Nýju fötin keisarans Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. júlí 2019 08:00 Siglum Brexit heim, sameinum landið og sigrum Jeremy Corbyn. Þetta hafa verið einkunnarorð Boris Johnson í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Ljóst er að nýs þjóðarleiðtoga bíða ærin verkefni ef loforðin á að efna enda þarf Johnson að starfa í hinu sama þingi og hefur hingað til fellt allar útfærslur útgöngunnar. Allar tölur sýna að Bretar eru enn klofnir í afstöðu sinni til útgöngu úr Evrópusambandinu. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af kjöri hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins. Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýlegri könnun. Í henni segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og 51 prósent er andvígt sjálfstæði. Þrátt fyrir gífuryrði Boris á leið sinni að Downing-stræti bólar ekkert á nýjum hugmyndum um hvernig megi höggva á Brexit-hnútinn sem ekki bifast. Boris segist ekki hræddur við hart Brexit – hann leiði þjóðina út, hvað sem tautar og raular. Ekki er auðvelt að sjá hvernig sú óbilgjarna afstaða spilar með diplómatísku markmiði hans um að sameina þjóð sem er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til málsins. Í Brussel var kosningu Johnsons mætt með yfirlýsingu um að kröfur hans inn í viðræður um útgöngu væru óraunhæfar. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins óskaði eftir uppbyggilegu samstarfi við forsætisráðherrann um fullgildingu útgöngusamnings fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, sem Boris hefur hingað til lýst sem dauðum samningi. Í baksýnisspeglinum er óhætt að halda því fram að May hafi sýnt ótrúlega seiglu í viðleitni sinni til að koma Bretum úr Evrópusambandinu í flokki þar sem allt logaði stafnanna á milli og samflokksmenn reyndust henni erfiðustu andstæðingarnir. Fyrir þeim hópi fór, líkt og frægt er orðið, hentistefnumaðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra. Svo felldi breska þingið einfaldlega allt sem boðið var upp á, þótt May hafi raunar í tvígang komist ansi nálægt samkomulagi. Tækifærissinninn hafði vinninginn að sinni sé miðað við úrslitin í Westminster í gær. Sigurinn var fyrirsjáanlegur. Þróunin víðar en í Bretlandi sýnir að popúlismi kemur mönnum langt. Meinið fyrir popúlistana er að með tímanum þarf að sýna fram á efndir. Þá stendur eftir þriðja kosningaloforð hentistefnumannsins. Ef ekki tekst að greiða úr Brexit-flækjunni með Boris í fararbroddi verður fróðlegt að sjá hvaða árangri flokkur hans nær í næstu þingkosningum. Nú er verkefni Boris einfaldlega að sanna að keisarinn sé í klæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Siglum Brexit heim, sameinum landið og sigrum Jeremy Corbyn. Þetta hafa verið einkunnarorð Boris Johnson í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Ljóst er að nýs þjóðarleiðtoga bíða ærin verkefni ef loforðin á að efna enda þarf Johnson að starfa í hinu sama þingi og hefur hingað til fellt allar útfærslur útgöngunnar. Allar tölur sýna að Bretar eru enn klofnir í afstöðu sinni til útgöngu úr Evrópusambandinu. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af kjöri hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins. Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýlegri könnun. Í henni segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og 51 prósent er andvígt sjálfstæði. Þrátt fyrir gífuryrði Boris á leið sinni að Downing-stræti bólar ekkert á nýjum hugmyndum um hvernig megi höggva á Brexit-hnútinn sem ekki bifast. Boris segist ekki hræddur við hart Brexit – hann leiði þjóðina út, hvað sem tautar og raular. Ekki er auðvelt að sjá hvernig sú óbilgjarna afstaða spilar með diplómatísku markmiði hans um að sameina þjóð sem er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til málsins. Í Brussel var kosningu Johnsons mætt með yfirlýsingu um að kröfur hans inn í viðræður um útgöngu væru óraunhæfar. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins óskaði eftir uppbyggilegu samstarfi við forsætisráðherrann um fullgildingu útgöngusamnings fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, sem Boris hefur hingað til lýst sem dauðum samningi. Í baksýnisspeglinum er óhætt að halda því fram að May hafi sýnt ótrúlega seiglu í viðleitni sinni til að koma Bretum úr Evrópusambandinu í flokki þar sem allt logaði stafnanna á milli og samflokksmenn reyndust henni erfiðustu andstæðingarnir. Fyrir þeim hópi fór, líkt og frægt er orðið, hentistefnumaðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra. Svo felldi breska þingið einfaldlega allt sem boðið var upp á, þótt May hafi raunar í tvígang komist ansi nálægt samkomulagi. Tækifærissinninn hafði vinninginn að sinni sé miðað við úrslitin í Westminster í gær. Sigurinn var fyrirsjáanlegur. Þróunin víðar en í Bretlandi sýnir að popúlismi kemur mönnum langt. Meinið fyrir popúlistana er að með tímanum þarf að sýna fram á efndir. Þá stendur eftir þriðja kosningaloforð hentistefnumannsins. Ef ekki tekst að greiða úr Brexit-flækjunni með Boris í fararbroddi verður fróðlegt að sjá hvaða árangri flokkur hans nær í næstu þingkosningum. Nú er verkefni Boris einfaldlega að sanna að keisarinn sé í klæðum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun