Beitir sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum þegar tengsl við börn eru skráð Elísabet Inga Sigurðardóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 8. ágúst 2019 20:00 Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum barna þegar foreldratengsl eru skráð en í dag getur barn ekki átt tvær mæður. Heilbrigðisráðherra segir málið mikilvægt enda um tímaskekkju að ræða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að barn sem getið er með tæknifrjóvgun geti ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað eftir kyni en samkvæmt barnalögum er maður sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni faðir barns en staðan önnur þegar kona samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni. Hún er ekki skráð móðir heldur foreldri.María Rut og Ingileif eiga von á barni á næstu dögum. Aðeins önnur þeirra fær að vera skráð móðir barnsins.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTÁrið 2017 flutti Svandís Svavarsdóttir, núverandi Heilbrigðisráðherra, þingályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra var falið að setja reglugerð um málið þar sem afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Tillagan var á sínum tíma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En hvar er málið statt núna? „Eftir því sem ég best veit er málið núna statt hjá dómsmálaráðherra. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál fyrir samkynja pör að þurfa ekki að fara krókaleiðir til þess að innsigla það sem er eðlilegt í því að búa til fjölskyldu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Ég hef óskað eftir því í mínu ráðuneyti að fá upplýsingar hvað stendur í vegi fyrir því að hið sama eigi við þegar um tvær mæður er að ræða því lögin gera ráð fyrir að þetta sé hægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er tímaskekkja frá þeim tíma þegar engin sambönd voru viðurkennd nema gagnkynhneigð samönd og við erum komin inn í aðra öld og aðra tíma,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort hún muni beita sér fyrir því að þessu verði breytt segir hún „Já ég mun gera það,“ sagði Þórdís. Alþingi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að jafnræði ríki með foreldrum barna þegar foreldratengsl eru skráð en í dag getur barn ekki átt tvær mæður. Heilbrigðisráðherra segir málið mikilvægt enda um tímaskekkju að ræða. Í fréttum okkar í gær greindum við frá því að barn sem getið er með tæknifrjóvgun geti ekki átt tvær mæður samkvæmt barnalögum. Samkynja hjón segja að með lögunum sé mismunað eftir kyni en samkvæmt barnalögum er maður sem samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni faðir barns en staðan önnur þegar kona samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni. Hún er ekki skráð móðir heldur foreldri.María Rut og Ingileif eiga von á barni á næstu dögum. Aðeins önnur þeirra fær að vera skráð móðir barnsins.SKJÁSKOT ÚR FRÉTTÁrið 2017 flutti Svandís Svavarsdóttir, núverandi Heilbrigðisráðherra, þingályktunartillögu þar sem dómsmálaráðherra var falið að setja reglugerð um málið þar sem afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð. Tillagan var á sínum tíma samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. En hvar er málið statt núna? „Eftir því sem ég best veit er málið núna statt hjá dómsmálaráðherra. Mér finnst þetta mjög mikilvægt mál fyrir samkynja pör að þurfa ekki að fara krókaleiðir til þess að innsigla það sem er eðlilegt í því að búa til fjölskyldu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Ég hef óskað eftir því í mínu ráðuneyti að fá upplýsingar hvað stendur í vegi fyrir því að hið sama eigi við þegar um tvær mæður er að ræða því lögin gera ráð fyrir að þetta sé hægt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra. „Þetta er tímaskekkja frá þeim tíma þegar engin sambönd voru viðurkennd nema gagnkynhneigð samönd og við erum komin inn í aðra öld og aðra tíma,“ sagði Svandís. Aðspurð hvort hún muni beita sér fyrir því að þessu verði breytt segir hún „Já ég mun gera það,“ sagði Þórdís.
Alþingi Fjölskyldumál Hinsegin Jafnréttismál Tengdar fréttir Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Fær ekki að vera skráð móðir barns síns Staðan er önnur þegar maður samþykkir að tæknifrjóvgun fari fram á konu sinni 7. ágúst 2019 19:30