Thomas fór á kostum og er kominn með sex högga forystu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2019 23:15 Thomas var sjóðheitur í dag. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er með sex högga forystu fyrir lokahringinn á BMW Championship mótinu í golfi. Þetta er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Thomas lék frábært golf og lék hringinn á ellefu höggum undir pari. Thomas gaf tóninn með því að fá fimm fugla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk alls átta fugla, tvo erni og einn skolla.Medinah is electric right now. @JustinThomas34 is putting on a show. He's 11-under and leads by six.#LiveUnderParpic.twitter.com/mKhGcNSaH8 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Is it really over, @JustinThomas34? What a performance.#LiveUnderParpic.twitter.com/NI6OyCr60C — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Thomas er samtals á 21 höggi undir pari, sex höggum á undan löndum sínum, Tony Finau og Patrick Cantlay, sem eru enn jafnir í 2. sætinu. Þeir léku báðir á fjórum höggum undir pari í dag. Slóvakinn Rory Sabbatini er í 4. sæti á samtals 14 höggum undir pari. Hann lék á fimm höggum undir pari í dag. Jon Rahm frá Spáni stökk upp um tíu sæti, úr því fimmtánda og í það fimmta. Hann lék á sex höggum undir pari í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Eftir frábæra spilamennsku í gær náði Hideki Matsuyama sér ekki á strik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er kominn niður í 9. sætið eftir að hafa verið með forystu eftir annan hringinn. Tiger Woods lék vel í dag, á fimm höggum undir pari, og fór upp um 17 sæti. Hann er í 31. sæti á samtals sjö höggum undir pari. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring BMW Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16:00 á morgun. Golf Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er með sex högga forystu fyrir lokahringinn á BMW Championship mótinu í golfi. Þetta er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Thomas lék frábært golf og lék hringinn á ellefu höggum undir pari. Thomas gaf tóninn með því að fá fimm fugla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk alls átta fugla, tvo erni og einn skolla.Medinah is electric right now. @JustinThomas34 is putting on a show. He's 11-under and leads by six.#LiveUnderParpic.twitter.com/mKhGcNSaH8 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Is it really over, @JustinThomas34? What a performance.#LiveUnderParpic.twitter.com/NI6OyCr60C — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Thomas er samtals á 21 höggi undir pari, sex höggum á undan löndum sínum, Tony Finau og Patrick Cantlay, sem eru enn jafnir í 2. sætinu. Þeir léku báðir á fjórum höggum undir pari í dag. Slóvakinn Rory Sabbatini er í 4. sæti á samtals 14 höggum undir pari. Hann lék á fimm höggum undir pari í dag. Jon Rahm frá Spáni stökk upp um tíu sæti, úr því fimmtánda og í það fimmta. Hann lék á sex höggum undir pari í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Eftir frábæra spilamennsku í gær náði Hideki Matsuyama sér ekki á strik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er kominn niður í 9. sætið eftir að hafa verið með forystu eftir annan hringinn. Tiger Woods lék vel í dag, á fimm höggum undir pari, og fór upp um 17 sæti. Hann er í 31. sæti á samtals sjö höggum undir pari. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring BMW Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16:00 á morgun.
Golf Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira