Lífskjaraflótti Óttar Guðmundsson skrifar 20. júlí 2019 08:00 Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár eru 47.278 Íslendingar búsettir erlendis. Þetta er um 15% þjóðarinnar sem er gríðarlega hátt hlutfall fyrir svo fámenna þjóð. Fjölmargir til viðbótar dveljast erlendis yfir vetrartímann. Flestir eru svokallaðir lífskjaraflóttamenn sem leita til útlanda til að bæta kjör sín og lífsafkomu. Fjölmiðlar hafa dálæti á þessum brottfluttu Íslendingum. Reglulega birtast viðtöl við öryrkja og ellilífeyrisþega og aðra sem segjast lifa ágætu lífi erlendis en vart skrimta af sama fé á Íslandi. Þetta fólk fer hörðum orðum um vaxtastig, verðlag og efnahagslegan óstöðugleika á Íslandi. Það vekur athygli að langflestir lífskjaraflóttamenn flytjast til landa ESB og Noregs þar sem velsæld virðist mest í heiminum. Á sama tíma er rekinn gegndarlaus áróður gegn ESB. Margir málsmetandi stjórnmálamenn finna ESB allt til foráttu og vilja slíta öllu Evrópusamstarfi. Það hlýtur að vera markmið allra að lífskjör á Íslandi séu sambærileg við það besta í Evrópu. Þegar gamlir taglhnýtingar Sovétríkjanna fengu sjálfstæði eftir lok kalda stríðsins 1990 flýttu menn sér að ganga í ESB til að bæta lífskjör almennings og koma í veg fyrir fólksflótta. Íslenskir stjórnmálamenn virðast hins vegar einir telja að lífskjörin muni batna ef þeir segja skilið við evrópska efnahagssvæðið. Í gamla Austur-Þýskalandi var talað um að fólk kysi með fótunum. Lýsti yfir stuðningi við stjórnvöld en flýði svo til vesturs þegar tækifæri gæfist. Sama er uppi á teningnum hérlendis. Íslenskir stjórnmálamenn eru kokhraustir og bölva ESB af öllum kröftum meðan þjóðin kýs með fótunum og velur að búa í löndum ESB um lengri og skemmri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár eru 47.278 Íslendingar búsettir erlendis. Þetta er um 15% þjóðarinnar sem er gríðarlega hátt hlutfall fyrir svo fámenna þjóð. Fjölmargir til viðbótar dveljast erlendis yfir vetrartímann. Flestir eru svokallaðir lífskjaraflóttamenn sem leita til útlanda til að bæta kjör sín og lífsafkomu. Fjölmiðlar hafa dálæti á þessum brottfluttu Íslendingum. Reglulega birtast viðtöl við öryrkja og ellilífeyrisþega og aðra sem segjast lifa ágætu lífi erlendis en vart skrimta af sama fé á Íslandi. Þetta fólk fer hörðum orðum um vaxtastig, verðlag og efnahagslegan óstöðugleika á Íslandi. Það vekur athygli að langflestir lífskjaraflóttamenn flytjast til landa ESB og Noregs þar sem velsæld virðist mest í heiminum. Á sama tíma er rekinn gegndarlaus áróður gegn ESB. Margir málsmetandi stjórnmálamenn finna ESB allt til foráttu og vilja slíta öllu Evrópusamstarfi. Það hlýtur að vera markmið allra að lífskjör á Íslandi séu sambærileg við það besta í Evrópu. Þegar gamlir taglhnýtingar Sovétríkjanna fengu sjálfstæði eftir lok kalda stríðsins 1990 flýttu menn sér að ganga í ESB til að bæta lífskjör almennings og koma í veg fyrir fólksflótta. Íslenskir stjórnmálamenn virðast hins vegar einir telja að lífskjörin muni batna ef þeir segja skilið við evrópska efnahagssvæðið. Í gamla Austur-Þýskalandi var talað um að fólk kysi með fótunum. Lýsti yfir stuðningi við stjórnvöld en flýði svo til vesturs þegar tækifæri gæfist. Sama er uppi á teningnum hérlendis. Íslenskir stjórnmálamenn eru kokhraustir og bölva ESB af öllum kröftum meðan þjóðin kýs með fótunum og velur að búa í löndum ESB um lengri og skemmri tíma.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar