Elsta málið er átta ára gamalt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júlí 2019 06:00 Rúmlega fjórðungur allra opinna mála hjá embættinu er skráður í bið. Um 6.300 mál bíða afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hafa ekki verið fleiri. Um er að ræða mál sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu og bíða þess að tekin verði afstaða til þess hvort ákært verður eða mál fellt niður. Fréttablaðið fjallaði síðast um málahalann hjá sviðinu í febrúar í fyrra. Þá voru málin 4.000 og sagði Hulda Elsa það fleiri mál en sviðið ætti að venjast en yfirleitt væru um tvö til þrjú þúsund mál til meðferðar þar. Töluverð hreyfing var á starfsfólki innan réttarvörslukerfisins á árunum 2017 og 2018 sem hafði mikil áhrif á ákærusvið embættisins. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um orsakir málahalans. „Tíu ákærendur hættu eða fóru í tímabundin leyfi. Nokkrir fengu stöðu hjá héraðssaksóknara og ríkissaksóknara,“ segir í svarinu. Sviðið sé hins vegar fullmannað í dag og auk þess hafi verið unnið að styrkingu þess á fleiri sviðum. Skráningarkerfið LÖKE hefur til dæmis verið þróað áfram með það að markmiði að kerfið nýtist ákærusviðinu betur. Starfsmenn sviðsins geta nú haft fulla yfirsýn yfir öll mál, hver þeirra hafa legið óhreyfð, hve mörg mál eru á borði hvers og eins ákæranda, hve mörg mál eru á hvaða stigi í ferlinu og svo framvegis,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs. Hún segir kerfið láta ákæranda vita þegar úrskurður um gæsluvarðhald og farbann er að renna út og fyrirhugað sé að bæta kerfið þannig að ákærandi fái tilkynningu um mál sem eru að fyrnast. Elsta málið sem bíður ákvörðunar um ákæru er átta ára gamalt, eða frá árinu 2011. Beðið er gagna í því máli.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðsetur á Hverfisgötu. Fréttablaðið/GVAYfir helmingur þeirra 6.300 mála, sem bíða afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (57 prósent), varðar meint umferðarlagabrot. Önnur mál sem bíða afgreiðslu varða hegningarlagabrot (35 prósent) og sérrefsilagabrot (26 prósent). Til sérrefsilega heyra til dæmis fíkniefnalöggjöfin og vopnalög. Hluti málanna varðar meint brot á fleiri en einu sviði. Þannig kann að vera að í einu og sama málinu sé grunur um allt í senn; umferðarlagabrot, sérrefsilagabrot og hegningarlagabrot. Sviðið er nú fullmannað en mikil starfsmannavelta og mannekla á undanförnum árum er hluti þessa mikla álags. Aðeins fjórtán lögfræðingar voru starfandi á sviðinu þegar Fréttablaðið birti síðast frétt af málahalanum í febrúar 2018 en eiga að vera 18 þegar sviðið er fullmannað. Það er einnig mat lögreglunnar að málum sem koma inn á borð lögreglunnar sé að fjölga. Þau mál sem eru til meðferðar hjá ákærusviði eru um það bil 40 prósent allra mála sem eru til meðferðar á ýmsum sviðum embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þann 8. júlí, þegar unnið var að svari við fyrirspurn blaðsins voru opin mál hjá embættinu alls 15.562. Yfir 85 prósent þeirra eru frá árunum 2018 og 2019. Um fjórtán prósent málanna eru eldri. Auk mála hjá ákærusviði er hátt á annað þúsund mála til rannsóknar hjá rannsóknardeildum embættisins. Flest hinna opnu mála eru hins vegar til afgreiðslu hjá þjónustudeild embættisins en þar eru bæði mál sem á eftir að senda áfram til annarra deilda eða sviða eða mál sem bíða gagna. Langflest þessara mála (93%) eru umferðarlagabrot sem eru yfir tíu þúsund. Afgreiðsla þeirra getur verið margvísleg. Í stórum hluta þeirra er beðið gagna svo sem niðurstaðna frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum en einnig er um að ræða ógreiddar umferðarsektir. Hegningarlagabrot til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru 4.504 og sérrefsilagabrot 2.402. Rúmlega fjórðungur allra opinna mála hjá embættinu er skráður í bið en þá er í flestum tilvikum um að ræða mál þar sem beðið er gagna annars staðar frá eða þess er beðið að sakborningur komi til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira
Um 6.300 mál bíða afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hafa ekki verið fleiri. Um er að ræða mál sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu og bíða þess að tekin verði afstaða til þess hvort ákært verður eða mál fellt niður. Fréttablaðið fjallaði síðast um málahalann hjá sviðinu í febrúar í fyrra. Þá voru málin 4.000 og sagði Hulda Elsa það fleiri mál en sviðið ætti að venjast en yfirleitt væru um tvö til þrjú þúsund mál til meðferðar þar. Töluverð hreyfing var á starfsfólki innan réttarvörslukerfisins á árunum 2017 og 2018 sem hafði mikil áhrif á ákærusvið embættisins. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um orsakir málahalans. „Tíu ákærendur hættu eða fóru í tímabundin leyfi. Nokkrir fengu stöðu hjá héraðssaksóknara og ríkissaksóknara,“ segir í svarinu. Sviðið sé hins vegar fullmannað í dag og auk þess hafi verið unnið að styrkingu þess á fleiri sviðum. Skráningarkerfið LÖKE hefur til dæmis verið þróað áfram með það að markmiði að kerfið nýtist ákærusviðinu betur. Starfsmenn sviðsins geta nú haft fulla yfirsýn yfir öll mál, hver þeirra hafa legið óhreyfð, hve mörg mál eru á borði hvers og eins ákæranda, hve mörg mál eru á hvaða stigi í ferlinu og svo framvegis,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs. Hún segir kerfið láta ákæranda vita þegar úrskurður um gæsluvarðhald og farbann er að renna út og fyrirhugað sé að bæta kerfið þannig að ákærandi fái tilkynningu um mál sem eru að fyrnast. Elsta málið sem bíður ákvörðunar um ákæru er átta ára gamalt, eða frá árinu 2011. Beðið er gagna í því máli.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðsetur á Hverfisgötu. Fréttablaðið/GVAYfir helmingur þeirra 6.300 mála, sem bíða afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (57 prósent), varðar meint umferðarlagabrot. Önnur mál sem bíða afgreiðslu varða hegningarlagabrot (35 prósent) og sérrefsilagabrot (26 prósent). Til sérrefsilega heyra til dæmis fíkniefnalöggjöfin og vopnalög. Hluti málanna varðar meint brot á fleiri en einu sviði. Þannig kann að vera að í einu og sama málinu sé grunur um allt í senn; umferðarlagabrot, sérrefsilagabrot og hegningarlagabrot. Sviðið er nú fullmannað en mikil starfsmannavelta og mannekla á undanförnum árum er hluti þessa mikla álags. Aðeins fjórtán lögfræðingar voru starfandi á sviðinu þegar Fréttablaðið birti síðast frétt af málahalanum í febrúar 2018 en eiga að vera 18 þegar sviðið er fullmannað. Það er einnig mat lögreglunnar að málum sem koma inn á borð lögreglunnar sé að fjölga. Þau mál sem eru til meðferðar hjá ákærusviði eru um það bil 40 prósent allra mála sem eru til meðferðar á ýmsum sviðum embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þann 8. júlí, þegar unnið var að svari við fyrirspurn blaðsins voru opin mál hjá embættinu alls 15.562. Yfir 85 prósent þeirra eru frá árunum 2018 og 2019. Um fjórtán prósent málanna eru eldri. Auk mála hjá ákærusviði er hátt á annað þúsund mála til rannsóknar hjá rannsóknardeildum embættisins. Flest hinna opnu mála eru hins vegar til afgreiðslu hjá þjónustudeild embættisins en þar eru bæði mál sem á eftir að senda áfram til annarra deilda eða sviða eða mál sem bíða gagna. Langflest þessara mála (93%) eru umferðarlagabrot sem eru yfir tíu þúsund. Afgreiðsla þeirra getur verið margvísleg. Í stórum hluta þeirra er beðið gagna svo sem niðurstaðna frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum en einnig er um að ræða ógreiddar umferðarsektir. Hegningarlagabrot til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru 4.504 og sérrefsilagabrot 2.402. Rúmlega fjórðungur allra opinna mála hjá embættinu er skráður í bið en þá er í flestum tilvikum um að ræða mál þar sem beðið er gagna annars staðar frá eða þess er beðið að sakborningur komi til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Sjá meira