Mál Meek Mill tekið upp að nýju Andri Eysteinsson skrifar 24. júlí 2019 21:05 Robert Williams á BET verðlaunahátíðinni í júní. Getty/Kevin Winter Áfrýjunardómstóll í bandarísku borginni Fíladelfíu sneri í dag við áratugsgömlum dómi á hendur rapparans Meek Mill. Meek var dæmdur fyrir brot á eiturlyfja og vopnalögum árið 2008 og hefur síðan verið á skilorði. AP greinir frá. Áfrýjunardómstóllinn kvað ný gögn í málinu, sem benda til hlutdrægni lögreglumannsins sem handtók Meek Mill á sínum tíma, vera þess eðlis að líklegt væri að Meek Mill yrði sýknaður ef réttað væri yfir honum að nýju. Ákæruvaldið í borginni hefur gefið grænt ljós á að réttað verði yfir Meek Mill, sem heitir réttu nafni Robert Rihmeek Williams, að nýju og hafa staðfest að ekkert traust sé borið til lögreglumannsins sem um ræðir en sá er hættur í lögreglunni en hann var eina vitnið í málinu árið 2008. Í yfirlýsingu sagði Meek Mill vera himinlifandi með að réttlæti væri að sigra að lokum. „Síðustu ellefu ár hafa verið andlega og tilfinningalega krefjandi, en ég er himinlifandi með að réttlætið sigri á lokum. Því miður takast milljónir manna á við svipaðan vanda í landinu í dag en hafa ekki möguleikana sem ég hef til þess að takast á við kerfið. Við verðum að styðja við bakið á þeim. Lögreglumaðurinn sem bar vitni gegn Meek Mill, Reginald Graham hætti störfum eftir að upp komst að hann hafði stolið fé og logið til um það. Graham sagði við réttarhöldin árið 2008 að hinn þá 19 ára gamli Meek Mill hafi otað skotvopni að sér. Meek Mill hefur ávallt neitað þeim ásökunum og þá hefur starfsfélagi Graham viðurkennt að Graham hafi logið og að Meek Mill hafi einfaldlega verið að reyna að losa sig við skotvopnið. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í bandarísku borginni Fíladelfíu sneri í dag við áratugsgömlum dómi á hendur rapparans Meek Mill. Meek var dæmdur fyrir brot á eiturlyfja og vopnalögum árið 2008 og hefur síðan verið á skilorði. AP greinir frá. Áfrýjunardómstóllinn kvað ný gögn í málinu, sem benda til hlutdrægni lögreglumannsins sem handtók Meek Mill á sínum tíma, vera þess eðlis að líklegt væri að Meek Mill yrði sýknaður ef réttað væri yfir honum að nýju. Ákæruvaldið í borginni hefur gefið grænt ljós á að réttað verði yfir Meek Mill, sem heitir réttu nafni Robert Rihmeek Williams, að nýju og hafa staðfest að ekkert traust sé borið til lögreglumannsins sem um ræðir en sá er hættur í lögreglunni en hann var eina vitnið í málinu árið 2008. Í yfirlýsingu sagði Meek Mill vera himinlifandi með að réttlæti væri að sigra að lokum. „Síðustu ellefu ár hafa verið andlega og tilfinningalega krefjandi, en ég er himinlifandi með að réttlætið sigri á lokum. Því miður takast milljónir manna á við svipaðan vanda í landinu í dag en hafa ekki möguleikana sem ég hef til þess að takast á við kerfið. Við verðum að styðja við bakið á þeim. Lögreglumaðurinn sem bar vitni gegn Meek Mill, Reginald Graham hætti störfum eftir að upp komst að hann hafði stolið fé og logið til um það. Graham sagði við réttarhöldin árið 2008 að hinn þá 19 ára gamli Meek Mill hafi otað skotvopni að sér. Meek Mill hefur ávallt neitað þeim ásökunum og þá hefur starfsfélagi Graham viðurkennt að Graham hafi logið og að Meek Mill hafi einfaldlega verið að reyna að losa sig við skotvopnið.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira