Umboðsmaður Alþingis vill rökstuðning fyrir 75 þúsund króna eftirlitsgjaldi Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 11:19 Notkun rafrettna hefur aukist á undanförnum árum. Vísir/Getty Umboðsmaður Alþingis hefur, í framhaldi af kvörtun Félags atvinnurekenda, krafið heilbrigðisráðuneytið um rökstuðning fyrir því að 75.000 króna gjald vegna tilkynninga um markaðssetningu á rafrettum standist lög og grundvallarreglur stjórnsýsluréttar um þjónustugjöld.Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda en þar segir að umboðsmaður segi í erindi sínu til ráðuneytisins að ýmsir kostnaðarliðir, sem ráðuneytið hefur tínt til að gjaldið eigi að standa undir, virðist almenns eðlis og ekki ljóst að þeir falli til í öllum tilvikum. Félag atvinnurekenda segir innflytjendur og seljendur rafrettna krafða um 75.000 króna eftirlitsgjald vegna hverrar tilkynningar til Neytendastofu um að þeir hyggist setja tiltekna vöru á markað á Íslandi. Reglugerðin sem gjaldið byggist á, var staðfest 31. ágúst í fyrra og tók gildi daginn eftir. Gerði Félag atvinnurekenda athugasemdir við fjárhæð gjaldsins. vinnubrögð ráðuneytisins og krafðist rökstuðnings fyrir fjárhæðinni. Í kjölfarið barst félaginu um síðir kostnaðargreining Neytendastofu vegna gjaldsins, en hún var ekki dagsett fyrr en 4. febrúar 2019. Í millitíðinni hafði félagið kvartað til umboðsmanns og hann krafið ráðuneytið um yfirlit yfir kostnaðarliði sem lægju að baki gjaldinu. Engin svör bárust um kostnað að baki gjaldtökunni fyrr en eftir að kvartað hafði verið til umboðsmanns. Á vef Félags atvinnurekenda er erindi umboðsmanns rakið en þar segir að þjónustugjald verði ekki innheimt án heimildar í lögum og verði eingöngu nýtt til að standa straum af kostnaði sem almennt hlýst af því að veita þá þjónustu sem gjaldtökuheimildin tekur til. Stjórnvaldi sé aðeins heimilt að taka gjald fyrir beinan kostnað eða kostnað sem sé í nánum og efnislegum tengslum við þá þjónsutu sem sé sérstaklega tilgreind í gjaldtökuheimildinni, en ekki megi afla almennra rekstrartekna með innheimtu þjónustugjalda. Umboðsmaður segir að leggja beri þann skilning í gjaldtökuheimild laga um rafrettur að „hver eftirlitsskyldur aðili geti aðeins borið kostnað af því eftirliti sem að honum getur beinst og telst til kostnaðar við móttöku tilkynninga og geymslu, meðhöndlun og greiningu upplýsinga sem Neytendastofa tekur við.“ Umboðsmaður segir hins vegar að þeir kostnaðarliðir, sem Neytendastofa og ráðuneytið hafa tilgreint sem forsendur gjaldsins í svörum við fyrra erindi umboðsmanns, séu „að nokkru leyti almenns eðlis eða ekki ljóst að þeir falli til í öllum tilvikum […] Þannig virðist gjaldið ekki einungis byggt á kostnaði þeirrar þjónustu sem gjaldandi fær frá stjórnvaldinu hverju sinni heldur eru gjaldendur látnir standa straum af öllum áætluðum kostnaði við verkefnið, sem ekki beinlínis er fjármagnaður með sérstökum fjárveitingum.“ Umboðsmaður tekur fram að þessi aðferð við ákvörðun þjónustugjalda sé ekki einsdæmi og þá sérstaklega þegar komi að svokölluðum eftirlitsgjöldum. „Ég hef hins vegar staldrað við þessa þróun síðustu ár í tengslum við frumkvæðisathugun mína á gjaldtöku stjórnvalda í formi skatta og þjónustugjalda,“ segir í bréfi umboðsmanns. „Þannig tel ég mig merkja að verið sé að fjarlægjast þann kjarna þjónustugjalda að borgarinn greiði eingöngu fyrir þá þjónustu sem hann fær frá stjórnvaldinu í umræddu tilviki og að borgararnir séu í auknum mæli látnir greiða fyrir tilvist og almenna rækslu stjórnvalda á lögbundnum verkefnum þeirra með greiðslum sem felldar eru undir þjónustugjöld. Ég tel að vegna þeirra ströngu krafna lögmætisreglunnar, sem dómstólar hér á landi hafa mótað, þegar kemur að mörkum þjónustugjalda og skatta verði almennt að binda slíkt fyrirkomulag í lög, sbr. til hliðsjónar lög nr 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.“ Umboðsmaður óskar þess að lokum að heilbrigðisráðuneytið lýsi „rökstuddri afstöðu sinni til þess, hvort sú nálgun við ákvörðun fjárhæðar þess gjalds sem fjallað er um í þessu máli og lýst er hér að framan samrýmist heimild 14. gr. laga nr. 87/2018 til gjaldtöku og grunnsjónarmiði þjónustugjaldaheimilda.“ Umboðsmaður tekur fram að fyrirspurnin sé í senn sett fram vegna kvörtunar Félags atvinnurekenda og vegna áðurnefndrar frumkvæðisathugunar. Óskað er svara frá ráðuneytinu fyrir 20. ágúst. Neytendur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur, í framhaldi af kvörtun Félags atvinnurekenda, krafið heilbrigðisráðuneytið um rökstuðning fyrir því að 75.000 króna gjald vegna tilkynninga um markaðssetningu á rafrettum standist lög og grundvallarreglur stjórnsýsluréttar um þjónustugjöld.Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda en þar segir að umboðsmaður segi í erindi sínu til ráðuneytisins að ýmsir kostnaðarliðir, sem ráðuneytið hefur tínt til að gjaldið eigi að standa undir, virðist almenns eðlis og ekki ljóst að þeir falli til í öllum tilvikum. Félag atvinnurekenda segir innflytjendur og seljendur rafrettna krafða um 75.000 króna eftirlitsgjald vegna hverrar tilkynningar til Neytendastofu um að þeir hyggist setja tiltekna vöru á markað á Íslandi. Reglugerðin sem gjaldið byggist á, var staðfest 31. ágúst í fyrra og tók gildi daginn eftir. Gerði Félag atvinnurekenda athugasemdir við fjárhæð gjaldsins. vinnubrögð ráðuneytisins og krafðist rökstuðnings fyrir fjárhæðinni. Í kjölfarið barst félaginu um síðir kostnaðargreining Neytendastofu vegna gjaldsins, en hún var ekki dagsett fyrr en 4. febrúar 2019. Í millitíðinni hafði félagið kvartað til umboðsmanns og hann krafið ráðuneytið um yfirlit yfir kostnaðarliði sem lægju að baki gjaldinu. Engin svör bárust um kostnað að baki gjaldtökunni fyrr en eftir að kvartað hafði verið til umboðsmanns. Á vef Félags atvinnurekenda er erindi umboðsmanns rakið en þar segir að þjónustugjald verði ekki innheimt án heimildar í lögum og verði eingöngu nýtt til að standa straum af kostnaði sem almennt hlýst af því að veita þá þjónustu sem gjaldtökuheimildin tekur til. Stjórnvaldi sé aðeins heimilt að taka gjald fyrir beinan kostnað eða kostnað sem sé í nánum og efnislegum tengslum við þá þjónsutu sem sé sérstaklega tilgreind í gjaldtökuheimildinni, en ekki megi afla almennra rekstrartekna með innheimtu þjónustugjalda. Umboðsmaður segir að leggja beri þann skilning í gjaldtökuheimild laga um rafrettur að „hver eftirlitsskyldur aðili geti aðeins borið kostnað af því eftirliti sem að honum getur beinst og telst til kostnaðar við móttöku tilkynninga og geymslu, meðhöndlun og greiningu upplýsinga sem Neytendastofa tekur við.“ Umboðsmaður segir hins vegar að þeir kostnaðarliðir, sem Neytendastofa og ráðuneytið hafa tilgreint sem forsendur gjaldsins í svörum við fyrra erindi umboðsmanns, séu „að nokkru leyti almenns eðlis eða ekki ljóst að þeir falli til í öllum tilvikum […] Þannig virðist gjaldið ekki einungis byggt á kostnaði þeirrar þjónustu sem gjaldandi fær frá stjórnvaldinu hverju sinni heldur eru gjaldendur látnir standa straum af öllum áætluðum kostnaði við verkefnið, sem ekki beinlínis er fjármagnaður með sérstökum fjárveitingum.“ Umboðsmaður tekur fram að þessi aðferð við ákvörðun þjónustugjalda sé ekki einsdæmi og þá sérstaklega þegar komi að svokölluðum eftirlitsgjöldum. „Ég hef hins vegar staldrað við þessa þróun síðustu ár í tengslum við frumkvæðisathugun mína á gjaldtöku stjórnvalda í formi skatta og þjónustugjalda,“ segir í bréfi umboðsmanns. „Þannig tel ég mig merkja að verið sé að fjarlægjast þann kjarna þjónustugjalda að borgarinn greiði eingöngu fyrir þá þjónustu sem hann fær frá stjórnvaldinu í umræddu tilviki og að borgararnir séu í auknum mæli látnir greiða fyrir tilvist og almenna rækslu stjórnvalda á lögbundnum verkefnum þeirra með greiðslum sem felldar eru undir þjónustugjöld. Ég tel að vegna þeirra ströngu krafna lögmætisreglunnar, sem dómstólar hér á landi hafa mótað, þegar kemur að mörkum þjónustugjalda og skatta verði almennt að binda slíkt fyrirkomulag í lög, sbr. til hliðsjónar lög nr 99/1999, um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.“ Umboðsmaður óskar þess að lokum að heilbrigðisráðuneytið lýsi „rökstuddri afstöðu sinni til þess, hvort sú nálgun við ákvörðun fjárhæðar þess gjalds sem fjallað er um í þessu máli og lýst er hér að framan samrýmist heimild 14. gr. laga nr. 87/2018 til gjaldtöku og grunnsjónarmiði þjónustugjaldaheimilda.“ Umboðsmaður tekur fram að fyrirspurnin sé í senn sett fram vegna kvörtunar Félags atvinnurekenda og vegna áðurnefndrar frumkvæðisathugunar. Óskað er svara frá ráðuneytinu fyrir 20. ágúst.
Neytendur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira