Missti næstum því af rástíma sínum á lokadeginum eftir að elding kveikti í hótelinu hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 11:30 Phil Mickelson teygir á fyrir fyrsta högg á lokahringnum í gær og er eflaust að segja Brooks Koepka frá ævintýrum sínum um morguninn. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson átti eftirminnilegan lokadag á BMW Championship golfmótinu í gær en þar hafði sjálf spilamennskan minnst um það að segja að Phil mun líklega aldrei gleyma sunnudeginum 18. ágúst 2019. Mickelson mætti næstum því of seint á fyrsta teig eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á hótelinu sínu.Phil Mickelson nearly missed his tee time at the BMW Championship. That's after his hotel caught fire after lightning struck the roof.https://t.co/omrHZkjVXLpic.twitter.com/QffjOMIfEo — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Slæmt veður í Medinah í Illinois fylki þar sem næstsíðasta mótið í FedEx bikarnum fór fram gerði sumum meira lífið leitt en öðrum. Hótel Phil Mickelson lá greinilega betur við höggi en önnur hús á svæðinu þegar mikið þrumuveður gekk yfir svæðið sem er ekki langt frá Michigan vatni norðarlega í Bandaríkjunum. Elding hafði kveikt í þaki hótelsins hans Mickelso og tveimur og hálfum tíma fyrir upphafshögg sitt þá lét Phil Mickelson vita af vandræðum sínum á Twitter.How’s this for crazy? My hotel was struck by lighting, I was on top floor,we were evacuated and the place is on fire(only thing of mine on fire this week.) I can’t get back into my room and may miss my tee time because I am without clubs and clothes. — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson sagðist hafa sloppið ómeiddur en vandamálið væri að fötin hans og kylfurnar voru í herberginu hans á efstu hæð. Hann komst ekki í þær vegna eldsins. Phil Mickelson hafði „heppnina“ með sér því slökkviliðið var fljótt að staðinn og menn snöggir að ráða niðurlögum eldsins. Mótshaldarar höfðu líka seinkað leik á lokadeginum vegna þrumuveðursins um morguninn.EMT’s were awesome! I’m going to make it. Turns out my clubs acted as a fire retardant. Lucky me — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson náði á staðinn rétt í tíma og kláraði hringinn á 71 höggi. Það var næst lakasti hringur hans á mótinu en Mickelson lék alla fjóra dagana á sjö höggum undir pari og endaði í 48. til 51. sæti. Þetta var síðasta mótið hjá Phil Mickelson á tímabilinu því hann er úr leik. Mickelson er í 47. sæti stigalistans en aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokamóti FedEx bikarsins. Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson átti eftirminnilegan lokadag á BMW Championship golfmótinu í gær en þar hafði sjálf spilamennskan minnst um það að segja að Phil mun líklega aldrei gleyma sunnudeginum 18. ágúst 2019. Mickelson mætti næstum því of seint á fyrsta teig eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á hótelinu sínu.Phil Mickelson nearly missed his tee time at the BMW Championship. That's after his hotel caught fire after lightning struck the roof.https://t.co/omrHZkjVXLpic.twitter.com/QffjOMIfEo — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Slæmt veður í Medinah í Illinois fylki þar sem næstsíðasta mótið í FedEx bikarnum fór fram gerði sumum meira lífið leitt en öðrum. Hótel Phil Mickelson lá greinilega betur við höggi en önnur hús á svæðinu þegar mikið þrumuveður gekk yfir svæðið sem er ekki langt frá Michigan vatni norðarlega í Bandaríkjunum. Elding hafði kveikt í þaki hótelsins hans Mickelso og tveimur og hálfum tíma fyrir upphafshögg sitt þá lét Phil Mickelson vita af vandræðum sínum á Twitter.How’s this for crazy? My hotel was struck by lighting, I was on top floor,we were evacuated and the place is on fire(only thing of mine on fire this week.) I can’t get back into my room and may miss my tee time because I am without clubs and clothes. — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson sagðist hafa sloppið ómeiddur en vandamálið væri að fötin hans og kylfurnar voru í herberginu hans á efstu hæð. Hann komst ekki í þær vegna eldsins. Phil Mickelson hafði „heppnina“ með sér því slökkviliðið var fljótt að staðinn og menn snöggir að ráða niðurlögum eldsins. Mótshaldarar höfðu líka seinkað leik á lokadeginum vegna þrumuveðursins um morguninn.EMT’s were awesome! I’m going to make it. Turns out my clubs acted as a fire retardant. Lucky me — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson náði á staðinn rétt í tíma og kláraði hringinn á 71 höggi. Það var næst lakasti hringur hans á mótinu en Mickelson lék alla fjóra dagana á sjö höggum undir pari og endaði í 48. til 51. sæti. Þetta var síðasta mótið hjá Phil Mickelson á tímabilinu því hann er úr leik. Mickelson er í 47. sæti stigalistans en aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokamóti FedEx bikarsins.
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Verða Blikakonur meistarar? Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira