Hleypur fyrir fimm ára systur sína sem greindist með heilaæxli Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2019 09:00 Systurnar á góðri stund. „Þetta er bara hálfvandræðalegt en mjög gaman, ég er komin langt yfir markmiðið en það er bara skemmtilegt,“ segir Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, tvítug stúlka frá Akranesi, sem hefur safnað hæstu upphæð hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Olga Katrín hleypur fyrir litlu systur sína, Ólavíu, sem er fimm ára gömul og rennur söfnunarféð til styrktarfélagsins Vinir Ólavíu. Þann 3. júní síðastliðinn greindist Ólavía með illkynja heilaæxli á fjórða stigi og er í miðri geislameðferð sem stendur.Ólavía er í miðri geislameðferð sem stendur og langt ferli framundan.Olga Katrín segir atburðarásina hafa verið hraða frá því að æxlið fannst. Stuttu eftir greiningu fór Ólavía í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og í kjölfarið tók við sex vikna geislameðferð sem er mikið álag fimm ára stúlku og þarf hún að vera svæfð á hverjum degi. Eftir geislameðferð mun Ólavía fara í árlanga lyfjameðferð og því ljóst að vegurinn framundan er langur. Olga Katrín er þó þakklát að brugðist hafi verið hratt við enda mikil þörf á því að grípa í taumana þegar æxlið var komið á þennan stað.Hlaupið hefur hjálpað í ferlinu Olga segir samstöðuna einkennandi fyrir samfélagið á Akranesi.Olga lagði í upphafi upp með að safna fimmtíu þúsund krónum en líkt og áður sagði er hún komin langt fram úr því markmiði. Eins og staðan er núna hafa safnast yfir milljón krónur og ekkert lát á söfnuninni. „Það er mjög mikil hvatning, við erum líka svo samheldinn hópur sem erum að hlaupa,“ segir Olga Katrín en hún þorir ekki að fullyrða hve margir hlaupa fyrir Vini Ólavíu. Hún telur að það geti verið allt að fimmtíu manns sem ætli að reima á sig hlaupaskóna í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst fyrir Ólavíu. Hugmyndin um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu kom upphaflega frá móðursystrum hennar og fjölskyldu og segir hún hlaupin tvímælalaust hafa hjálpað henni að takast á við veikindi systur sinnar. Stuðningurinn hafi komið úr öllum áttum og allir tilbúnir að leggjast á eitt til þess að styrkja hana fyrir hlaupið og sýna fjölskyldunni stuðning. „Við erum líka með litlar vinkonur Ólavíu af leikskólanum sem ætla líka að hlaupa þrjá kílómetra sem er mjög skemmtilegt,“ segir Olga Katrín og því ljóst að samstaðan er mjög mikil, bæði hjá ungum sem öldnum. „Við búum á Akranesi og manni hefur fundist þetta svo einkennandi fyrir bæinn sem við búum í. Ef eitthvað kemur upp á standa allir saman, sama hversu náinn maður er fólkinu eða ekki.“ Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Styrktarsíðu Olgu Katrínar má finna hér. Akranes Heilsa Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Þetta er bara hálfvandræðalegt en mjög gaman, ég er komin langt yfir markmiðið en það er bara skemmtilegt,“ segir Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, tvítug stúlka frá Akranesi, sem hefur safnað hæstu upphæð hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Olga Katrín hleypur fyrir litlu systur sína, Ólavíu, sem er fimm ára gömul og rennur söfnunarféð til styrktarfélagsins Vinir Ólavíu. Þann 3. júní síðastliðinn greindist Ólavía með illkynja heilaæxli á fjórða stigi og er í miðri geislameðferð sem stendur.Ólavía er í miðri geislameðferð sem stendur og langt ferli framundan.Olga Katrín segir atburðarásina hafa verið hraða frá því að æxlið fannst. Stuttu eftir greiningu fór Ólavía í aðgerð þar sem æxlið var fjarlægt og í kjölfarið tók við sex vikna geislameðferð sem er mikið álag fimm ára stúlku og þarf hún að vera svæfð á hverjum degi. Eftir geislameðferð mun Ólavía fara í árlanga lyfjameðferð og því ljóst að vegurinn framundan er langur. Olga Katrín er þó þakklát að brugðist hafi verið hratt við enda mikil þörf á því að grípa í taumana þegar æxlið var komið á þennan stað.Hlaupið hefur hjálpað í ferlinu Olga segir samstöðuna einkennandi fyrir samfélagið á Akranesi.Olga lagði í upphafi upp með að safna fimmtíu þúsund krónum en líkt og áður sagði er hún komin langt fram úr því markmiði. Eins og staðan er núna hafa safnast yfir milljón krónur og ekkert lát á söfnuninni. „Það er mjög mikil hvatning, við erum líka svo samheldinn hópur sem erum að hlaupa,“ segir Olga Katrín en hún þorir ekki að fullyrða hve margir hlaupa fyrir Vini Ólavíu. Hún telur að það geti verið allt að fimmtíu manns sem ætli að reima á sig hlaupaskóna í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst fyrir Ólavíu. Hugmyndin um að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu kom upphaflega frá móðursystrum hennar og fjölskyldu og segir hún hlaupin tvímælalaust hafa hjálpað henni að takast á við veikindi systur sinnar. Stuðningurinn hafi komið úr öllum áttum og allir tilbúnir að leggjast á eitt til þess að styrkja hana fyrir hlaupið og sýna fjölskyldunni stuðning. „Við erum líka með litlar vinkonur Ólavíu af leikskólanum sem ætla líka að hlaupa þrjá kílómetra sem er mjög skemmtilegt,“ segir Olga Katrín og því ljóst að samstaðan er mjög mikil, bæði hjá ungum sem öldnum. „Við búum á Akranesi og manni hefur fundist þetta svo einkennandi fyrir bæinn sem við búum í. Ef eitthvað kemur upp á standa allir saman, sama hversu náinn maður er fólkinu eða ekki.“ Reykjavíkurmaraþonið fer fram þann 24. ágúst næstkomandi. Styrktarsíðu Olgu Katrínar má finna hér.
Akranes Heilsa Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira