Jack Nicklaus: Það verður erfitt fyrir Tiger Woods að ná mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 08:30 Tiger Woods og Jack Nicklaus. Getty/ Andy Lyons Enginn hefur unnið fleiri risamót í golfi á ferlinum en Bandaríkjamaðurinn Jack Nicklaus. Hann sjálfur er nokkuð viss um að svo verði áfram og að Tiger Woods takist ekki að ná af honum metinu. Nicklaus var í nýju viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. Tiger Woods átti eina eftirminnilegustu endurkomu í manna minnum þegar hann vann Mastersmótið í apríl. Það var fimmtándi sigur Tigers á risamóti og með því steig hann einu skrefi nær methafanum Jack Nicklaus. Nú munar „aðeins“ þremur risamótstitlum á þeim. Aðdáendur Tiger Woods héldu að hann væri kominn að fullum krafti til baka og nú tæki jafnvel við önnur gósentíð hjá þessum frábæra kylfing. Annað hefur komið á daginn. Síðan þá hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá Tiger Woods og hann hefur ekki náð niðurskurðinum á tveimur risamótum í kjölfarið, fyrst á PGA-mótinu í maí og svo aftur á Opna breska meistaramótinu um helgina.Jack Nicklaus thinks it will be tough for Tiger Woods to eclipse his record of 18 major victories.https://t.co/SRYIMJc9urpic.twitter.com/y5KjUjW1Dm — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019„Hann er að verða eldri og það göngum við öll í gegnum. Hann er líka búinn að fara í margar aðgerðir og þessir hlutir safnast upp,“ sagði Jack Nicklaus sem vann sinn sinn átjánda og síðasta risatitil á Mastersmótinu 1986 þegar hann var 46 ára gamall. Hann hafði þá ekki unnið risatitil í sex ár. Tiger Woods er 43 ára en verður 44 ára í desember. En mun Tiger Woods slá metið hans? „Ég veit það ekki, líklega,“ svaraði Jack Nicklaus en hélt síðan áfram. „Ég vil ekki gera lítið út Tiger af því ég veit hvað hann hefur lagt mikið á sig og hversu frábær hann hefur verið. Hann hefur gert frábæra hluti og það er enginn sem getur gagnrýnt hann þar. Það er erfitt að bæta þetta met. Það verður erfitt fyrir hann,“ sagði Jack Nicklaus. Tiger Woods kláraði tvo hringi á Opna breska og fór þá á 78 og 70 höggum eða samtals sex höggum yfir pari. Hann var heilum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Nicklaus grunar að Tiger hafi ekki liðið vel um helgina. „Þú mætir á Opna mótið, síðasta risamótið á árinu, og hefur ekki spilað mikið golf að undanförnu. Þú ert ekki undirbúinn,“ sagði Nicklaus. „Það er ekki Tiger. Hann hlýtur að finna til. Þegar hann finnur til þá hlýtur það að hafa áhrif á sveifluna hans og það mun hafa áhrif á hann andlega. Þess vegna var hann í vandræðum,“ sagði Nicklaus. „Það sem hann gerir í golfinu í framtíðinni er þannig séð ekki mikilvægt. Það er mikilvægara að hann haldi heilsu og geti notið þess að spila golf,“ sagði Nicklaus. Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Enginn hefur unnið fleiri risamót í golfi á ferlinum en Bandaríkjamaðurinn Jack Nicklaus. Hann sjálfur er nokkuð viss um að svo verði áfram og að Tiger Woods takist ekki að ná af honum metinu. Nicklaus var í nýju viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. Tiger Woods átti eina eftirminnilegustu endurkomu í manna minnum þegar hann vann Mastersmótið í apríl. Það var fimmtándi sigur Tigers á risamóti og með því steig hann einu skrefi nær methafanum Jack Nicklaus. Nú munar „aðeins“ þremur risamótstitlum á þeim. Aðdáendur Tiger Woods héldu að hann væri kominn að fullum krafti til baka og nú tæki jafnvel við önnur gósentíð hjá þessum frábæra kylfing. Annað hefur komið á daginn. Síðan þá hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá Tiger Woods og hann hefur ekki náð niðurskurðinum á tveimur risamótum í kjölfarið, fyrst á PGA-mótinu í maí og svo aftur á Opna breska meistaramótinu um helgina.Jack Nicklaus thinks it will be tough for Tiger Woods to eclipse his record of 18 major victories.https://t.co/SRYIMJc9urpic.twitter.com/y5KjUjW1Dm — BBC Sport (@BBCSport) July 22, 2019„Hann er að verða eldri og það göngum við öll í gegnum. Hann er líka búinn að fara í margar aðgerðir og þessir hlutir safnast upp,“ sagði Jack Nicklaus sem vann sinn sinn átjánda og síðasta risatitil á Mastersmótinu 1986 þegar hann var 46 ára gamall. Hann hafði þá ekki unnið risatitil í sex ár. Tiger Woods er 43 ára en verður 44 ára í desember. En mun Tiger Woods slá metið hans? „Ég veit það ekki, líklega,“ svaraði Jack Nicklaus en hélt síðan áfram. „Ég vil ekki gera lítið út Tiger af því ég veit hvað hann hefur lagt mikið á sig og hversu frábær hann hefur verið. Hann hefur gert frábæra hluti og það er enginn sem getur gagnrýnt hann þar. Það er erfitt að bæta þetta met. Það verður erfitt fyrir hann,“ sagði Jack Nicklaus. Tiger Woods kláraði tvo hringi á Opna breska og fór þá á 78 og 70 höggum eða samtals sex höggum yfir pari. Hann var heilum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Nicklaus grunar að Tiger hafi ekki liðið vel um helgina. „Þú mætir á Opna mótið, síðasta risamótið á árinu, og hefur ekki spilað mikið golf að undanförnu. Þú ert ekki undirbúinn,“ sagði Nicklaus. „Það er ekki Tiger. Hann hlýtur að finna til. Þegar hann finnur til þá hlýtur það að hafa áhrif á sveifluna hans og það mun hafa áhrif á hann andlega. Þess vegna var hann í vandræðum,“ sagði Nicklaus. „Það sem hann gerir í golfinu í framtíðinni er þannig séð ekki mikilvægt. Það er mikilvægara að hann haldi heilsu og geti notið þess að spila golf,“ sagði Nicklaus.
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira