Vesturlönd verða fyrir ofþægindum Þórlindur Kjartansson skrifar 9. ágúst 2019 07:15 Í vikunni voru sagðar fréttir af því að búið væri að telja saman hversu margir Danir þjáist af svokölluðum lífsstílssjúkdómum. Niðurstaðan er sú að þegar nálgast miðjan aldur þá þarf vísitölubauninn að búa við 2,7 slíka kvilla. Flestir þeirra eru varanlegir og útheimta sífellt pilluát, sem fer stöðugt vaxandi alveg fram á grafarbakkann. Danir eru líklega ein óheilbrigðasta þjóðin í Vestur-Evrópu. Þar er mikið reykt af sígarettum, mikill bjór drukkinn og hjólreiðar stundaðar án hjálma og hlífðarbúnaðar. Reyndar telst það síðarnefnda alls ekki frændum okkar til lasts, heldur tekna—en það dugir þó illa til að vega upp á móti ölinu, tóbakinu og svínafitunni. En þótt Danirnir séu eflaust verr staddir en margar aðrar þjóðir þá er öruggt að öll velmegandi samfélög Vesturlanda eru á nákvæmlega sömu leið. Sums staðar er því spáð að innan skamms kunni það að verða algengt að börn deyi á undan foreldrum sínum—ekki bara að yngri kynslóðin lifi skemur en sú eldri, heldur að fleiri falli frá á undan heilsuhraustari kynslóð foreldra sinna. Fyrir utan stríðstíma er ólíklegt að þessi veruleiki hafi áður blasað við.Veiklaðir Vesturlandabúar Vesturlandabúar eru sífellt að veiklast. Þeir hreyfa sig lítið, borða óhollan mat og mikið af honum, sofa lítið og illa; og til að bæta dökkgráu ofan á kolsvart þá býr fólk við sífellt meiri streitu, einangrun, einmanaleika, síþreytu og kulnun í starfi. Þótt það virðist vera orðið viðkvæmt að benda á það; þá er hreyfingarleysi og offita sannarlega orðin að heilsufarslegri vá sem taka verður alvarlega. Það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir hvernig hann lítur út og þeir sem glíma við lífsstílssjúkdóma á borð við offitu eru sannarlega fórnarlömb aðstæðna sem þeir ráða engu um. Það sama má segja um þá fjölmörgu sem bera ekki utan á sér einkenni slíkra kvilla, en þjást engu að síður bæði líkamlega og andlega, til dæmis vegna fíknar, geðsjúkdóma, ofþreytu og þunglyndis. Gana og Holland Í fyrirlestri sem ég sá á netinu tekur hollenskur læknir dæmi af tveimur einstaklingum og ber saman heilsufar þeirra. Annars vegar nefnir hann til sögunnar 68 ára gamlan Hollending og hins vegar 88 ára mann frá Gana. Læknirinn fullyrðir að báðir séu dæmigerðir í sínum hópi; en þegar heilsufar Hollendinga „á besta aldri“ er borið saman við háaldraða Ganverja þá kemur í ljós að öldungar frá sársnauðum héruðum Gana eru hraustari á nær alla mælikvarða. Meðal þeirra þekkjast varla hjartasjúkdómar eða stoðkerfisvandamál. Munurinn á lífslíkum í löndunum tveimur er töluverður en skýrist aðallega af miklu meiri barnadauða í Gana. Fyrir þá sem njóta þeirra forréttinda að þroskast og eldast þá eru lífslíkurnar sambærilegar; en heilsufar Ganverjanna miklum mun betra. Er þá þar með sagt að það sé betra að fæðast í Gana heldur en í Hollandi eða Danmörku? Auðvitað ekki. Það er hins vegar áhugavert að í Gana býður lífsstíllinn upp á algjörlega ókeypis lausn á þeim vanda Vesturlanda sem bæði einstaklingar og ríkisstjórnir væru tilbúin að eyða nánast óþrjótandi fjármunum í að leysa. Semsagt—hvernig getum við lifað lengur góðu lífi án þess að þurfa á rándýrri læknisaðstoð eða lyfjum að halda? Tvö vandamál Á Vesturlöndum horfum við upp á tvö yfirgnæfandi vandamál. Annars vegar eru það loftslags- og umhverfismál þar sem núverandi eyðsla okkar á náttúruauðlindum er smám saman að grafa undan forsendum fyrir lífsgæðum komandi kynslóða. Hins vegar eru það lýðfræðilegar áskoranir, sem felast í því að sífellt hærra hlutfall fólks verður gamalt og háð dýrri læknisþjónustu sem samfélögin geta ekki staðið undir með núverandi áframhaldi. Að miklu leyti tengjast þessi vandamál og eiga sér svipaðar rætur. Hin mikla neysla á óþörfum lífsgæðum stuðlar bæði að óábyrgri nýtingu auðlinda og auknum lífsstílstengdum kvillum. Alls staðar eru að koma betur í ljós afleiðingarnar af þeim lífsstíl sem Vesturlönd hafa komið sér upp á undanförnum áratugum en kannski er enn hægt að gera eitthvað til þess að bregðast við hér á landi. Það þarf þá að byrja að stuðla að raunverulegri hugarfarsbreytingu. Eins og mamma þín segir Svörin eru öllum ljós, og hafa alltaf verið það. Við eigum að borða hollar, sofa betur, hitta vini okkar, hreyfa okkur meira og gera almennt meira eins og mamma okkar segir okkur. En þrátt fyrir að engra nýrra vísinda sé þörf þá gengur okkur flestum samt svo erfiðlega að hlýða allri þessari skynsemi. Þótt stjórnmálamenn geti trauðla farið að segja fólki að borða fleiri gulrætur, mæta oftar í líkamsrækt, ganga í vinnuna eða fara fyrr að sofa á kvöldin þá hafa pólitískar og skipulagslegar ákvarðanir veruleg áhrif á það hversu líklegt það er að fólki takist að gera jákvæðar breytingar á lífsstíl sínum. Skipulag í borgum og bæjum ætti að miða að því að gera fólki kleift að komast flestra sinna erinda fótgangandi og gera þarf líkamsrækt og holla lifnaðarhætti að stærri hluta af heilbrigðiskerfinu. Vinnustaðir kyrrsetufólks ættu að gera göngufundi að venju og svo mætti áfram telja. Óþægindi og ofþægindi Við búum í samfélagi þar sem það þykir ekki skrýtið að keyra á bíl í líkamsræktarstöð til þess að hlaupa þar á kyrrstæðu bretti. Víða á netinu eru fyndin dæmi af fólki sem raðar sér í rúllustiga á leiðinni með töskuna sína í líkamsræktina. Slíkar myndir undirstrika að hið raunverulega vandamál er líklega fólgið í einstaklega djúpstæðum áhuga okkar á því að komast hjá öllum mögulegum óþægindum. Við göngum afskaplega langt til þess að komast hjá hvers kyns líkamlegri áreynslu í daglegu lífi okkar, jafnvel þótt við hömumst á lóðum og liðamótum nokkrum sinnum í viku í skyldulíkamsræktinni. Þegar Hollendingarnir velmegandi eldast væru líklega flestir þeirra tilbúnir til þess að gefa allt sem þeir eiga til þess að vera jafnheilsuhraustir og Ganverjarnir fátæku. Og ósennilegt er að Ganverjanum þætti freistandi að láta borga sér fyrir að taka við lífsstílssjúkdómum Vesturlandabúanna. Þótt mörg velmegunarþægindi séu ósköp hugguleg er ekki víst að þau séu öll þess virði þegar upp er staðið. Það er freistandi að verða ofþægindunum að bráð og flestum okkar væri líklega hollara að gera almennt meira af því sem mamma okkar segir okkur, jafnvel þótt það hafi í för með sér óþægindi. Við höfum gott af þeim.w Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni voru sagðar fréttir af því að búið væri að telja saman hversu margir Danir þjáist af svokölluðum lífsstílssjúkdómum. Niðurstaðan er sú að þegar nálgast miðjan aldur þá þarf vísitölubauninn að búa við 2,7 slíka kvilla. Flestir þeirra eru varanlegir og útheimta sífellt pilluát, sem fer stöðugt vaxandi alveg fram á grafarbakkann. Danir eru líklega ein óheilbrigðasta þjóðin í Vestur-Evrópu. Þar er mikið reykt af sígarettum, mikill bjór drukkinn og hjólreiðar stundaðar án hjálma og hlífðarbúnaðar. Reyndar telst það síðarnefnda alls ekki frændum okkar til lasts, heldur tekna—en það dugir þó illa til að vega upp á móti ölinu, tóbakinu og svínafitunni. En þótt Danirnir séu eflaust verr staddir en margar aðrar þjóðir þá er öruggt að öll velmegandi samfélög Vesturlanda eru á nákvæmlega sömu leið. Sums staðar er því spáð að innan skamms kunni það að verða algengt að börn deyi á undan foreldrum sínum—ekki bara að yngri kynslóðin lifi skemur en sú eldri, heldur að fleiri falli frá á undan heilsuhraustari kynslóð foreldra sinna. Fyrir utan stríðstíma er ólíklegt að þessi veruleiki hafi áður blasað við.Veiklaðir Vesturlandabúar Vesturlandabúar eru sífellt að veiklast. Þeir hreyfa sig lítið, borða óhollan mat og mikið af honum, sofa lítið og illa; og til að bæta dökkgráu ofan á kolsvart þá býr fólk við sífellt meiri streitu, einangrun, einmanaleika, síþreytu og kulnun í starfi. Þótt það virðist vera orðið viðkvæmt að benda á það; þá er hreyfingarleysi og offita sannarlega orðin að heilsufarslegri vá sem taka verður alvarlega. Það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir hvernig hann lítur út og þeir sem glíma við lífsstílssjúkdóma á borð við offitu eru sannarlega fórnarlömb aðstæðna sem þeir ráða engu um. Það sama má segja um þá fjölmörgu sem bera ekki utan á sér einkenni slíkra kvilla, en þjást engu að síður bæði líkamlega og andlega, til dæmis vegna fíknar, geðsjúkdóma, ofþreytu og þunglyndis. Gana og Holland Í fyrirlestri sem ég sá á netinu tekur hollenskur læknir dæmi af tveimur einstaklingum og ber saman heilsufar þeirra. Annars vegar nefnir hann til sögunnar 68 ára gamlan Hollending og hins vegar 88 ára mann frá Gana. Læknirinn fullyrðir að báðir séu dæmigerðir í sínum hópi; en þegar heilsufar Hollendinga „á besta aldri“ er borið saman við háaldraða Ganverja þá kemur í ljós að öldungar frá sársnauðum héruðum Gana eru hraustari á nær alla mælikvarða. Meðal þeirra þekkjast varla hjartasjúkdómar eða stoðkerfisvandamál. Munurinn á lífslíkum í löndunum tveimur er töluverður en skýrist aðallega af miklu meiri barnadauða í Gana. Fyrir þá sem njóta þeirra forréttinda að þroskast og eldast þá eru lífslíkurnar sambærilegar; en heilsufar Ganverjanna miklum mun betra. Er þá þar með sagt að það sé betra að fæðast í Gana heldur en í Hollandi eða Danmörku? Auðvitað ekki. Það er hins vegar áhugavert að í Gana býður lífsstíllinn upp á algjörlega ókeypis lausn á þeim vanda Vesturlanda sem bæði einstaklingar og ríkisstjórnir væru tilbúin að eyða nánast óþrjótandi fjármunum í að leysa. Semsagt—hvernig getum við lifað lengur góðu lífi án þess að þurfa á rándýrri læknisaðstoð eða lyfjum að halda? Tvö vandamál Á Vesturlöndum horfum við upp á tvö yfirgnæfandi vandamál. Annars vegar eru það loftslags- og umhverfismál þar sem núverandi eyðsla okkar á náttúruauðlindum er smám saman að grafa undan forsendum fyrir lífsgæðum komandi kynslóða. Hins vegar eru það lýðfræðilegar áskoranir, sem felast í því að sífellt hærra hlutfall fólks verður gamalt og háð dýrri læknisþjónustu sem samfélögin geta ekki staðið undir með núverandi áframhaldi. Að miklu leyti tengjast þessi vandamál og eiga sér svipaðar rætur. Hin mikla neysla á óþörfum lífsgæðum stuðlar bæði að óábyrgri nýtingu auðlinda og auknum lífsstílstengdum kvillum. Alls staðar eru að koma betur í ljós afleiðingarnar af þeim lífsstíl sem Vesturlönd hafa komið sér upp á undanförnum áratugum en kannski er enn hægt að gera eitthvað til þess að bregðast við hér á landi. Það þarf þá að byrja að stuðla að raunverulegri hugarfarsbreytingu. Eins og mamma þín segir Svörin eru öllum ljós, og hafa alltaf verið það. Við eigum að borða hollar, sofa betur, hitta vini okkar, hreyfa okkur meira og gera almennt meira eins og mamma okkar segir okkur. En þrátt fyrir að engra nýrra vísinda sé þörf þá gengur okkur flestum samt svo erfiðlega að hlýða allri þessari skynsemi. Þótt stjórnmálamenn geti trauðla farið að segja fólki að borða fleiri gulrætur, mæta oftar í líkamsrækt, ganga í vinnuna eða fara fyrr að sofa á kvöldin þá hafa pólitískar og skipulagslegar ákvarðanir veruleg áhrif á það hversu líklegt það er að fólki takist að gera jákvæðar breytingar á lífsstíl sínum. Skipulag í borgum og bæjum ætti að miða að því að gera fólki kleift að komast flestra sinna erinda fótgangandi og gera þarf líkamsrækt og holla lifnaðarhætti að stærri hluta af heilbrigðiskerfinu. Vinnustaðir kyrrsetufólks ættu að gera göngufundi að venju og svo mætti áfram telja. Óþægindi og ofþægindi Við búum í samfélagi þar sem það þykir ekki skrýtið að keyra á bíl í líkamsræktarstöð til þess að hlaupa þar á kyrrstæðu bretti. Víða á netinu eru fyndin dæmi af fólki sem raðar sér í rúllustiga á leiðinni með töskuna sína í líkamsræktina. Slíkar myndir undirstrika að hið raunverulega vandamál er líklega fólgið í einstaklega djúpstæðum áhuga okkar á því að komast hjá öllum mögulegum óþægindum. Við göngum afskaplega langt til þess að komast hjá hvers kyns líkamlegri áreynslu í daglegu lífi okkar, jafnvel þótt við hömumst á lóðum og liðamótum nokkrum sinnum í viku í skyldulíkamsræktinni. Þegar Hollendingarnir velmegandi eldast væru líklega flestir þeirra tilbúnir til þess að gefa allt sem þeir eiga til þess að vera jafnheilsuhraustir og Ganverjarnir fátæku. Og ósennilegt er að Ganverjanum þætti freistandi að láta borga sér fyrir að taka við lífsstílssjúkdómum Vesturlandabúanna. Þótt mörg velmegunarþægindi séu ósköp hugguleg er ekki víst að þau séu öll þess virði þegar upp er staðið. Það er freistandi að verða ofþægindunum að bráð og flestum okkar væri líklega hollara að gera almennt meira af því sem mamma okkar segir okkur, jafnvel þótt það hafi í för með sér óþægindi. Við höfum gott af þeim.w
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun