Frétt fyrir rétt Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. júlí 2019 07:00 Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Málið er eitt af fjölmörgum úr ranni Seðlabankans undanfarið sem virðist ekki þola dagsljósið. Forsaga málsins er að í fyrra óskaði blaðamaður Fréttablaðsins eftir upplýsingum frá bankanum um samning sem Már Guðmundsson bankastjóri gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti dýrt nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu. Samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Verðmæti samningsins var hátt á annan tug milljóna, hefur blaðið eftir heimildum. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar um samninginn. Blaðamaðurinn sneri sér þá til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin úrskurðaði tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum starfslokasamning Ingibjargar. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum. Nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku og dómsmál gegn blaðamanni Fréttablaðsins verður þingfest eftir helgi. Þessi furðulega vegferð Seðlabanka Íslands, opinberrar stofnunar, er ekki einsdæmi. Leitun er að stofnun sem gerir blaðamönnum erfiðara fyrir að afla upplýsinga. Oft hefur þurft að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðu stofnana við að upplýsa um brýn mál. Fjölmiðlarnir þurfa svo að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem varða almenning. Í þessu tilfelli til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi hátt á annan tug milljóna fyrir starfslok embættismanns. Bankinn, undir forystu Más, hefur stofnað til fjölda mála sem ekki þola skoðun. Alvarlegast er að fjöldi mála hefur skaðað einstaklinga og fyrirtæki – bankinn hefur verið gerður afturreka með tugi mála eftir kærur. Svo hefur hann útdeilt stjórnvaldssektum á fjölda fyrirtækja sem dómstólar fella úr gildi jafnharðan. Alltaf stendur á svörum frá bankanum. Minni mál, líkt og kaup á jólagjöfum til starfsmanna og spurningar um af hverju verk eftir Gunnlaug Blöndal var fjarlægt af einni skrifstofu bankans, vefjast ekki síður fyrir stjórnendum en stóru málin. Bankaráðið, sem á að veita stjórnendum bankans aðhald, stendur ekki í stykkinu. Stjórnmálamenn hafa skilað auðu og leyft embættismönnum að ganga sjálfala. Það ríkir óstjórn í bankanum. Seðlabankinn skýlir sér bak við sjálfstæði, en það nær til peningastefnunnar en ekki rekstrar. Það gefur honum ekki heimild til að haga sér eins og ríki í ríkinu. Tími er til kominn að seðlabankastjóri dragi höfuðið upp úr sandinum. Hann getur alveg frestað hinu óumflýjanlega en um óstjórnina í Seðlabankanum verður fjallað þó að þóttafullum stjórnendum bankans líki það illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Málið er eitt af fjölmörgum úr ranni Seðlabankans undanfarið sem virðist ekki þola dagsljósið. Forsaga málsins er að í fyrra óskaði blaðamaður Fréttablaðsins eftir upplýsingum frá bankanum um samning sem Már Guðmundsson bankastjóri gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti dýrt nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu. Samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Verðmæti samningsins var hátt á annan tug milljóna, hefur blaðið eftir heimildum. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar um samninginn. Blaðamaðurinn sneri sér þá til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin úrskurðaði tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum starfslokasamning Ingibjargar. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum. Nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku og dómsmál gegn blaðamanni Fréttablaðsins verður þingfest eftir helgi. Þessi furðulega vegferð Seðlabanka Íslands, opinberrar stofnunar, er ekki einsdæmi. Leitun er að stofnun sem gerir blaðamönnum erfiðara fyrir að afla upplýsinga. Oft hefur þurft að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðu stofnana við að upplýsa um brýn mál. Fjölmiðlarnir þurfa svo að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem varða almenning. Í þessu tilfelli til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi hátt á annan tug milljóna fyrir starfslok embættismanns. Bankinn, undir forystu Más, hefur stofnað til fjölda mála sem ekki þola skoðun. Alvarlegast er að fjöldi mála hefur skaðað einstaklinga og fyrirtæki – bankinn hefur verið gerður afturreka með tugi mála eftir kærur. Svo hefur hann útdeilt stjórnvaldssektum á fjölda fyrirtækja sem dómstólar fella úr gildi jafnharðan. Alltaf stendur á svörum frá bankanum. Minni mál, líkt og kaup á jólagjöfum til starfsmanna og spurningar um af hverju verk eftir Gunnlaug Blöndal var fjarlægt af einni skrifstofu bankans, vefjast ekki síður fyrir stjórnendum en stóru málin. Bankaráðið, sem á að veita stjórnendum bankans aðhald, stendur ekki í stykkinu. Stjórnmálamenn hafa skilað auðu og leyft embættismönnum að ganga sjálfala. Það ríkir óstjórn í bankanum. Seðlabankinn skýlir sér bak við sjálfstæði, en það nær til peningastefnunnar en ekki rekstrar. Það gefur honum ekki heimild til að haga sér eins og ríki í ríkinu. Tími er til kominn að seðlabankastjóri dragi höfuðið upp úr sandinum. Hann getur alveg frestað hinu óumflýjanlega en um óstjórnina í Seðlabankanum verður fjallað þó að þóttafullum stjórnendum bankans líki það illa.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun