Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Sighvatur Jónsson skrifar 20. júlí 2019 22:00 Skjáskot úr frétt Það er hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál, segir biskup í Jerúsalem. Hann segir skiptingu Jerúsalem-borgar lykilinn að friði milli Ísraels og Palestínu. Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Á Skálholtshátíð ræðir hann meðal annars um hlutverk kirkjunnar í opinberri umræðu. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. „Það er hlutverk okkar að tengja stjórnmál við boðun fagnaðarerindisins. Oft og tíðum skortir stjórnmálin gildismat og mannkynið nýtur ekki góðs af stjórnmálastarfi heldur starfa stjórnmálamenn í eigin þágu. Það er ekki rétt. Ef kirkjan þegir um þessi mál skapar það hættu. Þar að auki er það hlutverk kirkjunnar að tala um jafnrétti kynjanna,“ segir Younan. Munib Younan hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í jafnréttismálum. Hann segir það til marks um góða stöðu mála að biskup Íslands er kona. Biskupinn hvetur til friðar milli Ísraels og Palestínu. Hann segir fæðingarborg sína Jerúsalem vera mikilvæga í því sambandi. „Það á að skipta Jerúsalem jafnt á milli þriggja trúarbragða og tveggja þjóða, þ.e.a.s gyðingdóms, kristnidóms og íslam. Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þetta þýðir líka að við viðurkennum að Vestur-Jerúsalem skuli vera höfuðborg Ísraelsríkis en Austur-Jerúsalem með landamærunum frá 1967 skuli einnig vera höfuðborg Palestínuríkis. Fólkið okkar í Palestínu er langþreytt á striði, uppreisn, átökum og daglegum morðum. Við viljum að manneskjan fái lifað með reisn. Það er markmið okkar í kirkjunni,“ segir Younan. Ísrael Palestína Trúmál Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Það er hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál, segir biskup í Jerúsalem. Hann segir skiptingu Jerúsalem-borgar lykilinn að friði milli Ísraels og Palestínu. Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Á Skálholtshátíð ræðir hann meðal annars um hlutverk kirkjunnar í opinberri umræðu. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. „Það er hlutverk okkar að tengja stjórnmál við boðun fagnaðarerindisins. Oft og tíðum skortir stjórnmálin gildismat og mannkynið nýtur ekki góðs af stjórnmálastarfi heldur starfa stjórnmálamenn í eigin þágu. Það er ekki rétt. Ef kirkjan þegir um þessi mál skapar það hættu. Þar að auki er það hlutverk kirkjunnar að tala um jafnrétti kynjanna,“ segir Younan. Munib Younan hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í jafnréttismálum. Hann segir það til marks um góða stöðu mála að biskup Íslands er kona. Biskupinn hvetur til friðar milli Ísraels og Palestínu. Hann segir fæðingarborg sína Jerúsalem vera mikilvæga í því sambandi. „Það á að skipta Jerúsalem jafnt á milli þriggja trúarbragða og tveggja þjóða, þ.e.a.s gyðingdóms, kristnidóms og íslam. Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þetta þýðir líka að við viðurkennum að Vestur-Jerúsalem skuli vera höfuðborg Ísraelsríkis en Austur-Jerúsalem með landamærunum frá 1967 skuli einnig vera höfuðborg Palestínuríkis. Fólkið okkar í Palestínu er langþreytt á striði, uppreisn, átökum og daglegum morðum. Við viljum að manneskjan fái lifað með reisn. Það er markmið okkar í kirkjunni,“ segir Younan.
Ísrael Palestína Trúmál Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00
Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51