Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2019 23:29 Frá ebólumeðferðarstöð í Kongó. Vísir/Getty Yfirvöld í Kongó staðfestu í dag annað ebólutilfelli í borginni Goma í Austur-Kongó. Borgin er með yfir tvær milljónir íbúa. Fyrra tilfellið var staðfest fyrr í þessum mánuði. Ekki eru talin tengsl á milli fyrsta tilfellisins og þess sem nú hefur verið staðfest. Maðurinn sem um ræðir kom til borgarinnar þann 13. júlí síðastliðinn, frá námusvæði í norðausturhluta Austur-Kongó. Þann 22. júlí fór hann að sýna ebólueinkenni og er nú í sóttkví í sérstakri meðferðarstöð við sjúkdómnum. Almennt er talað um að einkenni sjúkdómsins geti komið fram frá tveimur og upp í 21 degi eftir að einstaklingur smitast. Borgin Goma er á landamærum Austur-Kongó og Rúanda, en mikill fjöldi fólks ferðast í gegn um borgina sökum þess að þar er alþjóðaflugvöllur. Yfirvöld í landinu hafa lengi óttast að upp kæmi ebólutilfelli í borginni og nokkrum dögum eftir að fyrsta tilfellið var staðfest lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna málsins. Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó og Úganda er sá næstmannskæðasti í sögunni. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn og hátt í átján hundruð hafa látið lífið. Faraldurinn átti upptök sín í Austur-Kongó og hefur staðið yfir síðan í ágústmánuði síðasta árs. Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05 Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45 Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Yfirvöld í Kongó staðfestu í dag annað ebólutilfelli í borginni Goma í Austur-Kongó. Borgin er með yfir tvær milljónir íbúa. Fyrra tilfellið var staðfest fyrr í þessum mánuði. Ekki eru talin tengsl á milli fyrsta tilfellisins og þess sem nú hefur verið staðfest. Maðurinn sem um ræðir kom til borgarinnar þann 13. júlí síðastliðinn, frá námusvæði í norðausturhluta Austur-Kongó. Þann 22. júlí fór hann að sýna ebólueinkenni og er nú í sóttkví í sérstakri meðferðarstöð við sjúkdómnum. Almennt er talað um að einkenni sjúkdómsins geti komið fram frá tveimur og upp í 21 degi eftir að einstaklingur smitast. Borgin Goma er á landamærum Austur-Kongó og Rúanda, en mikill fjöldi fólks ferðast í gegn um borgina sökum þess að þar er alþjóðaflugvöllur. Yfirvöld í landinu hafa lengi óttast að upp kæmi ebólutilfelli í borginni og nokkrum dögum eftir að fyrsta tilfellið var staðfest lýsti Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna málsins. Ebólufaraldurinn sem nú geisar í Austur-Kongó og Úganda er sá næstmannskæðasti í sögunni. Rúmlega þrjú þúsund manns hafa greinst með sjúkdóminn og hátt í átján hundruð hafa látið lífið. Faraldurinn átti upptök sín í Austur-Kongó og hefur staðið yfir síðan í ágústmánuði síðasta árs.
Austur-Kongó Ebóla Úganda Tengdar fréttir Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05 Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45 Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa. 17. júlí 2019 20:05
Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna. 15. júlí 2019 07:45
Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins. 18. júlí 2019 14:15