Enski boltinn

Sjáðu brotið sem gerði alla Liverpool menn brjálaða í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yasser Larouci liggur hér sárþjáður í grasinu.
Yasser Larouci liggur hér sárþjáður í grasinu. Getty/Matthew Ashton
Liverpool mönnum var heitt í hamsi eftir svokallaðan vináttuleik á móti spænska liðinu Sevilla í Bandaríkjunum í nótt og það var ekki út af því að þeir voru tapsárir.

Ruddabrot Joris Gnagnon, leikmanns Sevilla, setti mjög ljótan svip á leikinn á Fenway Park í Boston.

Joris Gnagnon sparkaði þá gróflega niður hinn átján ára gamla Yasser Larouci þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Sevilla vann leikinn á endanum 2-1.

Yasser Larouci hefur verið að standa sig vel í vinstri bakvarðarstöðunni á undirbúningstímabilinu en hann átti sér einkis ills von þegar Joris Gnagnon þrumaði hann niður eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.



Klippa: Brotið á Yasser Larouci


Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ósáttur í viðtölum eftir leikinn og sömuleiðis James Milner. Joris Gnagnon baðst afsökunar á hegðun sinni en það breytir því ekki að hann hefði getað stórslasað Yasser Larouci.

Virgil van Dijk gekk á umræddan Joris Gnagnon strax eftir leik og heimtaði afsökunarbeiðni og stuttu síðar bættust þeir Jordan Henderson og Andy Robertson í hópinn eins og sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×