Búast má við að breska ríkisstjórnin tilkynni í dag næstu skref varðandi yfirtöku breska herskipsins Stena Imperio, sem Íranir hertóku á föstudag.
Bretar segja Írana hafa brotið alþjóðalög með yfirtöku skipsins og að skipið hafi verið í lögsögu Óman þegar yfirtakan átti sér stað.
Philip Hammond, fjármálaráðherra Breta, sagði í gær að leitað yrði allra diplómatískra leiða til þess að laga ástandið en óljóst væri hvaða leiðir væri hægt að fara þar sem Íran sætti nú þegar ýmsum viðurlögum.

