Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele hefur leikið á fjórum höggum undir pari í dag og farið upp um tólf sæti. Hann hefur haldið uppteknum hætti frá því í gær þegar hann lék á sex höggum undir pari. Schauffele er samtals á sjö höggum undir pari.
.@XSchauffele made the turn at -4 for the day and he didn't slow down at 10 #TheOpen
Live coveragehttps://t.co/V5gkRJCUkCpic.twitter.com/w0yhjRjcD1
— The Open (@TheOpen) July 20, 2019
Englendingurinn Danny Willett hefur leikið manna best í dag, á fimm höggum undir pari. Hann er sem stendur í 9. sæti á sex höggum undir pari.
Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler og Svíinn Henrik Stenson hafa báðir leikið á þremur höggum undir pari í dag og farið upp um níu sæti.
Sigurvegarinn frá því í fyrra, Francesco Molinari, hefur lokið leik á þriðja hringnum. Ítalinn lék á einu höggi yfir pari í dag og er í 54. sæti.
Efstu menn eru nýbyrjaðir á þriðja hringnum. Þegar þetta er skrifað eru Englendingurinn Lee Westwood og Bandaríkjamaðurinn JB Holmes efstir og jafnir á samtals tíu höggum undir pari. Westwood hefur fengið þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum á þriðja hringnum.
@WestwoodLee is red hot. He ties the lead with three birdies in a row #TheOpen
Live coveragehttps://t.co/V5gkRJCUkCpic.twitter.com/F1Q4hdUgRX
— The Open (@TheOpen) July 20, 2019
Bein útsending frá Opna breska stendur nú yfir á Stöð 2 Golf.