Segir árið í ár það besta á ferlinum og að Íslandsmótið sé bara bónus Anton Ingi Leifsson skrifar 8. ágúst 2019 07:00 Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur átt góðu gengi að fagna það sem af er ári en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Guðmundur segir að árið sé hans besta hingað til en hann tryggði sér á dögunum þáttökurétt á Áskorenda mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröð í Evrópu. „Þetta er klárlega mitt besta ár og vinna sem ég fór í fyrir þremur og hálfu ári síðan er að skila sér mjög vel núna. Ég er mjög ánægður,“ sagði Guðmundur er hann ræddi við Júlíönu Þóru. Guðmundur stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu um helgina en þar keppa sterkustu kylfingar Íslands í árlegu góðgerðamóti. Í vikunni hefst svo Íslandsmótið. „Haraldur er að spila frábærlega, Axel vill verja titilinn og þetta verður sterk keppni. Ég hlakka til,“ en er markmiðið að vinna Íslandsmótið? „Aðalmarkmiðið hefur verið að komast inn á Áskorendamótaröðina en það væri bónus að vinna þetta líka,“ sagði Guðmundur að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Golf Tengdar fréttir Guðmundur Ágúst kom, sá og sigraði á Nesinu Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag við góðar aðstæður á Nesvellinum. 5. ágúst 2019 18:12 Guðmundur farið upp um 1086 sæti á heimslistanum í ár Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur tekið risastórt stökk upp heimslistann í golfi í ár. 31. júlí 2019 22:30 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur átt góðu gengi að fagna það sem af er ári en rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Guðmundur segir að árið sé hans besta hingað til en hann tryggði sér á dögunum þáttökurétt á Áskorenda mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröð í Evrópu. „Þetta er klárlega mitt besta ár og vinna sem ég fór í fyrir þremur og hálfu ári síðan er að skila sér mjög vel núna. Ég er mjög ánægður,“ sagði Guðmundur er hann ræddi við Júlíönu Þóru. Guðmundur stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu um helgina en þar keppa sterkustu kylfingar Íslands í árlegu góðgerðamóti. Í vikunni hefst svo Íslandsmótið. „Haraldur er að spila frábærlega, Axel vill verja titilinn og þetta verður sterk keppni. Ég hlakka til,“ en er markmiðið að vinna Íslandsmótið? „Aðalmarkmiðið hefur verið að komast inn á Áskorendamótaröðina en það væri bónus að vinna þetta líka,“ sagði Guðmundur að lokum. Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Golf Tengdar fréttir Guðmundur Ágúst kom, sá og sigraði á Nesinu Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag við góðar aðstæður á Nesvellinum. 5. ágúst 2019 18:12 Guðmundur farið upp um 1086 sæti á heimslistanum í ár Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur tekið risastórt stökk upp heimslistann í golfi í ár. 31. júlí 2019 22:30 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Guðmundur Ágúst kom, sá og sigraði á Nesinu Guðmundur Ágúst Kristjánsson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði í Einvíginu á Nesinu sem fram fór í dag við góðar aðstæður á Nesvellinum. 5. ágúst 2019 18:12
Guðmundur farið upp um 1086 sæti á heimslistanum í ár Guðmundur Ágúst Kristjánsson hefur tekið risastórt stökk upp heimslistann í golfi í ár. 31. júlí 2019 22:30