Kastast í kekki á milli Japans og Suður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2019 07:30 Utanríkisráðherrann og sendiherrann funduðu í gær. Nordicphotos/AFP Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherrann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður-Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurðaði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undirritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að samþykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhugaði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkjum þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður-Kórea hefði nú þegar lagt fram tillögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður-Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðarlega ósvífið að leggja fram slíka tillögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stendur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útflutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höfuðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráðið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauðungarvinnu í síðari heimsstyrjöld. Birtist í Fréttablaðinu Japan Suður-Kórea Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Mikið ósætti er á milli Japans og Suður-Kóreu vegna úrskurðar um bætur fyrir nauðungarvinnu síðustu aldar. Utanríkisráðherra Japans skammaði suðurkóreska sendiherrann. Karlmaður stytti sér aldur í mótmælaskyni. Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, kallaði sendiherra Suður-Kóreu á fund til sín í gær. Þar húðskammaði Japaninn sendiherrann Nam Gwan-pyo fyrir að Suður-Kórea hafi ekki samþykkt kröfu Japana um að þriðji aðili dæmdi í áratugagamalli deilu ríkjanna. Málið snýst um bætur fyrir þá Kóreumenn sem voru látnir vinna nauðungarvinnu þegar Japan hélt Kóreuskaganum frá 1910 til 1945. Suðurkóreskur dómstóll úrskurðaði svo á síðasta ári að tvö japönsk fyrirtæki þyrftu að greiða bætur en Japansstjórn lítur svo á að málið hafi verið til lykta leitt með undirritun sáttmála árið 1965 Að sögn Kono höfðu Japanar gefið Suður-Kóreumönnum frest til fimmtudagsins til þess að samþykkja kröfuna. Reuters greindi frá því á fimmtudaginn að Japan íhugaði að leita til Alþjóðadómstólsins og ekki lítur út fyrir að ríkin muni útkljá málið án aðstoðar. Sagði Kono að Suður-Kórea ætti að leiðrétta úrskurð dómstólsins hið fyrsta. „Það sem suðurkóresk stjórnvöld gera nú er í raun að grafa undan stoðum alþjóðasamfélagsins eins og það hefur verið frá lokum síðari heimsstyrjaldar.“ Nam svaraði fyrir ríki sitt og sagði Suður-Kóreu vinna nótt sem nýtan dag að því að skapa umhverfi þar sem hægt væri að útkljá mál sem þessi á þann hátt sem báðum ríkjum þætti þóknanlegur og myndi ekki skaða tengsl ríkjanna. Suður-Kórea hefði nú þegar lagt fram tillögur um hvernig hægt væri að ná sáttum. „Heyrðu mig nú,“ sagði Kono þá. „Við höfum nú þegar sagt Suður-Kóreumönnum að tillaga þeirra sé algjörlega óásættanleg. Hún myndi ekki laga ástandið þar sem brotið er gegn alþjóðalögum. Það er gríðarlega ósvífið að leggja fram slíka tillögu á ný og þykjast ekki vita það,“ sagði ráðherrann en hvorugur mannanna greindi frá því hvað fólst í tillögunni. Á sama tíma og þessi deila stendur sem hæst hefur Japan þrengt reglur um útflutning á vörum til Suður-Kóreu. Stjórnvöld í Japan segja málin ótengd en þau hafa reitt marga Suður-Kóreumenn til reiði. Þannig greindi Reuters frá því í gær að verslunareigendur hefðu fjarlægt allar japanskar vörur úr hillum sínum og slökkviliðið í höfuðborginni Seúl sagði frá því að 78 ára gamall karlmaður hefði lagt bíl sínum fyrir utan japanska sendiráðið í gær og kveikt í bílnum meðan hann sat í honum. Karlmaðurinn lést af sárum sínum en greint hefur verið frá því að faðir hans var einn þeirra sem var látinn vinna nauðungarvinnu í síðari heimsstyrjöld.
Birtist í Fréttablaðinu Japan Suður-Kórea Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira