Hinsegin myndlist: Ósýnileg í 35 ár Ynda Gestsson skrifar 6. ágúst 2019 14:10 Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. Með henni var stigið mikilvægt skref í menningarlegum sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og lagður grunnur að tjáningu sjálfsvitundar hinsegin fólks með hjálp myndlistarinnar. Sýningin var kynnt í fréttabréfi samtakanna og var hluti af vandaðri menningardagskrá. Ekki er að sjá að fréttatilkynningar um sýninguna hafi birst í fjölmiðlum enda hefur Örn Karlsson sem hélt sýninguna sagt að það hefði ekki þýtt vegna þeirrar ritskoðunar sem samtökin sættu á þessum árum. Sjálfgefið var því að einu sýningargestirnir væru félagsfólk Samtakanna ´78. Gagnrýnendur dagblaðanna létu ekki sjá sig á þessari sýningu né öðrum síðar. Það liðu tíu ár frá sýningu Arnar þar til gagnrýni um sýningu sem fjallaði um hinsegin málefni birtist í íslensku dagblaði. Þetta var sýning Sólrúnar Jónsdóttur (Sólu), Við minnumst þeirra og var sýningin tileinkuð minningu Íslendinga sem látist höfðu úr AIDS til ársins 1995. En sýningin var haldin á Mokka og engin hætta á að gagnrýnandinn skapaði sér vafasamt orðspor. Næstu árin fjölgaði fréttatilkynningum um sýningar og aðra menningarviðburði hjá samtökunum og hvöttu stjórnir og framkvæmdastjórar Samtakanna ´78 hinsegin myndlistarfólk til að sýna verk sín hjá samtökunum. Þau vissu hversu mikilvægt þetta var fyrir sjálfsmynd listafólksins, sýnileika og mannréttindabaráttu. Hinsvegar var það ekki fyrr en árið 2000 að sýning í húsakynnum samtakanna fékk veglega kynningu með viðtali og mynd af listakonunni Viktoríu Guðnadóttur og einu verka hennar. En myndlistargagnrýnandi dagblaðsins lét ekki sjá sig. Næstu fjögur árin heldur myndlistarfólk áfram að sýna í húsakynnum samtakanna og fjölmiðlaumfjöllun einskorðast við einstakar fréttatilkynningar. Frá og með október 2015 til dagsins í dag hafa verið reglulegar sýningar í Galleríi 78 sem rekið er í húsakynnum samtakanna. Á þessum fjórum árum hafa nokkrar fréttatilkynningar birst og mér er kunnugt um útvarpsviðtöl við a.m.k. tvær listamanneskjur. Það er allt og sumt. Hvers vegna er þetta rifjað upp núna þegar allt virðist slétt og fellt? Þegar raddir heyrast um að við getum nú hætt að berjast og farið að njóta ávaxtanna af erfiði okkar? Ástæðan er sú að mánudaginn 22. júlí sl. kölluðu stjórnendur Tengivagnsins á RÚV, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson, til sín þau Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndhöfund og menningarmiðlara, Jón Proppé listheimspeking og Jónu Hlíf Halldórsdóttur stjórnanda Gerðarsafns í Kópavogi til að ræða um stöðu íslenskrar myndlistar þessa dagana. Núna hlýtur eitthvað að gerast hugsaði ég, heill þáttur með þessu frábæra, menntaða og víðsýna fólki. Eitthvert þeirra hlýtur að minnast á hinsegin list núna þegar sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, stendur yfir í Grófarhúsi, og Hinsegin dagar eru handan við hornið. Taldir voru upp hinir fjölbreyttustu sýningarsalir, sýningar, samfélagshópar og vaxandi áhugi ungra listnema á að fjalla um sjálfsmynd sína og sjálfsvitund í verkum sínum. Á hinsegin myndlist var aftur á móti ekki minnst einu orði í þættinum. Stundum finnst mér ekkert hafa breyst á Íslandi síðan 1985. Síðustu tæp 35 árin hafi bara verið löng og undarleg ferð hinsegin myndlistarfólks utan listheima. Þrátt fyrir augljóst gildi hinsegin myndlistar virðist ekki hafa tekist að brjóta henni leið inn í meðvitund þeirra sem hafa áhrif í íslenskri myndlist. Við erum enn ósýnileg. Hvers vegna?Höfundur er listfræðingur og baráttukona fyrir sýnileika hinsegin myndlistar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Myndlist Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum Samtakanna ´78 árið 1985. Með henni var stigið mikilvægt skref í menningarlegum sýnileika hinsegin fólks á Íslandi og lagður grunnur að tjáningu sjálfsvitundar hinsegin fólks með hjálp myndlistarinnar. Sýningin var kynnt í fréttabréfi samtakanna og var hluti af vandaðri menningardagskrá. Ekki er að sjá að fréttatilkynningar um sýninguna hafi birst í fjölmiðlum enda hefur Örn Karlsson sem hélt sýninguna sagt að það hefði ekki þýtt vegna þeirrar ritskoðunar sem samtökin sættu á þessum árum. Sjálfgefið var því að einu sýningargestirnir væru félagsfólk Samtakanna ´78. Gagnrýnendur dagblaðanna létu ekki sjá sig á þessari sýningu né öðrum síðar. Það liðu tíu ár frá sýningu Arnar þar til gagnrýni um sýningu sem fjallaði um hinsegin málefni birtist í íslensku dagblaði. Þetta var sýning Sólrúnar Jónsdóttur (Sólu), Við minnumst þeirra og var sýningin tileinkuð minningu Íslendinga sem látist höfðu úr AIDS til ársins 1995. En sýningin var haldin á Mokka og engin hætta á að gagnrýnandinn skapaði sér vafasamt orðspor. Næstu árin fjölgaði fréttatilkynningum um sýningar og aðra menningarviðburði hjá samtökunum og hvöttu stjórnir og framkvæmdastjórar Samtakanna ´78 hinsegin myndlistarfólk til að sýna verk sín hjá samtökunum. Þau vissu hversu mikilvægt þetta var fyrir sjálfsmynd listafólksins, sýnileika og mannréttindabaráttu. Hinsvegar var það ekki fyrr en árið 2000 að sýning í húsakynnum samtakanna fékk veglega kynningu með viðtali og mynd af listakonunni Viktoríu Guðnadóttur og einu verka hennar. En myndlistargagnrýnandi dagblaðsins lét ekki sjá sig. Næstu fjögur árin heldur myndlistarfólk áfram að sýna í húsakynnum samtakanna og fjölmiðlaumfjöllun einskorðast við einstakar fréttatilkynningar. Frá og með október 2015 til dagsins í dag hafa verið reglulegar sýningar í Galleríi 78 sem rekið er í húsakynnum samtakanna. Á þessum fjórum árum hafa nokkrar fréttatilkynningar birst og mér er kunnugt um útvarpsviðtöl við a.m.k. tvær listamanneskjur. Það er allt og sumt. Hvers vegna er þetta rifjað upp núna þegar allt virðist slétt og fellt? Þegar raddir heyrast um að við getum nú hætt að berjast og farið að njóta ávaxtanna af erfiði okkar? Ástæðan er sú að mánudaginn 22. júlí sl. kölluðu stjórnendur Tengivagnsins á RÚV, Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Kristján Guðjónsson, til sín þau Guðrúnu Erlu Geirsdóttur myndhöfund og menningarmiðlara, Jón Proppé listheimspeking og Jónu Hlíf Halldórsdóttur stjórnanda Gerðarsafns í Kópavogi til að ræða um stöðu íslenskrar myndlistar þessa dagana. Núna hlýtur eitthvað að gerast hugsaði ég, heill þáttur með þessu frábæra, menntaða og víðsýna fólki. Eitthvert þeirra hlýtur að minnast á hinsegin list núna þegar sýningin Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78, stendur yfir í Grófarhúsi, og Hinsegin dagar eru handan við hornið. Taldir voru upp hinir fjölbreyttustu sýningarsalir, sýningar, samfélagshópar og vaxandi áhugi ungra listnema á að fjalla um sjálfsmynd sína og sjálfsvitund í verkum sínum. Á hinsegin myndlist var aftur á móti ekki minnst einu orði í þættinum. Stundum finnst mér ekkert hafa breyst á Íslandi síðan 1985. Síðustu tæp 35 árin hafi bara verið löng og undarleg ferð hinsegin myndlistarfólks utan listheima. Þrátt fyrir augljóst gildi hinsegin myndlistar virðist ekki hafa tekist að brjóta henni leið inn í meðvitund þeirra sem hafa áhrif í íslenskri myndlist. Við erum enn ósýnileg. Hvers vegna?Höfundur er listfræðingur og baráttukona fyrir sýnileika hinsegin myndlistar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun