Yankees og White Sox spila alvöru leik á "Field of Dreams“ vellinum næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 11:30 Þekkt atriði úr myndinni Field of Dreams sem kom í bíó árið 1989. AP/Charlie Neibergall Bandarísku hafnarboltaliðin New York Yankees og Chicago White Sox munu spila mjög sérstakan leik í deildarkeppninni á næsta ári. Það er ekkert hafnarboltafélag í Iowa-fylki en það var samt vettvangur fyrir eina frægustu hafnaboltakvikmynd allra tíma. Myndin heitir „Field of Dreams“, kom út árið 1989 og var með Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta og Burt Lancaster í aðalhlutverkum. Myndin var vinsæl og fékk meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna.The Yankees and the Chicago White Sox will play a regular-season baseball game in the Field of Dreams in Dyersville, Iowa, next summer. https://t.co/2eRDK8u4O9 — NYT Sports (@NYTSports) August 8, 2019Fyrrnefnd félög í bandarísku hafnarboltadeildinni ætla að minnast þrjátíu ára afmælis myndarinnar með mjög sérstökum hætti. Þau ætla nefnilega að spila fullgildan leik á vellinum sem var notaður í þessari þrjátíu ára gömlu kvikmynd. Ray Kinsella, karakterinn sem Kevin Costner lék, fór að heyra raddir á kornakri sínum í Iowa um að byggja hafnarboltavöll þar og frægasta setningin í myndinni var eflaust:„If you build it, he will come.“Layout of the Yankees-White Sox Field of Dreams game. Fans can walk from constructed field through the cornfield to the movie site. pic.twitter.com/z7E5vwbZ2O — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Kornakurinn sjálfur myndaði útjaðra vallarins í myndinni en að þessu sinni verður byggður leikvangur sem getur tekið átta þúsund í sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig uppsetningin verður en nýji völlurinn verður við hlið þess sem var notaður í myndinni. Völlurinn úr myndinni er vinsæll ferðamannastaður og verður það örugglega áfram. Leikurinn sjálfur telst sem heimaleikur hjá liði Chicago White Sox en ekkert hafnaboltalið er í Iowa-fylki. Margir íbúar Iowa hafa haldið með Chicago White Sox í gegnum tíðina. „Okkur hlakkar til að halda góðum boðskap myndarinnar á lífi um það hvernig hafnaboltinn sameinaði fólk á þessum sérstaka kornakri í Iowa,“ sagði Rob Manfred, yfirmaður MLB-deildarinnar, í fréttatilkynningu. Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Sjá meira
Bandarísku hafnarboltaliðin New York Yankees og Chicago White Sox munu spila mjög sérstakan leik í deildarkeppninni á næsta ári. Það er ekkert hafnarboltafélag í Iowa-fylki en það var samt vettvangur fyrir eina frægustu hafnaboltakvikmynd allra tíma. Myndin heitir „Field of Dreams“, kom út árið 1989 og var með Kevin Costner, Amy Madigan, James Earl Jones, Ray Liotta og Burt Lancaster í aðalhlutverkum. Myndin var vinsæl og fékk meðal annars þrjár tilnefningar til Óskarsverðlauna.The Yankees and the Chicago White Sox will play a regular-season baseball game in the Field of Dreams in Dyersville, Iowa, next summer. https://t.co/2eRDK8u4O9 — NYT Sports (@NYTSports) August 8, 2019Fyrrnefnd félög í bandarísku hafnarboltadeildinni ætla að minnast þrjátíu ára afmælis myndarinnar með mjög sérstökum hætti. Þau ætla nefnilega að spila fullgildan leik á vellinum sem var notaður í þessari þrjátíu ára gömlu kvikmynd. Ray Kinsella, karakterinn sem Kevin Costner lék, fór að heyra raddir á kornakri sínum í Iowa um að byggja hafnarboltavöll þar og frægasta setningin í myndinni var eflaust:„If you build it, he will come.“Layout of the Yankees-White Sox Field of Dreams game. Fans can walk from constructed field through the cornfield to the movie site. pic.twitter.com/z7E5vwbZ2O — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Kornakurinn sjálfur myndaði útjaðra vallarins í myndinni en að þessu sinni verður byggður leikvangur sem getur tekið átta þúsund í sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig uppsetningin verður en nýji völlurinn verður við hlið þess sem var notaður í myndinni. Völlurinn úr myndinni er vinsæll ferðamannastaður og verður það örugglega áfram. Leikurinn sjálfur telst sem heimaleikur hjá liði Chicago White Sox en ekkert hafnaboltalið er í Iowa-fylki. Margir íbúar Iowa hafa haldið með Chicago White Sox í gegnum tíðina. „Okkur hlakkar til að halda góðum boðskap myndarinnar á lífi um það hvernig hafnaboltinn sameinaði fólk á þessum sérstaka kornakri í Iowa,“ sagði Rob Manfred, yfirmaður MLB-deildarinnar, í fréttatilkynningu.
Bandaríkin Íþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Sjá meira