Lögreglumanni sagt upp vegna dauða Erics Garner Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 17:42 Eric Garner lést í kjölfar þess að lögreglumaður tók hann hálstaki. getty/Spencer Platt James O‘Neill, lögreglustjóri New York borgar, tók í dag ákvörðun um að segja lögreglumanni upp störfum en hann var einn þeirra lögreglumanna sem áttu hlut í að verða svörtum manni að bana 2014 á Staten Island. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Eric Garner hafði gripið inn í og stöðvað slagsmál fyrir utan búð á Staten Island þegar hann var stöðvaður af lögreglu. Hann var óvopnaður en einn lögreglumannanna tók hann hálstaki og lést hann í kjölfar þess. Málið hefur vakið upp gríðarlega óánægju og hefur ítrekað verið mótmælt vegna málsins. Mótmælin spruttu upp sérstaklega vegna myndbands sem var birt af atvikinu þar sem Garner heyrist ítrekað kalla „ég get ekki andað.“Mótmælendur fyrir utan dómshús á Manhattan. Á spjöldum sem mótmælendur halda á er uppsögn lögreglumannanna sem tengdust dauða Erics Garner krafist.getty/Spencer PlattO‘Neill ákvað að reka lögreglumanninn, sem heitir Daniel Pantaleo og er hvítur, eftir að dómari mælti með því við hann að Pantaleo yrði rekinn. Borgaryfirvöld höfðu lengi haldið því fram að ekki væri hægt að segja Pantaleo upp störfum fyrr en rannsókn væri lokið. Kviðdómur New York fylkis neitaði árið 2014 að ákæra Pantaleo vegna málsins en alríkisyfirvöld höfðu haldið rannsókn á málinu gangandi síðan atvikið gerðist þar til þau tilkynntu í síðasta mánuði að hann yrði ekki ákærður. Í myndskeiðinu sem náðist af atvikinu sést hvernig Pantaleo reyndi að handtaka Garner, eftir að hafa ásakað hann um að selja sígarettur ólöglega. Þegar það tókst ekki tók hann Garner hálstaki og endaði á að fella hann. Þá heyrist hann kalla minnst 11 sinnum „ég get ekki andað“ áður en hann fær flog. Réttarlæknir sagði á sínum tíma að hálstakið hafi átt þátt í dauða Garners. Í myndskeiðinu hér að neðan sést gróf atlaga lögreglunnar að Eric Garner. Lögregluofbeldið varð til þess að maðurinn lést. Varað er við myndefninu. Það gæti vakið óhug. Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49 Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00 Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30 Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
James O‘Neill, lögreglustjóri New York borgar, tók í dag ákvörðun um að segja lögreglumanni upp störfum en hann var einn þeirra lögreglumanna sem áttu hlut í að verða svörtum manni að bana 2014 á Staten Island. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Eric Garner hafði gripið inn í og stöðvað slagsmál fyrir utan búð á Staten Island þegar hann var stöðvaður af lögreglu. Hann var óvopnaður en einn lögreglumannanna tók hann hálstaki og lést hann í kjölfar þess. Málið hefur vakið upp gríðarlega óánægju og hefur ítrekað verið mótmælt vegna málsins. Mótmælin spruttu upp sérstaklega vegna myndbands sem var birt af atvikinu þar sem Garner heyrist ítrekað kalla „ég get ekki andað.“Mótmælendur fyrir utan dómshús á Manhattan. Á spjöldum sem mótmælendur halda á er uppsögn lögreglumannanna sem tengdust dauða Erics Garner krafist.getty/Spencer PlattO‘Neill ákvað að reka lögreglumanninn, sem heitir Daniel Pantaleo og er hvítur, eftir að dómari mælti með því við hann að Pantaleo yrði rekinn. Borgaryfirvöld höfðu lengi haldið því fram að ekki væri hægt að segja Pantaleo upp störfum fyrr en rannsókn væri lokið. Kviðdómur New York fylkis neitaði árið 2014 að ákæra Pantaleo vegna málsins en alríkisyfirvöld höfðu haldið rannsókn á málinu gangandi síðan atvikið gerðist þar til þau tilkynntu í síðasta mánuði að hann yrði ekki ákærður. Í myndskeiðinu sem náðist af atvikinu sést hvernig Pantaleo reyndi að handtaka Garner, eftir að hafa ásakað hann um að selja sígarettur ólöglega. Þegar það tókst ekki tók hann Garner hálstaki og endaði á að fella hann. Þá heyrist hann kalla minnst 11 sinnum „ég get ekki andað“ áður en hann fær flog. Réttarlæknir sagði á sínum tíma að hálstakið hafi átt þátt í dauða Garners. Í myndskeiðinu hér að neðan sést gróf atlaga lögreglunnar að Eric Garner. Lögregluofbeldið varð til þess að maðurinn lést. Varað er við myndefninu. Það gæti vakið óhug.
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49 Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00 Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30 Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32 Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49
Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. 16. júlí 2019 14:00
Lögreglan vill afsökunarbeiðni frá Browns Það er í tísku hjá bandarískum íþróttamönnum þessa dagana að mótmæla ofbeldi lögreglumanna í landinu. Löggunni í Cleveland var þó ekki skemmt í gær. 15. desember 2014 23:30
Lögreglumaður í New York kærður fyrir að bana óvopnuðum manni Skaut hinn 28 ára gamla Akai Gurley, að því er virðist fyrir slysni. 10. febrúar 2015 23:32
Rannsókn hafin á dauða Eric Garner í New York Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á dauða Eric Garner, svarts manns sem hvítur lögreglumaður í New York tók hálstaki þannig að Garner lést. Eric Holder dómsmálaráðherra tilkynnti þetta í gærkvöldi eftir að kviðdómur í New York ákvað að ákæra lögreglumanninn ekki. 4. desember 2014 07:33
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila