Neitaði að deila verðlaunapallinum með „svindlara“ á HM í sundi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:30 Mack Horton steig aldrei upp á verðlaunapallinn með þeim Sun Yang og Gabriele Detti. Getty/Maddie Meyer Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. Kínverjinn Sun Yang tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 400 metra skriðsundi og var að vinna þessa grein á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gullið 2013, 2015 og 2017. Það eru aftur á móti ekki allir sáttir með að Sun Yang sé að keppa. Einn af þeim er Mack Horton sem varð annar í þessu sundi og Horton þurfti einnig að sætta sig við annað sætið á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir tveimur árum.Australian swimmer Mack Horton refused to share the podium with Chinese rival Sun Yang, years after accusing him of being a "drug cheat" Watch: https://t.co/vTZSLVykJGpic.twitter.com/FyZ4h5r8HR — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Sun Yang hefur verið ásakaður um að brjóta reglur í tengslum við lyfjapróf og Mack Horton kallar hann svindlara. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni þá steig Mack Horton aldrei upp á pallinn því hann vildi ekki deila verðlaunapallinum með „svindlara“. Mack Horton neitaði líka að láta taka mynd af sér með Sun Yang eins og venja er. Hann brosti hins vegar út að eyrum á mynd með Gabriele Detti frá Ítalíu sem fékk bronsið. Sun var dæmdur í þriggja mánaða bann árið 2014 eftir að örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Sun hélt því fram að hann hafi notað efnið vegna hjartavandamála. Deilur þeirra hófust fyrir alvöru á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem Horton sakaði Sun um að skvetta á sig í æfingalauginni. „Ég lét sem hann væri ekki þarna. Ég hef ekki tíma eða virðingu fyrir þeim sem taka ólögleg lyf,“ sagði Mack Horton þá og bætti við: „Ég sætti mig ekki við það að þegar íþróttamenn, sem hafa fallið á lyfjaprófi, fá enn að keppa,“ sagði Horton. Horton vann Ólympíugullið í Ríó en annars hefur Sun verið með talsverða yfirburði í þessari grein. Sun Yang er aftur kominn í vandræði vegna lyfjamála þótt að hann haldi enn fram sakleysi sínu. Hann hefur verið sakaður um að eyðileggja sýni til að sleppa við lyfjapróf og eins neita að fara í lyfjapróf af því að hann efaðist um réttindi þess sem var kominn til að taka prófið. Allt ýtir þetta undir gagnrýni Mack Horton og það eru sumir sem hrósa honum fyrir mótmæli sín. Mörgum finnst hann þó sjálfur sína mikla óvirðingu með þessu því það dreymir marga sundmenn um að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti. Ástralía Sund Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Ástralski sundkappinn Mack Horton vann silfurverðlaun á HM í sundi í Gwangju í Suður-Kóreu en steig samt aldrei upp á verðlaunapallinn. Kínverjinn Sun Yang tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 400 metra skriðsundi og var að vinna þessa grein á fjórða heimsmeistaramótinu í röð. Hann vann einnig gullið 2013, 2015 og 2017. Það eru aftur á móti ekki allir sáttir með að Sun Yang sé að keppa. Einn af þeim er Mack Horton sem varð annar í þessu sundi og Horton þurfti einnig að sætta sig við annað sætið á heimsmeistaramótinu í Búdapest fyrir tveimur árum.Australian swimmer Mack Horton refused to share the podium with Chinese rival Sun Yang, years after accusing him of being a "drug cheat" Watch: https://t.co/vTZSLVykJGpic.twitter.com/FyZ4h5r8HR — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Sun Yang hefur verið ásakaður um að brjóta reglur í tengslum við lyfjapróf og Mack Horton kallar hann svindlara. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni þá steig Mack Horton aldrei upp á pallinn því hann vildi ekki deila verðlaunapallinum með „svindlara“. Mack Horton neitaði líka að láta taka mynd af sér með Sun Yang eins og venja er. Hann brosti hins vegar út að eyrum á mynd með Gabriele Detti frá Ítalíu sem fékk bronsið. Sun var dæmdur í þriggja mánaða bann árið 2014 eftir að örvandi efnið trimetazidine fannst í sýni hans. Sun hélt því fram að hann hafi notað efnið vegna hjartavandamála. Deilur þeirra hófust fyrir alvöru á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 þar sem Horton sakaði Sun um að skvetta á sig í æfingalauginni. „Ég lét sem hann væri ekki þarna. Ég hef ekki tíma eða virðingu fyrir þeim sem taka ólögleg lyf,“ sagði Mack Horton þá og bætti við: „Ég sætti mig ekki við það að þegar íþróttamenn, sem hafa fallið á lyfjaprófi, fá enn að keppa,“ sagði Horton. Horton vann Ólympíugullið í Ríó en annars hefur Sun verið með talsverða yfirburði í þessari grein. Sun Yang er aftur kominn í vandræði vegna lyfjamála þótt að hann haldi enn fram sakleysi sínu. Hann hefur verið sakaður um að eyðileggja sýni til að sleppa við lyfjapróf og eins neita að fara í lyfjapróf af því að hann efaðist um réttindi þess sem var kominn til að taka prófið. Allt ýtir þetta undir gagnrýni Mack Horton og það eru sumir sem hrósa honum fyrir mótmæli sín. Mörgum finnst hann þó sjálfur sína mikla óvirðingu með þessu því það dreymir marga sundmenn um að komast á verðlaunapall á heimsmeistaramóti.
Ástralía Sund Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira