Hin nítján ára gamla Alana Cutland, frá Milton Keynes í Bretlandi, lést eftir að hún féll úr flugvél á leið frá Madagaskar í vikunni. Reuters greinir frá.
Alana opnaði sjálf dyr flugvélarinnar sem varð til þess að hún féll frá borði um tíu mínútum eftir flugtak. Lík hennar hefur ekki fundist enn.
Hún lagði stund á nám í náttúruvísindum við Cambridge-háskóla í Bretlandi og hafði verið við rannsóknir á afrísku eyjunni Madagaskar en var á heimleið þegar hún féll úr vélinni yfir Savannah-eyðimörkinni.
Alönu er lýst sem ábyrgðarfullri og sjálfstæðri konu sem var elskuð af fjölskyldu sinni. Foreldrar hennar segja hana hafa verið fulla af ævintýraþrá. „Alana greip hvert tækifæri sem henni var boðið af eldmóði og tilfinningu. Hún þráði ævintýri og leitaðist ávallt eftir því að að auka þekkingu sína og reynslu á sem bestan hátt,“ segir móðir hennar. – bdj
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)