Ísland með eitt öflugasta leikskólakerfið í Evrópu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 20:15 Umgjörð leikskólakerfis á Íslandi er ein sú öflugasta í Evrópu en Ísland er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla öll gæðaviðmið um skipulag og umgjörð í leikskólastarfi samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar segir aðþennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir uppbyggingu leikskólastarfs hér forðum. Rannsóknin er á vegum Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, en leikskólastarf í 38 löndum Evrópu var skoðað og borið ítarlega saman. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu en það sem rannsóknin skoðar er lagaleg umgjörð leikskólakerfisins. Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi. „Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi. Umgjörð og lagalegt skipulag er með allra besta móti,“ sagði Hulda Herjolfsdottir Skogland, sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Aðspurð hvort að langir biðlistar eftir leikskólaplássi, sér í lagi í Reykjavík, hafi engin áhrif á niðurstöðuna segir hún að svo sé ekki. „Að vísu er það þannig að í reynd eru lang flest tveggja ára börn komin með tilboð um leikskólapláss, það eru svona plús mínus einhverjir mánuðir og það þykir gott, en að öðru leyti er rannsóknin fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi,“ sagði Hulda. Þó Ísland skori hátt í rannsókninni sé margt sem betur megi fara. Meðal annars vanti hér á landi lagalega tryggingu fyrir leikskólaplássi að mati Huldu. Hún segir þennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir og byggðu upp leikskólastarfið á sínum tíma. „Þetta er ekki svona alls staðar og þó að lengi megi gott bæta þá sé allavegana umgjörðin mjög öflug,“ sagði Hulda. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu.vísir/vilhelm Skóla - og menntamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Umgjörð leikskólakerfis á Íslandi er ein sú öflugasta í Evrópu en Ísland er eitt níu Evrópuríkja sem uppfylla öll gæðaviðmið um skipulag og umgjörð í leikskólastarfi samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingur á greiningarsviði Menntamálastofnunar segir aðþennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir uppbyggingu leikskólastarfs hér forðum. Rannsóknin er á vegum Eurydice, samstarfsvettvangs Evrópuþjóða á sviði menntamála, en leikskólastarf í 38 löndum Evrópu var skoðað og borið ítarlega saman. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu en það sem rannsóknin skoðar er lagaleg umgjörð leikskólakerfisins. Sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálstofnunar segir að í rannsókninni sé meðal annars litið til niðurgreiðslu leikskólagjalda og menntunarkrafna leikskólakennara, en Ísland er eitt þriggja Evrópuríkja sem gerir kröfur um leikskólakennararéttindi á meistarastigi. „Það eru þá helst hinar ríku menntunarkröfur semgerðar eru til starfsfólks á Íslandi. Svo er námskrá í gildi fyrir öll árin á leikskólastigi. Umgjörð og lagalegt skipulag er með allra besta móti,“ sagði Hulda Herjolfsdottir Skogland, sérfræðingur í alþjóðlegum rannsóknum á greiningarsviði Menntamálastofnunar. Aðspurð hvort að langir biðlistar eftir leikskólaplássi, sér í lagi í Reykjavík, hafi engin áhrif á niðurstöðuna segir hún að svo sé ekki. „Að vísu er það þannig að í reynd eru lang flest tveggja ára börn komin með tilboð um leikskólapláss, það eru svona plús mínus einhverjir mánuðir og það þykir gott, en að öðru leyti er rannsóknin fyrst og fremsta að skoða hina formlegu umgjörð og hún þykir sérlega góð hér á landi,“ sagði Hulda. Þó Ísland skori hátt í rannsókninni sé margt sem betur megi fara. Meðal annars vanti hér á landi lagalega tryggingu fyrir leikskólaplássi að mati Huldu. Hún segir þennan góða árangur megi rekja til þeirra sem börðust fyrir og byggðu upp leikskólastarfið á sínum tíma. „Þetta er ekki svona alls staðar og þó að lengi megi gott bæta þá sé allavegana umgjörðin mjög öflug,“ sagði Hulda. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að umgjörð leikskólakerfisins hér á landi er talin ein sú besta í Evrópu.vísir/vilhelm
Skóla - og menntamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira