Banatilræði við íslenska sauðfjárbændur – 2 ára gamalt kjöt flutt eins langt og hægt er Ásta F. Flosadóttir skrifar 1. ágúst 2019 11:19 Eitthvað hafa kaupmenn lítið borgað fyrir þetta. En það er á hreinu hverjir fá að borga; neytendur munu greiða þetta dýru verði og við öll á endanum því þetta er ekkert annað en banatilræði við íslenska sauðfjárbændur. 2 ára gamalt kjöt, flutt eins langt að og hægt er með tilheyrandi kolefnisfótspori. Korter í að sláturtíð hefjist og enn nóg til af hryggjum í landinu. Fíflagangurinn er orðin alveg yfirgengilegur. Forsmekkurinn af því sem koma skal þegar blautir draumar Félags stórkaupmanna (úlfurinn í þeirri sauðagæru sem kallað er „Samtök atvinnurekenda“) rætast. Þeir strjúka á sér belginn og hlakka yfir framtíðinni, framtíð fullri af hræódýrri, eldgamalli landbúnaðarvöru, fluttri inn í skjóli ístöðulausra pólitíkusa og seld almenningi í landinu dýrum dómum. Þá aldeilis verður hægt að græða á daginn og grilla rusl á kvöldin. En sauðfjárbændum er ekki hlátur í hug. Það er engum skemmt að horfa á lífstarf sitt og afkomu tætta niður til að púkarnir á verslunarfjósbitunum geti fitað sig enn frekar, allt á kostnað sauðfjárbænda, neytenda og landsbyggðanna. Nú reynir á Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra að gefa ekki eftir þá litlu tollvernd sem við þó eigum til. Og þið sláturleyfishafar; fyrir löngu síðan ættum við bændur að vera búin að lóga ykkur eins og hverri annarri vanþrifakind. Byggja upp úr rústunum sölusamtök sauðfjárbænda. Sölusamtök sauðfjárbænda með MS sem fyrirmynd. Það er komin tími til að við náum vopnum okkar og brjótumst undan ægivaldi verslunarinnar, ægivaldi sem er engum til hagsbóta og neytendum hvað síst. Kveðja úr heyskapnum, hér er verið að leggja drög að lambakjötsframleiðslu ársins 2020, við vinnum langa vinnudaga í góðu sumarveðri, öflum góðra heyja svo fólkið í landinu geti grillað gott kjöt í góðu veðri næsta sumar. Veljum íslenskt og leyfum Andrési og félögum að sitja einum að tveggja ára gömlu hryggjunum sínum. Verði þeim að vondu.Höfundur er sauðfjárbóndi á Höfða I. Pistillinn birtist fyrst á 641.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eitthvað hafa kaupmenn lítið borgað fyrir þetta. En það er á hreinu hverjir fá að borga; neytendur munu greiða þetta dýru verði og við öll á endanum því þetta er ekkert annað en banatilræði við íslenska sauðfjárbændur. 2 ára gamalt kjöt, flutt eins langt að og hægt er með tilheyrandi kolefnisfótspori. Korter í að sláturtíð hefjist og enn nóg til af hryggjum í landinu. Fíflagangurinn er orðin alveg yfirgengilegur. Forsmekkurinn af því sem koma skal þegar blautir draumar Félags stórkaupmanna (úlfurinn í þeirri sauðagæru sem kallað er „Samtök atvinnurekenda“) rætast. Þeir strjúka á sér belginn og hlakka yfir framtíðinni, framtíð fullri af hræódýrri, eldgamalli landbúnaðarvöru, fluttri inn í skjóli ístöðulausra pólitíkusa og seld almenningi í landinu dýrum dómum. Þá aldeilis verður hægt að græða á daginn og grilla rusl á kvöldin. En sauðfjárbændum er ekki hlátur í hug. Það er engum skemmt að horfa á lífstarf sitt og afkomu tætta niður til að púkarnir á verslunarfjósbitunum geti fitað sig enn frekar, allt á kostnað sauðfjárbænda, neytenda og landsbyggðanna. Nú reynir á Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra að gefa ekki eftir þá litlu tollvernd sem við þó eigum til. Og þið sláturleyfishafar; fyrir löngu síðan ættum við bændur að vera búin að lóga ykkur eins og hverri annarri vanþrifakind. Byggja upp úr rústunum sölusamtök sauðfjárbænda. Sölusamtök sauðfjárbænda með MS sem fyrirmynd. Það er komin tími til að við náum vopnum okkar og brjótumst undan ægivaldi verslunarinnar, ægivaldi sem er engum til hagsbóta og neytendum hvað síst. Kveðja úr heyskapnum, hér er verið að leggja drög að lambakjötsframleiðslu ársins 2020, við vinnum langa vinnudaga í góðu sumarveðri, öflum góðra heyja svo fólkið í landinu geti grillað gott kjöt í góðu veðri næsta sumar. Veljum íslenskt og leyfum Andrési og félögum að sitja einum að tveggja ára gömlu hryggjunum sínum. Verði þeim að vondu.Höfundur er sauðfjárbóndi á Höfða I. Pistillinn birtist fyrst á 641.is
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar