Enski boltinn

Tyrkneskur miðjumaður í Villa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mahmoud Hassan
Mahmoud Hassan vísir/getty
Aston Villa heldur áfram að styrkja sig fyrir tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur samþykkt að borga 8,5 milljónir punda fyrir egypska miðjumanninn Mahmoud Hassan.

Egypski landsliðsmaðurinn gengur undir nafninu Trezeguet og er hann á leið til Englands til þess að gangast undir læknisskoðun.

Samkvæmt frétt Sky Sports gæti verðir hækkað eftir því hvernig Trezeguet stendur sig hjá Aston Villa.

Trezeguet er 24 ára og hefur verið á mála hjá tyrkneska liðinu Kasimpasa síðasta árið.

Þá er Aston Villa komið vel á veg á að fá Douglas Luiz frá Manchester City.

Villa, sem verður nýliði í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, hefur látið fyrir sér fara á félagsskiptamarkaðnum og hefur fengið til sín leikmenn fyrir í kringum 100 milljónir punda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×