Popovich: Bandaríkin ekki að mæta með C-lið á HM Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 08:00 Kemba Walker verður í lykilhlutverki hjá Bandaríkjamönnum á HM í Kína. vísir/getty Bandaríska landsliðið í körfubolta mætti til æfinga vestanhafs í gær og hóf þar með formlegan undirbúning fyrir HM í Kína sem hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Óhætt er að segja að oft hafi verið meiri stjörnufans þegar þessi langbesta körfuboltaþjóð heims mætir til æfinga með landsliðinu en stærstu stjörnur NBA deildarinnar gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þar að auki hafa nokkrir af þeim leikmönnum sem ætluðu sér að vera með dregið sig úr hópnum á undanförnum vikum. Í þeim hópi eru til að mynda James Harden, Anthony Davis, Damian Lillard og Russell Westbrook. LeBron James, Steph Curry, Klay Thompson, Kawhi Leonard, Kyrie Irving og fleiri góðir höfðu áður gefið út að þeir hygðust ekki taka þátt í þessu verkefni auk þess sem Kevin Durant er frá vegna meiðsla.A lot to like about this group. First look at the USA Men's National Team training camp squad. pic.twitter.com/TS248Jguqr — USA Basketball (@usabasketball) August 6, 2019Hefur fjarvera allra helstu stórstjarnanna valdið töluverðu fjaðrafoki í körfuboltasamfélaginu í Bandaríkjunum en liðið vann gull á HM 2014 þar sem áðurnefndur Irving var valinn besti leikmaður mótsins en þá léku Curry, Thompson, Harden og Davis allir með liðinu. Það vantar þó ekki stórstjörnur í þjálfarateymi liðsins þar sem Gregg Popovich mun þjálfa það á HM í Kína og hefur Steve Kerr meðal aðstoðarmanna. Popovich kveðst ánægður með hópinn þó allar helstu stjörnurnar vanti. „Ég hef sagt það áður og segi enn að við verðum í góðum málum. Við búum vel að því að hafa mikla breidd í bandarískum körfubolta. Allir leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér,“ segir Popovich. „Þetta eru ekki C-liðsmenn. Þið hafið heyrt mikla gagnrýni varðandi þá sem eru ekki með liðinu en ég held áfram að segja að þetta snýst um þá sem eru mættir hérna. Það eru mikil gæði í hópnum og það verður erfitt að skera niður í 12 manna hóp,“ segir Popovich. Á meðal stærstu stjarnanna sem þó eru í hópnum ber helsta að nefna Kemba Walker, Kyle Lowry og Jayson Tatum. Bandaríkin mæta Tékklandi á fyrsta mótsdegi þann 31.ágúst næstkomandi. NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
Bandaríska landsliðið í körfubolta mætti til æfinga vestanhafs í gær og hóf þar með formlegan undirbúning fyrir HM í Kína sem hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Óhætt er að segja að oft hafi verið meiri stjörnufans þegar þessi langbesta körfuboltaþjóð heims mætir til æfinga með landsliðinu en stærstu stjörnur NBA deildarinnar gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þar að auki hafa nokkrir af þeim leikmönnum sem ætluðu sér að vera með dregið sig úr hópnum á undanförnum vikum. Í þeim hópi eru til að mynda James Harden, Anthony Davis, Damian Lillard og Russell Westbrook. LeBron James, Steph Curry, Klay Thompson, Kawhi Leonard, Kyrie Irving og fleiri góðir höfðu áður gefið út að þeir hygðust ekki taka þátt í þessu verkefni auk þess sem Kevin Durant er frá vegna meiðsla.A lot to like about this group. First look at the USA Men's National Team training camp squad. pic.twitter.com/TS248Jguqr — USA Basketball (@usabasketball) August 6, 2019Hefur fjarvera allra helstu stórstjarnanna valdið töluverðu fjaðrafoki í körfuboltasamfélaginu í Bandaríkjunum en liðið vann gull á HM 2014 þar sem áðurnefndur Irving var valinn besti leikmaður mótsins en þá léku Curry, Thompson, Harden og Davis allir með liðinu. Það vantar þó ekki stórstjörnur í þjálfarateymi liðsins þar sem Gregg Popovich mun þjálfa það á HM í Kína og hefur Steve Kerr meðal aðstoðarmanna. Popovich kveðst ánægður með hópinn þó allar helstu stjörnurnar vanti. „Ég hef sagt það áður og segi enn að við verðum í góðum málum. Við búum vel að því að hafa mikla breidd í bandarískum körfubolta. Allir leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér,“ segir Popovich. „Þetta eru ekki C-liðsmenn. Þið hafið heyrt mikla gagnrýni varðandi þá sem eru ekki með liðinu en ég held áfram að segja að þetta snýst um þá sem eru mættir hérna. Það eru mikil gæði í hópnum og það verður erfitt að skera niður í 12 manna hóp,“ segir Popovich. Á meðal stærstu stjarnanna sem þó eru í hópnum ber helsta að nefna Kemba Walker, Kyle Lowry og Jayson Tatum. Bandaríkin mæta Tékklandi á fyrsta mótsdegi þann 31.ágúst næstkomandi.
NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira