Gamall Eyjamaður á ferðinni í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 13:30 James McCarthy var ekki alltof ánægður með George Baldock í leik Crystal Palace og Sheffield United um helgina. AP/Tim Goode Nýliðar Sheffield United eru taplausir eftir tvær fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar og unnu 1-0 sigur á Crystal Palace í fyrsta heimaleik sínum um helgina. Það kannast kannski margir Eyjamenn við eitt nafnið í byrjunarliði Sheffield United en það er hinn 26 ára gamli hægri bakvörður George Baldock. George Baldock var leikmaður Milton Keynes Dons þegar Eyjamenn fengu hann að láni sumarið 2012. Félagið bjóst við miklu að honum og leyfði honum að spila sig í gang í Vestmannaeyjum þetta sumar. Hann var þá nítján ára gamall og hafði aðeins spilað þrjá leiki með Milton Keynes Dons áður en hann fór á láni til Northampton Town og Tamworth. George Baldock spilaði 16 leiki með ÍBV í Pepsi deildinni sumarið 2012 og hjálpaði liðinu að ná þriðja sætinu. ÍBV vann 8 af leikjunum sem hann spilaði. Hann skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu auk þess að koma að undirbúningi tveggja marka til viðbótar. Baldock lét finna vel fyrir sér þrátt fyrir ungan aldur og fékk alls átta gul spjöld í deildinni. Hann fór því tvisvar í bann um sumarið en enginn leikmaður í Pepsi deildinni var fljótari að fá sjö gul spjöld þetta sumarið. George Baldock fór oft á láni á næstu árum en Milton Keynes Dons seldi hann að lokum til Sheffield United í júní 2017. Baldock er nú á sínu þriðja tímabili með Sheffield United og er búinn að byrja tvo fyrstu leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Nýliðar Sheffield United eru taplausir eftir tvær fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar og unnu 1-0 sigur á Crystal Palace í fyrsta heimaleik sínum um helgina. Það kannast kannski margir Eyjamenn við eitt nafnið í byrjunarliði Sheffield United en það er hinn 26 ára gamli hægri bakvörður George Baldock. George Baldock var leikmaður Milton Keynes Dons þegar Eyjamenn fengu hann að láni sumarið 2012. Félagið bjóst við miklu að honum og leyfði honum að spila sig í gang í Vestmannaeyjum þetta sumar. Hann var þá nítján ára gamall og hafði aðeins spilað þrjá leiki með Milton Keynes Dons áður en hann fór á láni til Northampton Town og Tamworth. George Baldock spilaði 16 leiki með ÍBV í Pepsi deildinni sumarið 2012 og hjálpaði liðinu að ná þriðja sætinu. ÍBV vann 8 af leikjunum sem hann spilaði. Hann skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu auk þess að koma að undirbúningi tveggja marka til viðbótar. Baldock lét finna vel fyrir sér þrátt fyrir ungan aldur og fékk alls átta gul spjöld í deildinni. Hann fór því tvisvar í bann um sumarið en enginn leikmaður í Pepsi deildinni var fljótari að fá sjö gul spjöld þetta sumarið. George Baldock fór oft á láni á næstu árum en Milton Keynes Dons seldi hann að lokum til Sheffield United í júní 2017. Baldock er nú á sínu þriðja tímabili með Sheffield United og er búinn að byrja tvo fyrstu leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira