Vá sögð fyrir dyrum með íslenskt mál: Straujárn orðið að strauara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2019 12:30 Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri Árborgar tekur á móti bókargjöf fyrir hönd leikskóla sveitarfélagsins. Með þeim á myndinni eru Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Anna Ingadóttir, deildarstjóri skólaþjónustu Árborgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það er vá fyrir dyrum, segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur sem hefur áhyggjur af stöðu íslenskra tungu, sem er orðinn mjög enskumiðuð. Þá skilja börn ekki algengustu orðtök, straujárn er til dæmis orðið að strauara í málinu og þannig breytast íslenskan smátt og smátt. Allir leikskólar landsins hafa fengið eða munu fá á næstunni gefins námsefnið „Lærum og leikum með hljóðin“ en efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar. Það er Bryndís sem gefur efnið ásamt nokkrum öðrum aðilum, en það byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu hennar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla í rúmlega þrjátíu ár. Alls eru 270 leikskólar sem fá gjöfina. „Þarna er verið að kenna börnum íslensku málhljóðin í sömu röð og börn tileinka sér hljóðin í máltökunni, og það er bætt í orðaforða, setningar, töluvert unnið með það sem kallast hljóðkerfisvitund og hljóðkerfisþættir, það eru allt þættir, sem hafa áhrif og undirbúa læsi,“ segir Bryndís. En hefur Bryndís áhyggjur af stöðu íslenskra tungu og hvernig málfar og orðanotkun er smátt og smátt að breytast? „Já, það er vá fyrir dyrum, hins vegar hef ég trú á börnum, börn eru ótrúlega hæfileikarík og hafa snilldar gáfu en við þurfum að gefa þeim betra tækifæri og við þurfum að örva málþroska betur og meira. Íslenskan er orðin mjög enskuskotinn, börn skilja ekki orðið algengustu orðtök, skilja ekki orð sem okkur þykja vera mjög auðskilin og íslenskan er að breytast mjög mikið, straujárn er orðið strauari. Þetta erum við að finna á hverjum degi, við sem störfum í faginu,“ segir Bryndís enn fremur. Árborg Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Það er vá fyrir dyrum, segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur sem hefur áhyggjur af stöðu íslenskra tungu, sem er orðinn mjög enskumiðuð. Þá skilja börn ekki algengustu orðtök, straujárn er til dæmis orðið að strauara í málinu og þannig breytast íslenskan smátt og smátt. Allir leikskólar landsins hafa fengið eða munu fá á næstunni gefins námsefnið „Lærum og leikum með hljóðin“ en efnið hefur hlotið ýmsar viðurkenningar. Það er Bryndís sem gefur efnið ásamt nokkrum öðrum aðilum, en það byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu hennar af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla í rúmlega þrjátíu ár. Alls eru 270 leikskólar sem fá gjöfina. „Þarna er verið að kenna börnum íslensku málhljóðin í sömu röð og börn tileinka sér hljóðin í máltökunni, og það er bætt í orðaforða, setningar, töluvert unnið með það sem kallast hljóðkerfisvitund og hljóðkerfisþættir, það eru allt þættir, sem hafa áhrif og undirbúa læsi,“ segir Bryndís. En hefur Bryndís áhyggjur af stöðu íslenskra tungu og hvernig málfar og orðanotkun er smátt og smátt að breytast? „Já, það er vá fyrir dyrum, hins vegar hef ég trú á börnum, börn eru ótrúlega hæfileikarík og hafa snilldar gáfu en við þurfum að gefa þeim betra tækifæri og við þurfum að örva málþroska betur og meira. Íslenskan er orðin mjög enskuskotinn, börn skilja ekki orðið algengustu orðtök, skilja ekki orð sem okkur þykja vera mjög auðskilin og íslenskan er að breytast mjög mikið, straujárn er orðið strauari. Þetta erum við að finna á hverjum degi, við sem störfum í faginu,“ segir Bryndís enn fremur.
Árborg Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira