Jafnvægi milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 19:15 Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Málið snúist um jafnvægi á milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt einstaklinga en hún telur eðlilegt að viðskiptafrelsi lúti takmörkunum. Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málefnið hafa verið í töluverðri skoðun en þar sem það heyri undir mörg ráðuneyti sé nálgunin ólík. „Þessi ráðuneyti hafa ólíka nálgun á þetta en það sem við erum að draga út þeirri vinnu sem við höfum unnið er að það er hægt án þess að trufla skuldbindingar okkar innan EES samningsins að setja takmarkanir á landakaup og jarðarkaup,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir önnur EES ríki hafa sett slíkar takmarkanir en nálgunin sé ólík milli ríkja. Ýmsar tillögur séu á lofti allt frá búsetuskyldu til forkaupsréttar. „Það er hægt að skoða einhvers konar ákvæði um heimilisfesti þeirra sem eru að kaupa jarðir, það er hægt að skoða nýtingartakmarkanir þeas hvernig eigi að nýta slíkt land og forkaupsrétt,“ sagði Katrín. Hvað eignarrétt manna varðar segir hún að málið snúist um jafnvægi milli stjórnarskrárvarinnar eignaréttar og almannahagsmuna. „Og við verðum að hafa þau leiðarljós samhliða því að við verðum auðvitað að finna jafnvægi þess að gæta almannahagsmuna og tryggja þann eignarrétt sem tryggður er í stjórnarskrá,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort ekki sé varhugavert að grípa svona inn í viðskiptafrelsi segir hún að svo sé ekki. „Ég held að við grípum inn í viðskiptafrelsi manna á hverjum degi með þeim reglum sem við höfum sett um fjármálakerfið okkar, með þeim reglum sem við setjum um neytendavernd og annað slíkt. Viðskiptafrelsi að sjálfsögðu lýtur sínum takmörkunum eins og annað frelsi,“ sagði Katrín. Alþingi Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Málið snúist um jafnvægi á milli þess að gæta almannahagsmuna og tryggja eignarétt einstaklinga en hún telur eðlilegt að viðskiptafrelsi lúti takmörkunum. Forsætisráðherra segir að pólitískur vilji sé hér á landi til að herða löggjöf um jarðarkaup auðmanna á Íslandi. Hún segir málefnið hafa verið í töluverðri skoðun en þar sem það heyri undir mörg ráðuneyti sé nálgunin ólík. „Þessi ráðuneyti hafa ólíka nálgun á þetta en það sem við erum að draga út þeirri vinnu sem við höfum unnið er að það er hægt án þess að trufla skuldbindingar okkar innan EES samningsins að setja takmarkanir á landakaup og jarðarkaup,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir önnur EES ríki hafa sett slíkar takmarkanir en nálgunin sé ólík milli ríkja. Ýmsar tillögur séu á lofti allt frá búsetuskyldu til forkaupsréttar. „Það er hægt að skoða einhvers konar ákvæði um heimilisfesti þeirra sem eru að kaupa jarðir, það er hægt að skoða nýtingartakmarkanir þeas hvernig eigi að nýta slíkt land og forkaupsrétt,“ sagði Katrín. Hvað eignarrétt manna varðar segir hún að málið snúist um jafnvægi milli stjórnarskrárvarinnar eignaréttar og almannahagsmuna. „Og við verðum að hafa þau leiðarljós samhliða því að við verðum auðvitað að finna jafnvægi þess að gæta almannahagsmuna og tryggja þann eignarrétt sem tryggður er í stjórnarskrá,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort ekki sé varhugavert að grípa svona inn í viðskiptafrelsi segir hún að svo sé ekki. „Ég held að við grípum inn í viðskiptafrelsi manna á hverjum degi með þeim reglum sem við höfum sett um fjármálakerfið okkar, með þeim reglum sem við setjum um neytendavernd og annað slíkt. Viðskiptafrelsi að sjálfsögðu lýtur sínum takmörkunum eins og annað frelsi,“ sagði Katrín.
Alþingi Tengdar fréttir Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30 Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Segir að stýra þurfi því hvernig landið er nýtt Forsætisráðherra segir það stórt hagsmunamál almennings að löggjöf verði hert um jarðarkaup auðmanna á Íslandi 21. júlí 2019 12:30
Búið að fela sérfræðingi að gera lagabreytingatillögur um stórtæk jarðakaup Katrín Jakobsdóttir segir breiðan pólitískan vilja hér á landi til að herða löggjöf um jarðakaup auðmanna á Íslandi. 17. júlí 2019 18:51