Mál fyrrverandi forseta Sporting í Lissabon, Bruno De Carvalho, er á leið fyrir dóm. Hann var kærður fyrir að skipa fótboltabullum að ráðast á leikmenn Sporting.
Þann 15. maí í fyrra réðust 50 fótboltabullur á leikmenn Sporting á æfingu liðsins. Argentínumennirnir Marcos Acuna og Rodrigo Battaglia urðu verst fyrir barðinu á árásarmönnunum sem lömdu þá og hótuðu þeim lífláti.
Talið er að De Carvalho hafi staðið á bak við árásina og skipulagt hana vegna óánægju með slakt gengi Sporting tímabilið 2017-18.
De Carvalho var handtekinn í nóvember 2018 en var látinn laus gegn tryggingu.
Hann var m.a. kærður fyrir mannrán og hryðjuverk og mál hans er á leið fyrir dóm eftir að rannsóknardómari komst að því nægar vísbendingar væru fyrir hendi til að halda áfram með málið.
Fyrrverandi forseti Sporting á leið fyrir dóm fyrir að skipa fótboltabullum að lemja leikmenn liðsins
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt
Íslenski boltinn




„Mæti honum með bros á vör“
Körfubolti

