Beinbrunasóttarfaraldur á Filippseyjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2019 11:30 Farið var í bólusetningarátak á landsvísu árið 2016. Vísir/Getty Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst því yfir að beinbrunasóttarfaraldur ríki nú á landsvísu þar í landi. Það sem af er ári hafa 622 látist af völdum beinbrunasóttar, sem er smitsjúkdómur sem berst í fólk með biti moskítóflugna. Að minnsta kosti 146 þúsund tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð í Filippseyjum frá byrjun árs, en það er 98 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2018, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. Ákvörðun stjórnvalda um að lýsa formlega yfir faraldri í landinu var tekin með það fyrir augum að gera íbúum þeirra svæða þar sem áhrifa faraldursins gætir hvað mest auðveldara að leita sér læknisaðstoðar. „Það er mikilvægt að við lýsum yfir faraldri á landsvísu til þess að átta okkur á því hvar staðbundinna viðbragða er þörf, og til þess að gera svæðisstjórnum hvers svæðis kleift að nota viðbragðssjóði sína til þess að bregðast við faraldrinum,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Francisco Duque, heilbrigðisráðherra Filippseyja. Verst er ástandið á vestanverðu Visayas-svæðinu, þar sem 23 þúsund manns hafa greinst með beinbrunasótt. Faraldursástand hefur nú ríkt í yfir þrjár vikur á alls sjö mismunandi svæðum af sautján.Afleiðing ótta við bólusetningar Þessi gríðarlega aukning í fjölda sjúkdómstilfella er rakin til ótta fólks við bóluefnið Dengvaxia, sem er fyrsta bóluefnið sem notað hefur verið gegn beinbrunasótt, sem greip um sig á síðasta ári. Það var í kjölfar þess að 14 börn af 800 þúsund sem bólusett voru á árunum 2016 og 2017, létust skömmu síðar. Fyrirtækið sem þróaði bóluefnið hefur, líkt og heilbrigðissérfræðingar í Filippseyjum, statt og stöðugt bent á að ekkert lægi fyrir sem tengdi bóluefnið við dauða barnanna. Auk þess vöruðu stjórnvöld í landinu fólk við því að láta ekki bólusetja sig og börn sín, af ótta við að faraldur gæti sprottið upp. Um 400 milljónir smitast af beinbrunasótt á ári hverju og langstærstur hluti þeirra í hitabeltislöndum. Almennt greinast alvarlegustu tilfellin hjá börnum. Meðal einkenna eru hiti, augnaverkur og rauð útbrot á húð. Einkenni koma oftast fram fjórum til tíu dögum eftir smit og ganga alla jafna til baka á um það bil viku. Filippseyjar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa lýst því yfir að beinbrunasóttarfaraldur ríki nú á landsvísu þar í landi. Það sem af er ári hafa 622 látist af völdum beinbrunasóttar, sem er smitsjúkdómur sem berst í fólk með biti moskítóflugna. Að minnsta kosti 146 þúsund tilfelli sjúkdómsins hafa verið skráð í Filippseyjum frá byrjun árs, en það er 98 prósenta aukning miðað við sama tímabil árið 2018, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins. Ákvörðun stjórnvalda um að lýsa formlega yfir faraldri í landinu var tekin með það fyrir augum að gera íbúum þeirra svæða þar sem áhrifa faraldursins gætir hvað mest auðveldara að leita sér læknisaðstoðar. „Það er mikilvægt að við lýsum yfir faraldri á landsvísu til þess að átta okkur á því hvar staðbundinna viðbragða er þörf, og til þess að gera svæðisstjórnum hvers svæðis kleift að nota viðbragðssjóði sína til þess að bregðast við faraldrinum,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Francisco Duque, heilbrigðisráðherra Filippseyja. Verst er ástandið á vestanverðu Visayas-svæðinu, þar sem 23 þúsund manns hafa greinst með beinbrunasótt. Faraldursástand hefur nú ríkt í yfir þrjár vikur á alls sjö mismunandi svæðum af sautján.Afleiðing ótta við bólusetningar Þessi gríðarlega aukning í fjölda sjúkdómstilfella er rakin til ótta fólks við bóluefnið Dengvaxia, sem er fyrsta bóluefnið sem notað hefur verið gegn beinbrunasótt, sem greip um sig á síðasta ári. Það var í kjölfar þess að 14 börn af 800 þúsund sem bólusett voru á árunum 2016 og 2017, létust skömmu síðar. Fyrirtækið sem þróaði bóluefnið hefur, líkt og heilbrigðissérfræðingar í Filippseyjum, statt og stöðugt bent á að ekkert lægi fyrir sem tengdi bóluefnið við dauða barnanna. Auk þess vöruðu stjórnvöld í landinu fólk við því að láta ekki bólusetja sig og börn sín, af ótta við að faraldur gæti sprottið upp. Um 400 milljónir smitast af beinbrunasótt á ári hverju og langstærstur hluti þeirra í hitabeltislöndum. Almennt greinast alvarlegustu tilfellin hjá börnum. Meðal einkenna eru hiti, augnaverkur og rauð útbrot á húð. Einkenni koma oftast fram fjórum til tíu dögum eftir smit og ganga alla jafna til baka á um það bil viku.
Filippseyjar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira