Eru ennþá að „berjast“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2019 13:00 Stuðningsmenn Trabzonspor mættu í æfingabúðir í liðsins í Austurríki og sýndu leikmönnum stuðning með því að kveikja á blysum í litum félagsins. Getty/Selcuk Kilic Það eru liðin átta ár síðan og átta sinnum hafa nýir tyrkneskir meistarar verið krýndir. Trabzonspor er samt ekki ennþá búið að gefast upp í „baráttunni“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Alþjóðaíþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport - CAS) hefur nú vísað frá áfrýjun Trabzonspor sem vill að titillinn verði tekinn af Fenerbahce. Tyrkneska deildin var æsispennandi tímabilið 2010-11 og endaði á því að Fenerbahce hafði betur en Trabzonspor á markamun. Markatala Fenerbahce var 84-34 (+50) en markatala Trabzonspor „aðeins“ 69-23 (+46).Fenerbahce are still the 2010/11 Turkish Super Lig champions despite Trabzonspor's best efforts. https://t.co/Wce2LCvtqk — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 30, 2019Ástæðan fyrir því að þetta mál er enn á ferðinni í dómsölum er að yfirmenn hjá Fenerbahce voru á þessum tíma flæktir inn í hneykslismál vegna hagræðingu úrslita. Þar á meðal var forseti félagsins Aziz Yildirim. Trabzonspor heldur því fram að Fenerbahce ætti að vera dæmt úr deildinni vegna þessa hneykslismáls og að Trabzonspor ætti jafnframt að fá titilinn. Alþjóðaíþróttadómstóllinn var ekki sammála því. Í úrskurði hans kemur fram að það séu engin lög sem heimili það að taka titilinn af Fenerbahce og gefa Trabzonspor. Forráðamönnum Trabzonspor tókst þannig ekki að koma með upplýsingar um lög hjá FIFA eða tyrkneska knattspyrnusambandinu sem myndu rökstyðja slíka ákvörðun. Trabzonspor kemur frá norður Tyrklandi en borgin er við Svartahaf. Fenerbahce er aftur á móti eitt af fimm liðum tyrknesku deildarinnar sem koma frá Istanbul. Trabzonspor hefur orðið sex sinnum tyrkneskur meistari en síðasti titill félagsins kom í hús árið 1984. Liðið endaði í 2. sæti 2011 og í þriðja sæti tímabilið á eftir en hefur síðan ekki verið meðal þriggja efstu liðanna. Fenerbahce varð einnig tyrkneskur meistari árið 2014 eftir að hafa endaði í öðru sætið 2012 og 2013. Liðið fékk einnig silfur 2015, 2016 og 2018 en hefur ekki unnið titilinn undanfarin fimm tímabil. Trabzonspor endaði í fjórða sæti í tyrknesku deildinni á síðustu leiktíð, tveimur sætum á undan Fenerbahce sem náði bara sjötta sæti. Galatasaray varð meistari annað árið í röð og Istanbul Basaksehir tók annað sætið. Fótbolti Tyrkland Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira
Það eru liðin átta ár síðan og átta sinnum hafa nýir tyrkneskir meistarar verið krýndir. Trabzonspor er samt ekki ennþá búið að gefast upp í „baráttunni“ um tyrkneska meistaratitilinn fyrir árið 2011 Alþjóðaíþróttadómstóllinn (Court of Arbitration for Sport - CAS) hefur nú vísað frá áfrýjun Trabzonspor sem vill að titillinn verði tekinn af Fenerbahce. Tyrkneska deildin var æsispennandi tímabilið 2010-11 og endaði á því að Fenerbahce hafði betur en Trabzonspor á markamun. Markatala Fenerbahce var 84-34 (+50) en markatala Trabzonspor „aðeins“ 69-23 (+46).Fenerbahce are still the 2010/11 Turkish Super Lig champions despite Trabzonspor's best efforts. https://t.co/Wce2LCvtqk — beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) July 30, 2019Ástæðan fyrir því að þetta mál er enn á ferðinni í dómsölum er að yfirmenn hjá Fenerbahce voru á þessum tíma flæktir inn í hneykslismál vegna hagræðingu úrslita. Þar á meðal var forseti félagsins Aziz Yildirim. Trabzonspor heldur því fram að Fenerbahce ætti að vera dæmt úr deildinni vegna þessa hneykslismáls og að Trabzonspor ætti jafnframt að fá titilinn. Alþjóðaíþróttadómstóllinn var ekki sammála því. Í úrskurði hans kemur fram að það séu engin lög sem heimili það að taka titilinn af Fenerbahce og gefa Trabzonspor. Forráðamönnum Trabzonspor tókst þannig ekki að koma með upplýsingar um lög hjá FIFA eða tyrkneska knattspyrnusambandinu sem myndu rökstyðja slíka ákvörðun. Trabzonspor kemur frá norður Tyrklandi en borgin er við Svartahaf. Fenerbahce er aftur á móti eitt af fimm liðum tyrknesku deildarinnar sem koma frá Istanbul. Trabzonspor hefur orðið sex sinnum tyrkneskur meistari en síðasti titill félagsins kom í hús árið 1984. Liðið endaði í 2. sæti 2011 og í þriðja sæti tímabilið á eftir en hefur síðan ekki verið meðal þriggja efstu liðanna. Fenerbahce varð einnig tyrkneskur meistari árið 2014 eftir að hafa endaði í öðru sætið 2012 og 2013. Liðið fékk einnig silfur 2015, 2016 og 2018 en hefur ekki unnið titilinn undanfarin fimm tímabil. Trabzonspor endaði í fjórða sæti í tyrknesku deildinni á síðustu leiktíð, tveimur sætum á undan Fenerbahce sem náði bara sjötta sæti. Galatasaray varð meistari annað árið í röð og Istanbul Basaksehir tók annað sætið.
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Sjá meira