Vinafundur Davíð Stefánsson skrifar 19. ágúst 2019 07:00 Það fór vel á því að sækja í Hávamál yfirskrift fyrir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Í Konungsbók Eddukvæða segir „en til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn“. Það er alltaf stutt – gagnvegur – til góðs vinar. Í vikunni sækja góðir vinir Ísland heim. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda hér í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Með á fundum verða leiðtogar Álandseyja og Grænlands. Leiðtogarnir ætla að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir norræna samvinnu, umhverfismál, stöðu mannréttinda, norðurslóðir og öryggismál. Sérstaklega er horft til aukins samstarf Norðurlanda og Þýskalands. Norrænt samstarf er okkur mikilvægt. Við getum nánast óhindrað fært okkur á milli landa, til náms, starfa eða atvinnureksturs. Þjóðirnar eru aufúsugestir hver hjá annarri. Það sést á þeim 30 þúsund Íslendingum sem búa á Norðurlöndum og tæpum tvö þúsund Norðurlandabúum sem búa hér. Samstarfið nær inn í nánast öll svið mannlífsins hér. Það hefur staðið svo lengi og svo mikill árangur náðst, að við erum jafnvel hætt að taka eftir því. En samvinna norrænna þjóða er ekki sjálfgefin. Hún er niðurstaða sameiginlegra ákvarðana þjóðanna um náið samtal, virðingu og vináttu. Þetta samstarf frændþjóðanna sést í starfsemi Norðurlandaráðs, sem er þingmannavettvangur í norrænu samstarfi. Það sést einnig í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar, samstarfsvettvangs norrænu ríkisstjórnanna. Í öllum ríkjunum eru reknar samnorrænar upplýsingaskrifstofur, vinnumiðlanir og þjónustur, til að mynda um norrænar rannsóknir. Samstarfið byggir á sögulegum og menningarlegum tengslum þar sem við deilum grunngildum og hagsmunum. Norðurlöndin eru svæði mikils efnahagsstyrks og ríks félagsauðs þar sem allir eiga rétt á að njóta sín. Við sjáum ekki andstæður í öflugri velferð og þróttmiklu atvinnulífi. Við trúum því að brýr séu betri en múrar, að fjölbreytileiki sé styrkur en ekki vanmáttur, og að jafnrétti sé ekki bara réttlætismál heldur afbragðs efnahagsstefna. Við eflum nýsköpun til ábata fyrir náttúru og kröftugt athafnalíf. Við stöndum vörð um lýðræði, réttarríki og mannréttindi. En gagnvegir okkar liggja ekki bara inn á við heldur líka út í heim. Þótt norrænu ríkin teljast smá á heimsmælikvarða hafa þau gott alþjóðlegt orðspor. Saman hafa Norðurlönd lagt sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs í þágu friðar, öryggis og umhverfisverndar. Þýskaland er vinaþjóð. Það er því sérstök ástæða til að fagna komu Angelu Merkel kanslara. Norðurlöndin eiga að vinna þétt með Þýskalandi til að takast á við áskoranir óróatíma á alþjóðavettvangi. Það á ekki síst við um varnar- og öryggismál. Saman geta ríkin veitt viðspyrnu þegar sótt er að alþjóðalögum og viðskiptafrelsi. Sterk grunngildi þjóðanna eiga erindi nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin og lítið er gert úr grundvallarreglum lýðræðis og réttarríkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Utanríkismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það fór vel á því að sækja í Hávamál yfirskrift fyrir formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Í Konungsbók Eddukvæða segir „en til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn“. Það er alltaf stutt – gagnvegur – til góðs vinar. Í vikunni sækja góðir vinir Ísland heim. Forsætisráðherrar Norðurlandanna og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, funda hér í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Með á fundum verða leiðtogar Álandseyja og Grænlands. Leiðtogarnir ætla að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir norræna samvinnu, umhverfismál, stöðu mannréttinda, norðurslóðir og öryggismál. Sérstaklega er horft til aukins samstarf Norðurlanda og Þýskalands. Norrænt samstarf er okkur mikilvægt. Við getum nánast óhindrað fært okkur á milli landa, til náms, starfa eða atvinnureksturs. Þjóðirnar eru aufúsugestir hver hjá annarri. Það sést á þeim 30 þúsund Íslendingum sem búa á Norðurlöndum og tæpum tvö þúsund Norðurlandabúum sem búa hér. Samstarfið nær inn í nánast öll svið mannlífsins hér. Það hefur staðið svo lengi og svo mikill árangur náðst, að við erum jafnvel hætt að taka eftir því. En samvinna norrænna þjóða er ekki sjálfgefin. Hún er niðurstaða sameiginlegra ákvarðana þjóðanna um náið samtal, virðingu og vináttu. Þetta samstarf frændþjóðanna sést í starfsemi Norðurlandaráðs, sem er þingmannavettvangur í norrænu samstarfi. Það sést einnig í starfi Norrænu ráðherranefndarinnar, samstarfsvettvangs norrænu ríkisstjórnanna. Í öllum ríkjunum eru reknar samnorrænar upplýsingaskrifstofur, vinnumiðlanir og þjónustur, til að mynda um norrænar rannsóknir. Samstarfið byggir á sögulegum og menningarlegum tengslum þar sem við deilum grunngildum og hagsmunum. Norðurlöndin eru svæði mikils efnahagsstyrks og ríks félagsauðs þar sem allir eiga rétt á að njóta sín. Við sjáum ekki andstæður í öflugri velferð og þróttmiklu atvinnulífi. Við trúum því að brýr séu betri en múrar, að fjölbreytileiki sé styrkur en ekki vanmáttur, og að jafnrétti sé ekki bara réttlætismál heldur afbragðs efnahagsstefna. Við eflum nýsköpun til ábata fyrir náttúru og kröftugt athafnalíf. Við stöndum vörð um lýðræði, réttarríki og mannréttindi. En gagnvegir okkar liggja ekki bara inn á við heldur líka út í heim. Þótt norrænu ríkin teljast smá á heimsmælikvarða hafa þau gott alþjóðlegt orðspor. Saman hafa Norðurlönd lagt sitt af mörkum til alþjóðasamstarfs í þágu friðar, öryggis og umhverfisverndar. Þýskaland er vinaþjóð. Það er því sérstök ástæða til að fagna komu Angelu Merkel kanslara. Norðurlöndin eiga að vinna þétt með Þýskalandi til að takast á við áskoranir óróatíma á alþjóðavettvangi. Það á ekki síst við um varnar- og öryggismál. Saman geta ríkin veitt viðspyrnu þegar sótt er að alþjóðalögum og viðskiptafrelsi. Sterk grunngildi þjóðanna eiga erindi nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin og lítið er gert úr grundvallarreglum lýðræðis og réttarríkis.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun