Lögreglan setur bann við búrkum ekki í forgang Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 2. ágúst 2019 07:00 Svokallað "búrkubann“ eða bann við klæðum sem hylja andlit fólks tók gildi í Hollandi í gær. Nordicphotos/Getty Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í Hollandi í gær er fólki bannað að hylja andlit sitt á almenningsstöðum svo sem í skólum, sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum og í almenningssamgöngum. Lögreglu er gert að bjóða fólki að fjarlægja klæðnaðinn ellegar hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu þúsund íslenskar krónur. Strax á fyrsta degi bannsins má segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar lögreglan sagðist ekki setja það í forgang og að löggæslumönnum þætti óþægilegt að framfylgja því. Einnig benti lögreglan á þau óþægindi sem það gæti valdið að konur væru ekki velkomnar inn á lögreglustöð bæru þær blæju. Talsmenn almenningssamgangna í Hollandi hafa gefið það út að starfsfólki verði ekki gert að tryggja að lögunum verði framfylgt í lestum, neðanjarðarlestum, rútum og sporvögnum sé lögregla ekki á staðnum. „Lögreglan hefur sagt að búrkubannið sé ekki í forgangi og að það muni taka 30 mínútur í það minnsta að bregðast við útkalli af því tagi,“ segir Petro Peters, talsmaður almenningssamgangna. „Þetta þýðir að ef starfsmenn okkar eiga að framfylgja banninu geri þeir það án aðstoðar lögreglu og það er ekki í þeirra verkahring að gefa út sektir og tryggja að fólk fari eftir lögum,“ bætir hann við. Starfsmönnum hefur verið ráðlagt að minna konur sem hylja andlit sitt á lögin en meina þeim þó ekki að nota almenningssamgöngur. Bann við búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlit fólks hefur tekið gildi í mörgum löndum Evrópu og eru um það skiptar skoðanir. Margir segja það ekki hlutverk annarra að segja fólki hvernig það eigi að klæða sig, aðrir segja það brot á trúfrelsi og sumir telja búrkur og annan hyljandi andlitsklæði kúgandi fyrir konur. Um fjögur prósent íbúa Hollands eru múslimar en talið er að einungis 150 konur hylji andlit sitt daglega og að um 400 geri það við ákveðin tækifæri. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, hefur lýst óánægju sinni með lögin en ekki er gert ráð fyrir að yfirvöld muni bregðast sérstaklega við því. Amnesty International hefur sagt að bannið sé brot á rétti kvenna til að velja hvernig þær klæði sig en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann færi ekki í bága við Evrópusáttmálann um mannréttindi. Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í Hollandi í gær er fólki bannað að hylja andlit sitt á almenningsstöðum svo sem í skólum, sjúkrahúsum og á lögreglustöðvum og í almenningssamgöngum. Lögreglu er gert að bjóða fólki að fjarlægja klæðnaðinn ellegar hljóta sekt upp á tuttugu til sextíu þúsund íslenskar krónur. Strax á fyrsta degi bannsins má segja að það hafi fallið um sjálft sig þegar lögreglan sagðist ekki setja það í forgang og að löggæslumönnum þætti óþægilegt að framfylgja því. Einnig benti lögreglan á þau óþægindi sem það gæti valdið að konur væru ekki velkomnar inn á lögreglustöð bæru þær blæju. Talsmenn almenningssamgangna í Hollandi hafa gefið það út að starfsfólki verði ekki gert að tryggja að lögunum verði framfylgt í lestum, neðanjarðarlestum, rútum og sporvögnum sé lögregla ekki á staðnum. „Lögreglan hefur sagt að búrkubannið sé ekki í forgangi og að það muni taka 30 mínútur í það minnsta að bregðast við útkalli af því tagi,“ segir Petro Peters, talsmaður almenningssamgangna. „Þetta þýðir að ef starfsmenn okkar eiga að framfylgja banninu geri þeir það án aðstoðar lögreglu og það er ekki í þeirra verkahring að gefa út sektir og tryggja að fólk fari eftir lögum,“ bætir hann við. Starfsmönnum hefur verið ráðlagt að minna konur sem hylja andlit sitt á lögin en meina þeim þó ekki að nota almenningssamgöngur. Bann við búrkum og öðrum fatnaði sem hylur andlit fólks hefur tekið gildi í mörgum löndum Evrópu og eru um það skiptar skoðanir. Margir segja það ekki hlutverk annarra að segja fólki hvernig það eigi að klæða sig, aðrir segja það brot á trúfrelsi og sumir telja búrkur og annan hyljandi andlitsklæði kúgandi fyrir konur. Um fjögur prósent íbúa Hollands eru múslimar en talið er að einungis 150 konur hylji andlit sitt daglega og að um 400 geri það við ákveðin tækifæri. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, hefur lýst óánægju sinni með lögin en ekki er gert ráð fyrir að yfirvöld muni bregðast sérstaklega við því. Amnesty International hefur sagt að bannið sé brot á rétti kvenna til að velja hvernig þær klæði sig en Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2014 að slíkt bann færi ekki í bága við Evrópusáttmálann um mannréttindi.
Birtist í Fréttablaðinu Holland Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira