Blinda á staðreyndir að tengja hitabylgjuna ekki við hnattræna hlýnun Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2019 14:30 Elín Björk segir muninn sem hitamet hafi verið slegin með undanfarið óvenjulegan. AP/samsett Dæmi voru um að fyrri hitamet hafi verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir Evrópu í vikunni. Íslenskur veðurfræðingur segir afar óvenjulegt að met séu slegin með slíkum mun. Fólk þurfi að vera blint á staðreyndir til að tengja ekki öfgarnar nú við loftslagsbreytingar af völdum manna. Í Þýskalandi (42,6°C), Belgíu (41,8°C) og Lúxemborg (40,7°C) var hitinn í gær sá mesti sem nokkru sinni hefur mælst þar. Sums staðar voru met slegin með sérstaklega miklum mun. Í París var metið slegið með 2,2 gráðu mun samkvæmt tölum frönsku veðurstofunnar. Fyrra metið var 40,4°C en hitinn mældist 42,6°C þar í gær. Munurinn var sums staðar enn meiri, til dæmis í Lille þar sem hann var 2,9 gráður.Hitametin sem féllu í gær féllu með 2,8-3 gráðu mun. Það er ekki eðlilegt. Hér er náttúran að öskra til baka. /Temp records were smashed by 2,8-3 °C in various European countries yesterday's #Europeheatwave https://t.co/PSriGsSd1l— Elin Jonasdottir (@elinbjon) July 26, 2019 Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, segir þennan mun óvenjulegan. Yfirleitt þegar hitamet falla, sérstaklega þegar þau eru há, sé það um einhverjar kommur úr gráðu.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.„Það að hitamet falli um heila gráðu og heilar gráður á stóru svæði, það er óvenjulegt,“ segir Elín Björk við Vísi en tekur fram að hún geti ekki fullyrt að annað eins hafi aldrei gerst áður. Þetta er önnur hitabylgjan sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri en allsherjarhitamet var slegið á Frakklandi í þeirri fyrri í júní. Það met féll ekki að þessu sinni þar sem bylgjan nú var norðar en sú fyrri. Hitabylgjan í júní átti þátt í að gera mánuðinn hlýjasta júnímánuð á jörðinni frá upphafi beinna mælinga. Rætt hefur verið um tengsl loftslagsbreytinga við ákafa hitans. Elín Björk segir að ítrekað hafi verið skrifað í loftslagsfræðum um að jaðartilvikum í veðri sem áður áttu sér ef til vill stað á hálfrar aldar fresti verði tíðari með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þannig telji breska veðurstofan að hitabylgja eins og sú sem gekk yfir í fyrra gerist annað hvort ár um öldina miðja. „Ég held að maður þurfi að vera orðinn ansi blindur á staðreyndir til þess að tengja þessa öfgahitabylgju ekki beint við loftslagsbreytingar,“ segir Elín Björk.Möguleiki á hitameti í Noregi Hitabylgjan sem nú gengur yfir Evrópu hefur náð til Benelúxlandanna, Frakklands, Þýskalands og Bretlands. Heita loftið þokast nú norður álfuna, yfir Skandinavíu, og er jafnvel búist við að hitamet verði slegin í Noregi í dag. Hitinn var kominn yfir þrjátíu gráður í fimm fylkjum Noregs fyrir hádegið.Hitinn raskaði meðal annars lestarferðum á milli Frakklands og Bretlands.Vísir/EPAÞrátt fyrir að hitinn hafi aðeins fallið á meginlandinu er enn hlýtt þar miðað við árstíma. Í staðinn fyrir um og yfir fjörutíu stiga hita eru þar nú á bilinu 35 til 38 gráður. Elín Björk segir að það muni þó um hverja gráðu sem hiti lækkar, ekki síst þar sem loftkælingu sé sjaldnast að finna í rýmum í Evrópu þar sem hennar hefur ekki þótt þörf fyrr en undanfarin ár. Það geti átt þátt í mannskaða sem verður í hitabylgjum í álfunni. Orsakir hitabylgjunnar eru hæðarsvæði í austri og lægð yfir Atlantshafinu sem hafa dælt heitu eyðimerkurlofti frá Sahara norður á bóginn með sterkri sunnanátt. Elín Björk segir að hlýja loftið sé ekki aðeins grunn hafgola heldur nái það í gegnum öll lög andrúmsloftsins. Hæðin hindri ennfremur myndun skýja sem hefðu getað dempað hitann. Þannig nær beint sólarljósið að magna enn upp hitann. „Af því að það er sólríkasti tími ársins, dagurinn hvað lengstur og sól hæst á lofti bætir sólin við því það er ekki skýjað. Hún nær að skína svo mikið og hita upp loftið yfir landi líka,“ segir Elín Björk. Belgía Loftslagsmál Lúxemborg Noregur Þýskaland Tengdar fréttir Hitamet slegið í París og hlýnar enn Varað er við hita í nokkrum löndum á Evrópu og viðbúnaðarstigi lýst yfir. 25. júlí 2019 12:40 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Dæmi voru um að fyrri hitamet hafi verið slegin með allt að þriggja gráðu mun í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir Evrópu í vikunni. Íslenskur veðurfræðingur segir afar óvenjulegt að met séu slegin með slíkum mun. Fólk þurfi að vera blint á staðreyndir til að tengja ekki öfgarnar nú við loftslagsbreytingar af völdum manna. Í Þýskalandi (42,6°C), Belgíu (41,8°C) og Lúxemborg (40,7°C) var hitinn í gær sá mesti sem nokkru sinni hefur mælst þar. Sums staðar voru met slegin með sérstaklega miklum mun. Í París var metið slegið með 2,2 gráðu mun samkvæmt tölum frönsku veðurstofunnar. Fyrra metið var 40,4°C en hitinn mældist 42,6°C þar í gær. Munurinn var sums staðar enn meiri, til dæmis í Lille þar sem hann var 2,9 gráður.Hitametin sem féllu í gær féllu með 2,8-3 gráðu mun. Það er ekki eðlilegt. Hér er náttúran að öskra til baka. /Temp records were smashed by 2,8-3 °C in various European countries yesterday's #Europeheatwave https://t.co/PSriGsSd1l— Elin Jonasdottir (@elinbjon) July 26, 2019 Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, segir þennan mun óvenjulegan. Yfirleitt þegar hitamet falla, sérstaklega þegar þau eru há, sé það um einhverjar kommur úr gráðu.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.„Það að hitamet falli um heila gráðu og heilar gráður á stóru svæði, það er óvenjulegt,“ segir Elín Björk við Vísi en tekur fram að hún geti ekki fullyrt að annað eins hafi aldrei gerst áður. Þetta er önnur hitabylgjan sem gengur yfir Evrópu á þessu sumri en allsherjarhitamet var slegið á Frakklandi í þeirri fyrri í júní. Það met féll ekki að þessu sinni þar sem bylgjan nú var norðar en sú fyrri. Hitabylgjan í júní átti þátt í að gera mánuðinn hlýjasta júnímánuð á jörðinni frá upphafi beinna mælinga. Rætt hefur verið um tengsl loftslagsbreytinga við ákafa hitans. Elín Björk segir að ítrekað hafi verið skrifað í loftslagsfræðum um að jaðartilvikum í veðri sem áður áttu sér ef til vill stað á hálfrar aldar fresti verði tíðari með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Þannig telji breska veðurstofan að hitabylgja eins og sú sem gekk yfir í fyrra gerist annað hvort ár um öldina miðja. „Ég held að maður þurfi að vera orðinn ansi blindur á staðreyndir til þess að tengja þessa öfgahitabylgju ekki beint við loftslagsbreytingar,“ segir Elín Björk.Möguleiki á hitameti í Noregi Hitabylgjan sem nú gengur yfir Evrópu hefur náð til Benelúxlandanna, Frakklands, Þýskalands og Bretlands. Heita loftið þokast nú norður álfuna, yfir Skandinavíu, og er jafnvel búist við að hitamet verði slegin í Noregi í dag. Hitinn var kominn yfir þrjátíu gráður í fimm fylkjum Noregs fyrir hádegið.Hitinn raskaði meðal annars lestarferðum á milli Frakklands og Bretlands.Vísir/EPAÞrátt fyrir að hitinn hafi aðeins fallið á meginlandinu er enn hlýtt þar miðað við árstíma. Í staðinn fyrir um og yfir fjörutíu stiga hita eru þar nú á bilinu 35 til 38 gráður. Elín Björk segir að það muni þó um hverja gráðu sem hiti lækkar, ekki síst þar sem loftkælingu sé sjaldnast að finna í rýmum í Evrópu þar sem hennar hefur ekki þótt þörf fyrr en undanfarin ár. Það geti átt þátt í mannskaða sem verður í hitabylgjum í álfunni. Orsakir hitabylgjunnar eru hæðarsvæði í austri og lægð yfir Atlantshafinu sem hafa dælt heitu eyðimerkurlofti frá Sahara norður á bóginn með sterkri sunnanátt. Elín Björk segir að hlýja loftið sé ekki aðeins grunn hafgola heldur nái það í gegnum öll lög andrúmsloftsins. Hæðin hindri ennfremur myndun skýja sem hefðu getað dempað hitann. Þannig nær beint sólarljósið að magna enn upp hitann. „Af því að það er sólríkasti tími ársins, dagurinn hvað lengstur og sól hæst á lofti bætir sólin við því það er ekki skýjað. Hún nær að skína svo mikið og hita upp loftið yfir landi líka,“ segir Elín Björk.
Belgía Loftslagsmál Lúxemborg Noregur Þýskaland Tengdar fréttir Hitamet slegið í París og hlýnar enn Varað er við hita í nokkrum löndum á Evrópu og viðbúnaðarstigi lýst yfir. 25. júlí 2019 12:40 Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Hitamet slegið í París og hlýnar enn Varað er við hita í nokkrum löndum á Evrópu og viðbúnaðarstigi lýst yfir. 25. júlí 2019 12:40
Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Rauð viðvörun vegna hita og hættu á kjarreldum er í gildi í nokkrum löndum Evrópu. 24. júlí 2019 07:45