Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld.
Orsök slyssins eru óljós eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og ekki er vitað um líðan mannanna að svo stöddu.
Lögreglan óskar nú eftir vitnum að málinu. Sérstaklega er auglýst eftir gráum eða ljósbrúnum smábíl sem ók norður Glerárgötu á þeim stað sem slysið varð.
