru komnir undir læknishendur en enginn er talinn í lífshættu, að sögn viðbragðsaðila.

Tveir árekstrar urðu í háku á vegum Norðvesturlands í dag.  Annars vegar skullu pallbíll og jepplingur saman á þjóðveginum í grennd við Laugarbakka í Miðfirði um kl. 16.20 í dag. Hins vegar skullu þrír fólksbílar saman við Þverárfjallsveg nálægt Blönduósi í Austur-Húnavatnssýslu á svipuðum tíma. 

Fjórtán manns voru í fólksbílunum þremur, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá almannavörnum, en hópslysaáætlun var virkjuð vegna slyssins og samhæfingarstöð sömuleiðis.

Þrír voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið við Blönduós, að sögn Hjördísar, sem tekur fram að allir séu komnir undir læknishendur en enginn hafi verið í lífshættu.

Glerhált var á vegum í landshlutanum og svartaþoka að sögn viðbragðsaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×