Ferðamenn fengu kústa og hrífur til að laga för eftir utanvegaakstur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2019 08:27 Þrjú voru færð til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Landverðir í Kerlingafjöllum stóðu erlenda ferðamenn að utanvegaakstri. Um minniháttar spjöll var að ræða. Fengu ferðamennirnir kústa og hrífur til þess að lagfæra hjólför sem komið höfðu eftir bifreið þeirra. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en lögreglumenn þar hafa haft nóg að gera um helgina. Lögregla var með virkt eftirlit um embættið og voru settar upp eftirlitsstöðvar víðsvegar um embættið þar sem kannað var með ástand og réttindi ökumanna. Mikil umferð hefur verið um svæðið og áætla lögreglumenn að ástand og réttindi um tvö þúsund ökumanna hafi verið kannað síðastliðinn sólarhring.Frá því í gærmorgun hefur 21 ökumaður verið kærður fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og einn ökumaður fyrir ölvun við akstur. Þremur ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum áfengisáhrifa sem mældust undir sviptingarmörkum. Þá hefur einstaka ökumanni verið gert að hætta akstri þar sem endurnýjun ökuréttinda hefur ekki verið sinnt, að því er segir á Facebook-síðu lögreglunnar.Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu. Þriggja bifreiða árekstur varð á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Engin meiðsli urðu fólki í þessum óhöppum. Lögreglu hvetur ökumenn til að huga að bili milli ökutækja sem og að hafa óskipta athygli við aksturinn.Aukið eftirlit verður á vegum úti í dag og mega ökumenn sem leggja af stað frá Landeyjarhöfn meðal annars búast við því að vera stöðvaðir svo kanna megi ástand þeirra og réttindi. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Landverðir í Kerlingafjöllum stóðu erlenda ferðamenn að utanvegaakstri. Um minniháttar spjöll var að ræða. Fengu ferðamennirnir kústa og hrífur til þess að lagfæra hjólför sem komið höfðu eftir bifreið þeirra. Lögregla hefur málið til rannsóknar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi en lögreglumenn þar hafa haft nóg að gera um helgina. Lögregla var með virkt eftirlit um embættið og voru settar upp eftirlitsstöðvar víðsvegar um embættið þar sem kannað var með ástand og réttindi ökumanna. Mikil umferð hefur verið um svæðið og áætla lögreglumenn að ástand og réttindi um tvö þúsund ökumanna hafi verið kannað síðastliðinn sólarhring.Frá því í gærmorgun hefur 21 ökumaður verið kærður fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og einn ökumaður fyrir ölvun við akstur. Þremur ökumönnum til viðbótar var gert að hætta akstri sökum áfengisáhrifa sem mældust undir sviptingarmörkum. Þá hefur einstaka ökumanni verið gert að hætta akstri þar sem endurnýjun ökuréttinda hefur ekki verið sinnt, að því er segir á Facebook-síðu lögreglunnar.Þrjú minniháttar umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu. Þriggja bifreiða árekstur varð á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Engin meiðsli urðu fólki í þessum óhöppum. Lögreglu hvetur ökumenn til að huga að bili milli ökutækja sem og að hafa óskipta athygli við aksturinn.Aukið eftirlit verður á vegum úti í dag og mega ökumenn sem leggja af stað frá Landeyjarhöfn meðal annars búast við því að vera stöðvaðir svo kanna megi ástand þeirra og réttindi.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira