Segir rökin um sæstrengsskyldu byggð á sandi Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 19. ágúst 2019 13:42 Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Einn af talsmönnum Orkunnar okkar telur að þriðji orkupakkinn muni gera Alþingi erfitt fyrir að hafna sæstreng. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir rök talsmanna Orkunnar okkar um sætstrengsskyldu byggða á sandi. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann.Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir nefndarinnar en þeir voru Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson ásamt Frosta Sigurjónssyni. Deildu fulltrúarnir skýrslu á fundinum sem sérstök sérfræðinganefnd Orkunnar okkar tók saman en í viðbótarumsögn sem þeir lögðu fram í morgun er að finna fullyrðingu þess efnis að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur sé verið að opna Ísland fyrir sæstreng. Frosti sagði eftir fundinn að ef Alþingi ákveður að hafna umsókn um sæstreng, eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur hér á landi, sem sé vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.„Í þriðja orkupakkanaum eru markmiðsákvæði að ryðja skuli úr vegi hindrunum gegn viðskiptum yfir landamæri og markmið þriðja orkupakkans er að auka verslun og greiða fyrir verslun með raforku innan evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Frosti. Hann sagði áform hjá einkaaðilum um að leggja sæstrengi til Íslands, þar á meðal Icelink, sem er talið styrkhæft verkefni á vegum Evrópusambandsins. „Ef Alþingi ákveður að hafna umsókn sem er vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála hugsanlega og við köllum eftir því að sú áhætta verði rannsökuð nánar. Okkur finnst að mikil vonbrigði að sumarið hafi ekki verið nýtt til að rannsaka þessa áhættu því margir lögfræðingar hafa bent á hana. Við óttumst það að samþykkja þriðja orkupakkann og allt sem í honum felst, feli í sér að það verði erfitt fyrir alþingi að hafna sæstreng,“ sagði Frosti. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans, mætti á fund nefndarinnar í morgun en hann er einnig sérfræðingur í hafrétti og því sem snýr að landhelgi og hafréttarmálum. Hann sagði þessar fullyrðingar um hugsanlega skaðabótaskyldu og rökin þar á bak við einfaldlega byggja á sandi. „Þeir hafa ekki fært nein almennileg rök fyrir slíku máli, það er vísað í almenn inngangsorð í reglugerðum og tilskipunum og það er einfaldlega ekki nóg. Fyrir utan þegar maður les þessi inngangsorð þá blasir það ekki við að það sé einhver sæstrengjaskylda.“ Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Einn af talsmönnum Orkunnar okkar telur að þriðji orkupakkinn muni gera Alþingi erfitt fyrir að hafna sæstreng. Prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir rök talsmanna Orkunnar okkar um sætstrengsskyldu byggða á sandi. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar í morgun um þriðja orkupakkann.Fulltrúar Orkunnar okkar voru fyrstu gestir nefndarinnar en þeir voru Jónas Elíasson, Bjarni Jónsson og Ögmundur Jónasson ásamt Frosta Sigurjónssyni. Deildu fulltrúarnir skýrslu á fundinum sem sérstök sérfræðinganefnd Orkunnar okkar tók saman en í viðbótarumsögn sem þeir lögðu fram í morgun er að finna fullyrðingu þess efnis að ef þriðji orkupakkinn verði samþykktur sé verið að opna Ísland fyrir sæstreng. Frosti sagði eftir fundinn að ef Alþingi ákveður að hafna umsókn um sæstreng, eftir að þriðji orkupakkinn hefur verið innleiddur hér á landi, sem sé vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála.Frosti Sigurjónsson er einn talsmanna Orkunnar okkar.„Í þriðja orkupakkanaum eru markmiðsákvæði að ryðja skuli úr vegi hindrunum gegn viðskiptum yfir landamæri og markmið þriðja orkupakkans er að auka verslun og greiða fyrir verslun með raforku innan evrópska efnahagssvæðisins,“ sagði Frosti. Hann sagði áform hjá einkaaðilum um að leggja sæstrengi til Íslands, þar á meðal Icelink, sem er talið styrkhæft verkefni á vegum Evrópusambandsins. „Ef Alþingi ákveður að hafna umsókn sem er vel rökstudd og fjármögnuð þá muni það leiða til skaðabótamála hugsanlega og við köllum eftir því að sú áhætta verði rannsökuð nánar. Okkur finnst að mikil vonbrigði að sumarið hafi ekki verið nýtt til að rannsaka þessa áhættu því margir lögfræðingar hafa bent á hana. Við óttumst það að samþykkja þriðja orkupakkann og allt sem í honum felst, feli í sér að það verði erfitt fyrir alþingi að hafna sæstreng,“ sagði Frosti. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans, mætti á fund nefndarinnar í morgun en hann er einnig sérfræðingur í hafrétti og því sem snýr að landhelgi og hafréttarmálum. Hann sagði þessar fullyrðingar um hugsanlega skaðabótaskyldu og rökin þar á bak við einfaldlega byggja á sandi. „Þeir hafa ekki fært nein almennileg rök fyrir slíku máli, það er vísað í almenn inngangsorð í reglugerðum og tilskipunum og það er einfaldlega ekki nóg. Fyrir utan þegar maður les þessi inngangsorð þá blasir það ekki við að það sé einhver sæstrengjaskylda.“
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Sakaði þingmenn um að bera upp gervispurningar á fundi utanríkismálanefndar Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal nefndarmanna. Ólafur Ísleifsson sakaði aðra þingmenn um að sýna gestunum dónaskap. 19. ágúst 2019 10:41